Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 66
58
SÁÐVARA
Eftirlit með sáðvöru byggist á reglugerð nr 301 frá 1995 og breytingu á henni nr 202 frá 1996.
Hlutverk Aðfangaeftirlitsins er að sjá um að ákvæðum þessara reglugerða sé framfylgt og
gefa út innflutningsheimildir fyrir sáðvöru sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í reglu-
gerðinni. Undir þessar reglugerðir fellur allt nytjajurtafræ sem ætlað er til garðræktar, tún-
ræktar, grasflatagerðar, grænfóðurræktar, komræktar, landgræðslu, iðnaðar eða til frekari ffæ-
ræktar og er undir opinberu gæðaeftirliti. Nánast eina sáðvaran sem er undanskilin er ffæ til
trjá- og skógræktar. Þeir sem versla með sáðvöru verða að fá viðurkenningu Aðfangaeffir-
litsins til þess. Sáðvaran sem þeir flytja inn verður síðan að uppfylla þau skilyrði sem sett eru
í reglugerðinni um gæði og vera á lista yfir viðurkenndar tegundir til að hana megi selja hér á
landi. Aðfangaeftirlitið á að koma í veg fyrir að sáðvara sem ekki uppfyllir þessi skilyrði fari
á markað og vernda þannig hagsmuni bænda og annarra sem sáðvöruna nota. Ekki hefiir þó
verið gefm út neinn opinber listi yfir sáðvöru hér á landi, en í staðinn er stuðst við lista sem
RALA gefur út árlega í samvinnu við Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins yfir yrki sem mælt er með að nota hér á landi.
Mikilvægt er að sáðvaran sé rétt og vel merkt. Allar pakkningar eiga að vera með vöru-
lýsingu. Sé hún ekki á íslensku skal íslensk þýðing fylgja með við sölu. Bændur eiga að geta
fengið upplýsingar um hvaða afbrigði þeir eru að kaupa, spírun og hreinleika frá sölu-
aðilanum, því ekki er veitt innflutningsheimild fyrir sáðvöru nema þessar upplýsingar liggi
fyrir.
Aðfangaeftirlitið sér einnig um eftirlit með innlendri sáðvöruframleiðslu. Aðeins er leyfi-
legt að framleiða og markaðssetja innlenda sáðvöru sem er af stofni tilgreindum á sáðvöru-
lista. Hér er stuðst við framangreindan lista RALA. Þó er hægt að viðurkenna garðyrkjuffæ
sem er ætlað til útflutnings til EES landa, enda sé leyfilegt að nota umræddan stofn í inn-
flutningslandinu.
ÁBURÐUR
Reglugerð nr 301 frá 1995 ásamt áorðnum breytingum fjallar m.a. um eftirlit með áburði og
jarðvegsbætandi efnum.
Þeir sem vilja flytja inn eða framleiða hér á landi áburð eða jarðvegsbætandi efni verða
að tilkynna það til Aðfangaeftirlitsins. Öll þessi efni þarf að skrá hjá því áður en kynning,
dreifing og sala hefst og sett það skilyrði að hægt sé að sanna eiginleika og gagnsemi þeirra
við sölu. Þannig má t.d. enginn auglýsa eða kynna á annan hátt áburð til sölu hér á landi nema
hann hafi áður skráð hann hjá Aðfangaeftirlitinu og framvísi fullnægjandi skjölum um eigin-
leika og gagnsemi hans.
Merkja ber áburð og jarðvegsbætandi efni greinilega með vörulýsingu, þar sem m.a.
koma fram auðkenni, vörutegund, innihald virkra efna, þungi eða rúmtak, ásamt upplýsingum
um framleiðanda og innflytjanda. Merkingar og texti á hugsanlegum fylgiseðlum eiga að vera
á íslensku. Miðar eða umbúðamerkingar með tilskyldum vörulýsingum verða að sjást vel,
vörulýsingamar eiga að vera vel læsilegar og óafmáanlegar. Ef merking á umbúðum er ekki á
íslensku skal tryggja kaupanda tilsvarandi upplýsingar á fylgiseðli á íslensku. Fylgiseðlar með
lausri vöru skulu alltaf vera á íslensku. Eins og áður er getið er það síðan eitt af verkefnum
Aðfangaeftirlitsins að fylgjast með því að þessar merkingar séu réttar og að varan sé í sam-
ræmi við þær. Mikilvægt er að bændur og aðrir þeir sem nota áburð og jarðvegsbætandi efni
fylgist vel með að sá áburður sem þeim er boðinn til kaups sé rétt merktur, þeir kaupi ekki
áburð af þeim aðilum sem bijóta þessar reglur og tilkynni þá til Aðfangaeftirlitsins.