Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 166
158
RHÐUNRUTRfUNDUR 2000
Efnainnihald í mjólk
Bragi Líndal Olafsson
Jóhannes Sveinbjörnsson
og
Emma Eyþórsdóttir
Rarmsóknastofnun landb únaöarms
INNGANGUR
Efnainnihald í kúamjólk hefur verið nokkuð til umfjöllunar hérlendis að undanfömu. Því
valda áhyggjur mjólkuriðnaðarins og bænda af lækkandi próteininnihaldi mjólkur, svo og
almennur næringarffæðilegur áhugi og vangaveltur tengdar hugsanlegum innflutningi á
erlendu kúakyni. í grein í Bændablaðinu þann 7. desember 1999 röktum við ýmsa þætti er
snerta efnainnihald mjólkur. Eftirfarandi erindi er að hluta til endurtekning á því sem þar kom
fram, en tækifærið viljum við þó nota til að gera þá mynd ítarlegri. Tilgangurinn er að stuðla
að enn frekari umræðu og aukinni þekkingu á þessu mikilvæga málefiii. Jafnframt er þetta
yfirlit hugsað sem undirbúningur að rannsóknaverkefni um efnainnihald mjólkur sem Rala og
Landbúnaðarháskólinn leitast nú við að koma á laggimar í samvinnu við Samtök afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði og vonandi fleiri aðila.
BREYTT NEYSLUMYNSTUR
Stærstur hluti mjólkur er vatn, en þurrefni mjólkurinnar, sem algengt er að sé 12-13% hjá
mörgum kúakynjum, samanstendur að stærstum hluta af fitu, próteini og mjólkursykri, auk
steinefna og annarra efha í smærri stíl. Verðmæti mjólkurinnar fer eftir notkun hennar og er i
töluverðum mæli háð hlutfóllum mjólkurefiia. Á undanfomum árum hefur verðgildi fitu
minnkað, en verðgildi próteins aukist að sama skapi vegna aukinnar neyslu á fitusnauðum og
próteinríkum afurðum úr mjólk. Því skiptir hlutfall próteins og prótein/fitu hlutfall í inn-
veginni mjólk miklu máli fyrir vinnsluverðmæti mjólkurinnar, sem hefur áhrif á afkomu bæði
afurðastöðva og bænda. Á það verður hins vegar að benda að sama staða blasir ekki endilega
við vinnslustöðinni og bóndanum. Það er samspil milli nythæðar og samsetningar mjólkur.
Þannig getur ffamleiðsla kýrinnar t.d. á próteini aukist á hverja einingu fóðurs ef nytin eykst,
þó próteinhlutfall standi í stað eða jafnvel lækki. Hagkvæmni hjá afurðastöðinni er hins vegar
fyrst og fremst háð samsetningu mjólkurinnar.
MINNKANDI PRÓTEIN í MJÓLK
Ef skoðaðar eru tölur um samsetningu innveginnar mjólkur á landsvísu á árunum 1987-1998
(1. mynd) sést að próteinhlutfall hefur lækkað jafnt og þétt úr 3,44 í 3,26. Fituhlutfallið hefitr
sveiflast lítillega í kringum fjögur prósentin. Það hækkaði nokkuð 1989-93, en var 1995-98
um 3,95, eða svipað og fýrir 1989. Til fróðleiks má nefna að samkvæmt kúaskýrslum hafa
norsku rauðu kýrnar, sem mikið hefur verið rætt og ritað um, haft síðustu árin örlítið hærri
fituprósentu (kringum 4,05) og eilítið lægri próteinprósentu, eða um 3,20 (Buskap 4/1998).