Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 312
304
veturinn (0strem 1998). Ef þessum skilyrðum er fullnægt ætti rýgresi að skila góðri og mikilli
uppskeru á fyrsta ári, oítast á undan öðru túni, og verulegar líkur eru á að það geti gefið góðar
nytjar í eitt eða fleiri sumur í viðbót.
RÆKTIJNARTILRAUNIR
Þegar sú niðurstaða var fengin að fjölært rýgresi gæti gefist ágætlega hér á landi vöknuðu
ýmsar spurningar um nýtingu þess sem ástæða er til að svara með tilraunum. Hvað gefur það
af sér sáðárið og hvernig á að sá því, t.d. með skjólsáði? Gert hefur verið ráð fyrir því að fjöl-
ært rýgresi yrði fyrst og fremst notað í fremur örum sáðskiptum með byggi. Einnig fóru fljótt
að heyrast spumingar um hvort ekki mætti sá því með einæru rýgresi, þetta væri hvort sem er
svo líkt gras. Það er ffemur ólíklegt vegna þess hve einært rýgresi vex þétt, en þó þótti
nauðsynlegt að prófa það. I Hollandi lærði ég þá kenningu fyrir 20 árum að rýgresi ætti að slá
þegar uppskeran væri um 20 hkg/ha af þurrefni þótt svo tíður sláttur dragi úr uppskem. Svo er
það forþurrkað og hirt í vothey. Það á helst ekki að liggja nema í sólarhring, eða slegið að
morgni og hirt að kvöldi næsta dags. Samkvæmt þessu hefði hér átt að slá rýgresið fjórum
sinnum á fvrsta ári nema e.t.v. á Möðruvöllum, og þríslá í hin skiptin. Með beit er rýgresið
jafnvei nytjað oftar. Rýgresi svarar áburði vel og hægt er að stjórna sprettunni yfir sumarið
með skiptingu áburðarins án þess að það hafi veruleg áhrif á heildaruppskeru (Prins o.fl.
1980, Morrison 1980). Vorið 1998 hófust tvær tilraunir á Korpu til að svara sumum þessara
spurninga. Auk þess hefur rýgresi verið sáð í blöndu með smára, bæði rauðsmára og hvít-
smára, en ekki verður sagt frá þeim tilraunum hér.
I tilraun nr 764-98 var rýgresi sáð með og án byggs. Rýgresi án byggs var slegið urn
haustið. Ahrif skjólsáðs á rýgresi vom mæld árið eftir. Þá var rýgresið slegið eftir fjórum mis-
munandi sláttukerfum. I þessari' og næstu tilraun var sáð bæði Svea (2n) og Baristra (4n). í
þessari tilraun var einnig tilraunaliður án skjólsáðs með blöndu þessara yrkja. Það mun vera
nokkuð algengt erlendis að rækta blöndu tvílitna og ferlitna rýgresis. Ferlitna rýgresi gefur
betra fóður, en tvílitna rýgresi er þolnara og gefur sterkari svörð. í blöndunni telja memt sig
geta sameinað þessa kosti að einhverju marki. Ekki var reynt að meta hlutföll yrkja í sverð-
inum og því fengust ekki upplýsingar um gildi þessarar blöndu.
Sáð var 26. maí, 24 til 32 dögum seinna en í aðrar tilraunir með kom á Korpu. Bygg og
áburður var fellt niður með sáðvélinni eins og venja er í komtilraunum. Rýgresinu var sáð
ofan á á effir og valtað. Borið var saman mismunandi sáðmagn af byggi, 120, 160 og 200
kg/ha, með tilliti til hugsanlegra áhrifa á grasið ef kornið yrði of þétt. Komið var þó alls
staðar svo gisið að birtan náði vel niður í svörðinn. Kornið var skorið 15. sept. og var upp-
skeran 21.6 hkg/ha af þurrefni, mun minni en í öðram tilraunum á Korpu. Sáðmagn koms
hafði lítil áhrif, kornuppskeran var þó minnst þar sem sáðmagnið var minnst.
I tilraun nr 765-98 var rýgresi sáð með og án einærs rýgresis. Tilraunin var við enda
hinnar og sáð sama daginn, en áburði dreift ofan á. Áburður var 60 kg/ha af N í Græði la (12-
19-19). Notað var Barspectra sem er sumareinært rýgresi (westerwoldískt). Fyrirsjáanlegt
þótti að fjölært rýgresi gæti átt erfitt uppdráttar með einæru rýgresi vegna þess hvað það vex
þétt. Þess vegna var prófað að draga úr sáðmagni þess, allt niður í þriðjung, sáðmagn var 12,
24 og 36 kg/ha af einæru rýgresi. Rýgresi án skjólsáðs var slegið með tvennum hætti, annars
vegar einslegið 1. sept. eins og talið var henta fjölæru rýgresi, hins vegar tvíslegið á sama
tíma og einæra rýgresið, 18. ágúst og 21. sept.
Uppskera sádárid
Niðurstöður uppskemmælinga í tilraun nr 765-98 koma fram í 5. og 6. töflu. í 5. töflu koma
fram áhrif sáðmagns og sláttumeðferðar og í 6. töflu mismunur yrkja.