Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 59
51
Þetta norska gæðakerfi á að verða heilsteypt gæðakerfi, sem tekur til allrar framleiðslu á
hverju býli fyrir sig. Lagðar eru til grundvallar ákveðnar lágmarkskröfur um skráningu, en út-
færsla og uppsetning kerfisins er á ábyrgð hvers bónda. Ákveðnir þættir virðast ennþá vera
óljósir, s.s. hvemig útfæra á eftirlit með kerfinu.
HVAÐ BER AÐ LEGG.TA ÁHERSLU Á?
Raunsœtt mar
• Raunsætt mat á möguleikum og hugsanlegum ávinningi af gæðastýringu er nauðsynlegt. Gæða-
stýringin veldur ekki byltingu hjá fýrirtækjunum. Hún er engin töfralausn, en með henni verður
starfsemin markvissari. Menn verða að hafa í huga að það er langtímaverkefni að koma á öfl-
ugri gæðastýringu.
• I markmiðum og öllum lýsingum á skipulagi, vinnuferium og afurðum verður að taka mið af
veruleikanum, en ekki óskhyggju. Það á ekki að lýsa því hvernig menn viidu helst hafa hlutina,
heldur því hvernig þeir eru. Ef þetta er haft í huga sparast mikill tími sem annars færi í að
endurskrifa gæðaskjöl.
• Það á eingöngu að lýsa því sem er framkvæmanlegt og framkvæma það! Ef eitthvað er óffam-
kvæmanlegt þá á að breyta leiðbeiningunum en ekki hunsa þær.
Einfalt kerji
• Það er mjög mikilvægt að hafa gæðakerfið eins einfalt og mögulegt er.
• Skynsamlegt er að byggja á þeim skráningum sem til eru hjá fyrirtækinu. Lagfæra það sem er
fyrir, en ekki henda því. Skráningum skal haida í Iágmarki. Það er fljótlegt að bæta við skrán-
ingum, tímaffekt að ffamkvæma þær og nær útilokað að afnema þær!
• Við lýsingu á vinnuferlum o.þ.h. á aðeins að skrifa það sem er nauðsynlegt, myndir eru betri en
texti. Einfalt eyðublað er betra en eyðublað með leiðbeiningum, en það er aftur betra en skrif-
legur leiðarvísir. Lagfæringar á skjölum og eyðublöðum verða að vera fljótlegar og auðveldar í
framkvæmd tii þess að draga ekki úr sveigjanleika fyrirtækja.
• Mikið skýrsluhald er nú þegar á mörgum býlum. Það er afar mikilvægt að byggja á því. Við það
sparast ekki aðeins fjármunir heldur verður gæðakerfið eðlileg viðbót við aðra starfsemi fyrir-
tækisins.
Markvissl eftirlit
• Innra eftirlit er nauðsynlegt. Reglulega þarf að fara í gegnum allan vinnsluferilinn og allar
skráningar lið fyrir lið.
• Utanaðkomandi eftirlit er einnig nauðsynlegt, því oft verða menn ónæmir fyrir göllum á eigin
framleiðslu. Af sömu ástæðu er heppilegt að utanaðkomandi eftirlit sé ekki alltaf framkvæmt af
sama aðila. Tíðar og stuttar heimsóknir eru árangursríkari en fáar viðamiklar heimsóknir.
• Nú þegar veita ráðunautar og dýralæknar ýmis konar faglega ráðgjöf í íslenskum landbúnaði.
Það getur verið kostur ef þeir sjá um eftirlitsþáttinn, þar sem þeir þekkja búgreinina. Það háir
t.d. ISO-kerfinu að venjulega er ekki völ á úttektarmönnum sem eru sérfræðingar á sviði viö-
komandi fyrirtækis. Ákveðin hætta er samt á ferðum. Ráðunautar og dýralæknar gætu orðið
eftirlitsaðilar með sjálfum sér! Það getur reynst erfitt að vera dómari í eigin sök.
LOKAORÐ
Eins og aðrar framleiðslugreinar starfar íslenskur landbúnaður eftir ótal lögum og reglu-
gerðum, sem sífellt verða flóknari og viðameiri. í því umhverfi er ekki hægt til lengdar að
reka framleiðslufyrirtæki, nema með skipulegum og öguðum vinnubrögðum. Með öðrum
orðum þá verða fýrirtækin að taka upp markvissa framleiðslu- og gæðastýringu.
Fyrirtæki í íslenskum landbúnaði eru flestöll mjög lítil. Gæðakerfi hjá litlum fýrirtækjum
verða að vera sveigjanleg, einföld og ódýr. Annars er hætta á því að þau sligi fyrirtækin.