Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 155
147
Niðurstöðunum hefur verið fylgt eftir með heimsóknum á þá bæi sem sendu sýni eða
með fundum í hverjum hreppi þar sem niðurstöður eru túlkaðar og metnar.
Áburðaráógjöf út frá jardvegsefnagreiningum
Hin seinni ár hefur ráðgjöf um áburð stuðst bæði við jarðvegsefnagreiningar og ekki síður
niðurstöður heysýna. Varðandi jarðvegssýnin hefur einkum verið horft á sýrustig, fosfór og
kalí. Þá hefur kalsíum og magnesíum einnig verið mælt í hluta sýnanna. Með tilkomu forrita
við áburðaráætlanir aukast möguleikar til að vinna þetta starf á skipulagðan hátt.
HVAÐ MÁ BETUR FARA í ÞJÓNUSTU VIÐ BÚNAÐARSAMBÖNDIN?
Víða um land er góður grunnur að markvissri fóður- og áburðarráðgjöf til bænda. Sífellt fleiri
bændur sjá sér hag í því að taka sýni og yfírleitt er þetta skipulagt af búnaðarsamböndunum á
hverju svæði. Hins vegar má alltaf gera betur til að sýnatakan skili meiri og betri árangri. Hér
má nefna eftirtalin atriði:
• Efnagreiningar sýnanna þurfa að ganga hratt fyrir sig og niðurstöður heysýna verða að koma
áður en innifóðrun hefst. Jarðvegssýnatakan er yfirleitt að hausti eða þar tii frost hamlar sýna-
töku, en niðurstöður koma oft ekki fyrr en í febrúar eða mars. Með tilkomu aukinnar samkeppni
í sölu áburðar eru bændur famir að velta fyrir sér áburðarkaupum mun fyrr en áður var og því
nauðsynlegt að hraða aliri grunnvinnslu og má segja að það hafi tekist fyrir síðasta ár.
• Samræming í efnagreiningaaðferðum er nauðsynleg, ekki síst til að auðvelda samanburð milli
ára og milli svæða.
• Ákveðin óvissa er ávallt um efnainnihald búfjáráburðar og nýtingu hans. Astæða er til að fara af
stað með athugun á nýtingu og efnagreiningum á búfjáráburði, t.d. á völdum kúabúum, til að
styrkja grunninn að áburðamýtingu búfjáráburðarins.
• Nauðsynlegt að hægt sé að lesa niðurstöður efnagreininga beint inn í áburðar- og fóðuráætlunar-
forrit. Þessar niðurstöður eru allar til á tölvutæku formi og því heimskulegt að starfsmenn
búnaðarsambanda þurfi að verja miklum tíma í að slá inn niðurstöður í forritin, auk þess sem
villuhætta eykst.
• Fóðuráætlanir eru ekki nógu markvissar, ekki síst vegna þess að ýmsar forsendur hafa verið
vafasamar, t.d. um át á fóðri og um niðurbrot próteins í heyi.
• Bændasamtökin og/eða Aðfangaeftirlitið þurfa að koma upplýsingum í auknum mæli til bún-
aðarsambanda um t.d áburðartegundir og aðra þætti sem tengjast uppruna og eiginleikum þess
áburðar sem er á markaði.
• Það sama má segja um kjamfóðrið. Lágmarkskrafa hlýtur að vera að þar sé samræmi í merking-
um, t.d. um AAT- og PBV-gildi, hvort menn séu þar að tala um kíló fóðurs eða kíló þurrefhis.
AÐLOKUM
Hér á undan hefur verið lýst í grófum dráttum hvemig staðið er að ráðgjöf varðandi heysýni
og jarðvegssýni. Vissa þætti þarf að bæta til að þetta starf skili viðunandi árangri. Áætlanir
ber alltaf að líta á sem slíkar, en ekki sem algildan sannleik. Hins vegar gera bændur kröfur
um að vinna á þessu sviði verði skilvirkari en nú er og að því verður að vinna.
Það er mjög slæmt og í raun ótækt ef t.d. að niðurstöður efnagreininga koma ekki á til-
skildum tíma til bænda. Slíkt getur mjög auðveldlega grafíð undan því starfi sem unnið er að
á þessu sviði.
Einnig þarf ráðgjafaþjónustan út í héruðunum að fá upplýsingar um form eða efnainni-
hald þess áburðar sem er til sölu á hverjum tíma. I því sambandi hlýtur það að vera um-
hugsunarvert hvemig Bændasamtök íslands, sem em samtök allra bænda, geta réttlætt það að
gera veg eins áburðarsala meiri en annarra með ákveðnum þjónustusamningi og leiðara-
skrifum í Bændablaðið. Á sama tíma starfrækir BÍ ráðgjafaþjónusta á landsvísu, m.a. í jarð-
rækt, þar með talin áburðarráðgjöf.