Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 67
59
Öllum sem flytja inn eða framleiða áburð ber að gefa Aðfangaeftirlitinu upplýsingar um
sölu hans og magn þess kadmíums sem flutt hefur verið inn. Samkvæmt núgildandi reglugerð
skal vera minna en 50 mg kadmíum í hveiju kílói fosfórs (P), en væntanleg er ný reglugerð
þar sem þessi mörk eru lækkuð í 10 mg Cd/kg P. Frumrit af yfirlýsingu um Cd-innihald ólíf-
ræns áburðar þarf að liggja fyrir áður en sala hefst og auk þess á samsvarandi yfirlýsing að
fylgja tollskjölum hverrar einstakrar vörusendingar við innflutning og á öllum heildsölu-
stigum og hefur kaupandi rétt á að sjá hana. Notkun nokkurra annarra efna í áburði er talin
óæskileg og takmörkuð þ.á.m. notkun urea (þvageftiis) og klórs.
Lífrænn áburður telst sá áburður sem er einungis úr dýra- eða jurtaríki og hefur beint
áburðargildi umfrarn önnur jákvæð áhrif sem kunna að skapast fyrir vöxt plantna. Hann þarf
að innihalda a.m.k. 40% lífrænt efni í þurrefni. Allar vörur sem innihalda seyru, búfjáráburð.
lífrænan úrgang og skyld efni ber að skrá hjá Aðfangaeftirlitinu og meðhöndla þannig að ekki
valdi smithættu. Til að mega nota seyru að hluta eða að öllu leyti í áburð eða jarðvegsbætandi
efni skal seyran fyrst hafa hlotið viðurkenningu til slíkra nota af viðkomandi heilbrigðisyfir-
völdum. Rétt er að vekja athygli á að skv. lögum nr 25/1993 og breytingu á þeim er bannað
að fljtja inn húsdýraáburð og önnur ámóta efni, vegna hættu á að með honum berist dýrasjúk-
dómar. Landbúnaðarráðuneytið getur að höfðu samráði við Aðfangaeftirlitið ákveðið gæða-
mörk fyrir vörur sem falla undir verksvið eftirlitsins og unnar eru úr úrgangsefnum.
FÓÐUR
Markmiðið með eftirliti er að á markaðinum sé ávallt heilnæmt fóður til framleiðslu heil-
næmra afurða á hagkvæman hátt, þar sem sérstakt tillit er tekið til umhverfisþátta og heil-
brigðis dýranna sem neyta fóðursins og fólksins sem neytir búfjárafurðanna sem framleiddar
eru af fóðrinu. Hafa ber í huga í þessu sambandi að fóður mengar, en búfé ekki.
Eftirlit með fóðri er bundið í reglugerð nr 650/1994, ásamt áorðnum breytingum, og eins
og með sáðvöru og áburð er það hlutverk Aðfangaeftirlitsins að sjá um ffamkvæmd hennar.
Skráning þeirra sem flytja inn eða framleiða fóðurvörur og þess fóðurs sem fer á markað er í
samræmi við það sem lýst er hér að framan. Eftirlit með fóðrinu felst síðan einkum í því að
ganga úr skugga um að farið sé að ákvæðum reglugerðarinnar. Það er gert með úrtakseftirliti
þar sem tekin eru sýni, en auk þess hafa fulltrúar Aðfangaeftirlitsins aðgang að tækjum og
öðrum búnaði sem notaður er við framleiðslu, geymslu, flutning og/eða sölu á fóðurvörum,
þ.m.t. bókhaldi sem sýnir kaup, sölu og birgðir fóður\rara.
Aðfangaeftirlitið hefur sérstakt eftirlit með óæskilegum efnum í fóðri og efnum sem að-
eins má nota í takmörkuðum mæli. Þetta á við um flest aukefni sem notuð eru og forblöndur
þeirra. Styrkleiki þessara aukefna í forblöndunum er yfirleitt meiri en leyfilegt er að gefa
skepnunum beint og verður því að blanda þeim í annað fóður. Á þessu ári taka gildi hér á
landi nýjar reglur um fóður og eftirlit með því sem hafa í för með sér talsverðar breytingar á
innflutningi og framleiðslu fóðurs. Meðal þess sem þá breytist er að reglur um það hverjum
má selja hvaða fóður verða hertar, þannig að til þess að mega framleiða eða versla með þessar
vörur þurfa þeir sem þess óska að uppfylla viss skilyrði og sækja um skráningu til Aðfanga-
eftirlitsins. Áður en skráning fer fram mun Aðfangaeftirlitið taka út starfsemi umsækjanda og
ganga úr skugga um að hann fari eftir þeim reglum sem í gildi eru á hverjum tíma og uppfylli
þau skilyrði sem sett eru í reglugerðinni. Til dæmis má nefna að innflytjendur og fóðurffam-
leiðendur munu ekki geta selt forblöndur sem innihalda ýmis steinefni, vítamín og óæskileg
efni yfir ákveðnum mörkum beint til bænda, nema bændumir hafi verið skráðir og fengið
leyfi hjá Aðfangaeftirlitinu til fóðurblöndunar.