Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 169
161
ERFÐAFRÆÐI MJÓLKURPRÓTEINA
Ákveðinn erfðavísir stýrir
myndun hverrar prótein-
gerðar og arfgerð skepn-
unnar er þannig afgerandi
íyrir gerð próteinanna. I 1.
töflu er yfirlit um eiginleika
og styrk helstu mjólkur-
próteina í kúamjólk. ásamt
fjölda gerða sem þekktar
eru fyrir hvert prótein (Lin
o.fl. 1992, eftir Eigel o.fl.
1984). Munur á milli
próteingerðanna er yfirleitt
fólginn í breytingum á
amínósýrum í einu til þremur sætum en lítið er um úrfellingar eða viðbætur.
Erfðabreytileiki mjólkurpróteina hefur verið mjög mikið rannsakaður í erlendum kúa-
kynjum í þeim tilgangi að reyna að finna samhengi milli framleiðslueiginleika og einstakra
arfgerða.
Breytileiki innan ólíkra kúakynja er töluvert mismunandi og eru sumar próteingerðimar
afar sjaldgæfar eða ekki til í mörgum ræktuðum kynjum. Breytileiki í as2-kaseini er til dæmis
ekki fyrir hendi í flestum vestrænum kúakynjum og er A-gerðin með yfirgnæfandi tíðni.
Breytileiki í laktalbumini er einnig sjaldgæfur. Mestar rannsóknir hafa verið gerðar á Hols-
tein-Friesian kúm í ýmsum löndum og í þeim er asl-kasein B með yfirgnæfandi tíðni, p-
kasein A1 og A2 hafa háa tíðni (hlutföll nokkuð mismunandi) sem og laktoglobulin B. k-
kasein A hefur hærri tíðni (0,7-0,8) í HF kyninu en B gerðin. Gömul kúakyn sem ekki eru
eins þaulræktuð sýna oft aðra erfðavísatíðni, t.d. Jersey og ýmis kyn ættuð úr þýsku ölpunum
(Freyer o.fl. 1999, Ortner o.fl. 1995, Erhardt 1993). í þessum kynjum fmnst oft hærri tíðni k-
kaseins B og tíðni 13-kaseins A2 er einnig ívið hærri en í kynjum sem eru ræktuð út úr Hols-
tein-Friesian. Tíðni mjólkurprótein-erfðavísa í íslenskum kúm hefur verið könnuð í rannsókn
á skyldleika norrænna kúakynja og þar kom fram erfðavísatíðni sem er nær gömlu kynjunum
í Evrópu en stóru ræktuðu kynjunum. í 2. töflu er sýnd erfðavísatíðni fý'rir próteingerðum í
nokkrum kúakvnjum (Lien o.fl. 1999, Ortner o.fl. 1995, Lin o.fl. 1992). Sérstakar prótein-
gerðir koma fyrir í sumum kynjum, t.d. er K-kasein E nær eingöngu bundið við Ayshire kynið
og er þaðan komið yfir í NRF og sænsku kúakynin. P-Laktoglobulin C kemur aðallega fyrir í
Jersey kyninu víða í heiminum, en tíðni þess er mjög lág í Danmörku og kemur ekki fram í 2.
töflu.
Kasein genin eru nátengd hverju öðru og erfast saman í pakka, þannig að arfgerð eins
sætis er háð hinum sætunum. Erfðavísamir hafa verið kortlagðir og eru allir á tiltölulega litlu
svæði á litningi 6 í nautgripum. Vegna þessara tengsla er tíðni heildararfgerða (tekið tillit til
allra kasein-sætanna í einu) yfirleitt frábrugðin því sem búast mætti við út frá erfðavísa-
tíðninni einni. Ákveðnar samsetningar erfast saman og koma oftar fyrir en aðrar. Af þessum
sökum er í raun nauðsynlegt að líta arfgerðina í heild þegar könnuð eru erfðaáhrif á mjólkur-
eiginleika.
Erlendar rannsóknir hafa bæði litið á einstök sæti og heildararfgerð. Þegar litið er á eins-
taka erfðavísa eru niðurstöður ekki alltaf samhljóða en helstu vísbendingar eru þær að B-sam-
sætan í asl-kasein sætinu, A2 í þ-kasein sætinu og B-samsætan í K-kasein sætinu hafi allar
1. tafla. Stærð og breytileiki helstu próteina í kúamjólk. Listi yfír prótein-
gerðir er ekki tæmandi en algengustu gerðir eru feitletraðar.
Prótein Þungi sameindar xlO3 Lengd (fjöldi (amínósýra) Styrkur (g/1) Gerðir
Kasein asl-kasein 23,6 199 10,0 A,B,C,D,E
as2-kasein 25,2 207 2,6 A,B,C,D
p-kasein 23,9 209 9,3 A1,A2,A3,B,C,E
K-kasein 19,0 169 3,3 A,B
Mysuprótein a-lactalbumin 14,1 123 1,2 A,B
P-laktoglobulin 18,3 162 3,2 A,B,C,D.E,F,G
Serum albumin 66,2 582 0,4 A