Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 296
288
RfiBUNflUTflFUIVDUR 2003
Tækni við fóðrun mjólkurkúa - þörf íyrir átpláss
Lárus Pétursson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Og
Snorri Sigurðsson
Landssambandi kúahœnda
INNGANGUR
Að undanfömu hefur fjöldi svokallaðra legubásafjósa aukist talsvert hér á landi og í tengslum
við það hafa framsæknir kúabændur í auknum mæli tileinkað sér nútíma tæknivæðingu við
fóðrun í slíkum fjósum. tækni sem útbreidd er í nágrannalöndunum, s.s. samkeyranlegur fóð-
urgangur (t.d. Weelink), færibandafóðurgangur (Strangko) og annar sambærilegur búnaður. í
tengslum við það hefur verið nokkur umræða um hvaða kröfur þurfi að gera um hlutfallslegan
fjölda átplássa í slíkum fjósum, 0g hefur m.a. verið gerð breyting á hérlendri reglugerð um
aðbúnað nautgripa þar sem mörkin eru sett.
í þessu erindi er reynt að útskýra hvers vegna það getur verið breytilegt hvaða kröfur þarf
að gera og hvaða forsendur liggja að baki. Vonandi verður það til þess að auka einhverjum
skilning á því hvers vegna ekki er sjálfgefið að allar kýmar þurfi að geta étið í einu.
GAMLI TÍMINN - NÚTÍMINN
Öldum saman hefur innistaða á vetrum verið í ýmsum grundvallaratriðum óbreytt, fram undir
þetta. Kýmar hafa verið bundnar á básum, þangað sem þeim hefur borist þjónusta, t.d. í formi
fóðrunar, mjalta og þrifa. Til hagræðingar hafa menn kosið að inna alla þjónustu af hendi á
ákveðnum tímum dagsins, t.d. kvölds og morgna, og gripimir verið afskiptalitlir þess á milli.
Öll þróun sem orðið hefur, byggir mikið til á því að þessu fyrirkomulagi sé við haldið og
þeirri hugmyndafræði sem það byggir á. Við höfum fengið steinsteypu, stálgrindahús eða lím-
tré í staðinn fyrir spýtur, torf og gijót. Við höfum fengið breiða vélgenga fóðurganga í stað
jata og meisa. Við höfum fengið rimla og ristaflóra. Við höfum fengið betri innréttingar,
brynningu og loftræstingu. Við höfum fengið mjaltafötur og rörmjaltakerfi. Við höfum fengið
þetta og fengið hitt, án þess að breyta hugmyndafræðilegu skipulagi. Af þessu fyrirkomulagi
leiðir eðlilega að allar kýrnar gera í stómm dráttum alltaf það sama, allar í einu. Þær éta allar í
einu, liggja allar í einu, jórtra allar í einu og em mjólkaðar allar í „einu“. Ekkert nema gott um
það að segja.
Á seinni hluta tuttugustu aldar hefur ný fjósgerð rutt sér til rúms, þ.e.a.s. lausagönguQós.
Eins og oft er þegar nýjar tæknilausnir koma fram, þá getur verið nokkur vegur frá því að góð
hugmynd kemur fram og þar til hún hefur þróast yfir í góða lausn. Þannig er með lausagöngu-
fjós líka, og þó að sú fjósgerð hafi fljótlega náð nokkurri útbreiðslu, þá er það þó ekki fyrr en
á allra síðustu árum sem segja má að lausagöngufjós séu að verða alls ráðandi þegar byggt er
nýtt. Nú segjum við líka frekar „legubásafjós“, einfaldlega vegna þess að reynslan hefur sýnt
að legubásar eru lykilatriði í hönnun slíkra §ósa.