Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 308
300
valdseyri var uppskera aðeins mæld á 3 yrkjum, og á Sámsstöðum var aðeins mæld uppskera
6 yrkja í 1. sl. Á Möðruvöllum var tilraunin tvíslegin bæði árin. Þar var tilraunin gerð á stykki
efst í túninu þar sem kalhætta er lítil. A Sámsstöðum var tilraunin gerð neðst á bökkunum
neðan vegar, og á Þorvaldseyri á túni nokkru neðan vegar þar sem fóðurkál hafði verið ræktað
næstu ár á undan.
I 1. töflu er sýnd meðaluppskera í hverjum slætti og tilraun og í 2. töflu er sýnd uppskera
hvers yrkis í hverjum slætti að meðaltali í 3 tilraunum á Suðurlandi og uppskera alls á Möðru-
völlum. Einnig eru sýndar uppskerutölur vallarfoxgrass sem var í tilrauninni á Sámsstöðum
og slegið á sama tíma og rýgresið.
1. tafla. Meðaluppskera í tilraunum með samanburð á yrkjum af fjölæru rýgresi, þe. hkg/ha, meðaltal 6 yrkja
nema 3 yrkja á öðru uppskeruári á Þorvaldseyri. Einnig eru sýnd uppskera vallarfoxgrass á Sámsstöðum.
Slegið, dags. l.sl. 2. sl. 3. sl. Alls
Fyrra uppskeruár
Korpu 19.6., 23.7., 30.8. 61,2 21,4 26,8 109,4
Sámsstöðum 12.6., 16.7., 29.8. 44,8 30,8 25,4 101,0
Þorvaldseyri 12.6., 11.7., 2.9. 47,6 11,3 40,4 99,3
Möðruvöllum 2.7., 19.8. 47,8 36,9 84,6
Seinna uppskeruár
Korpu 23.6., 23.7., 28.8. 26,4 25,4 16,6 68,4
Sámsstöðum 2.7., 19.8. 17,2 41,6 58,8
Þorvaldseyri 23.6., 25.8. 17,4 54,1 71,4
Möðruvöllum 9.7., 15.9. 52,2 41,3 93,4
Adda vallarfoxgras á Sámsstöðum
.1996 28,8 27,8 10,8 67,5
1997 51,8 20,6 72,5
2. tafla. Uppskera 6 yrkja í tilraunum með samanburð á yrkjum af fjölæru rýgresi, þe. hkg/ha, meðaltal þriggja
tilrauna á Suðurlandi og uppskera alls á Möðruvöllum. Á 2. uppskeruári vantaði uppskeru 3 yrkja á Þorvaldseyri
og var meðaltal metið með aðferð minnstu kvaðrata.
Fyrra uppskeruár Seinna uppskeruár Möðruvöllum
l.sl. 2. sl. 3. sl. Alls l.sl. 2. (og 3.) sl. Alls 1997 1998
Svea 56,6 18,8 33,2 108,6 27,4 41,1 68,5 96,2 102,4
Liprinta 52,7 21,1 29,5 103,4 21,2 43,9 65,1 77,6 89,6
Lilora 51,5 20,4 31,1 102,9 19,7 45,7 65,4 73,2 78,5
Einar 53,3 20,4 29,9 103,5 21,6 43,0 64,6 81.8 106,5
Baristra 46,6 23,2 31,6 101,4 17,1 47,9 65,1 92,8 88,9
Tetramax 46,5 23,4 29,8 99,7 14,9 46,1 61,0 86,2 94,8
Það sem mesta athygli vekur er hin mikla uppskera sem fæst á fyrsta uppskeruári, all-
noklcru fyrr en algengt er að sláttur hefjist. í tilraununum þrem á Suðurlandi eru það um fimm
tonn þurrefnis á hektara um miðjan júní. Eftir 1. sl. heldur sprettan áfram af fullum krafti og
fengust tveir góðir slættir eftir þetta. Þó fór spretta seint af stað eftir slátt 12.6. á Þorvaldseyri,
þurrkar voru um vorið og héldu þeir áfram fram í júlí, en jarðvegurinn grófur.
Annað sem vekur athygli er að Svea gefur nokkru meiri uppskeru en önnur yrki. Einkum
hefur það yfirburði í 1. sl., en í 2. sl. eru tvö ferlitna yrkjanna uppskerumest. Er þetta dæmi
þess að rýgresisyrki eru misfljót til. Þessi munur er mjög áberandi þegar rýgresi er seint til
eins og á Sámsstöðum og Þorvaldseyri á 2. ári, yfirburðir Svea geta þá virst miklir.
Yrkismunur var nolckuð breytilegur milli tilrauna, en röð yrkja þó lítið breytileg. Hann var