Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 123
115
• Líkur á að birki komist á legg eru meiri eftir því sem lúpínubreiður eru gisnari. Þar sem þéttleiki
lúpínubreiðanna ræðst m.a. af aldri þeirra og vaxtarskilyrðum eru meiri líkur á að birki komist á
Iegg meiri eftir því sem lúpínan er yngri. en minni eftir því sem vaxtarskilyrði henta lúpínunni
betur.
• Hægt er að auka líkur á að koma birki á legg í lúpínubreiðum með því að slá lúpínuna, plægja
hana niður eða opna breiðumar á annan hátt.
í erindinu verður fjallað um þessar tilraunir og nokkrar helstu niðurstöður þeirra.
AÐFERÐIR
Tilraunir voru gerðar á fjórum svæðum, í Heiðmörk við Reykjavík, Þjórsárdal, Svínafell í Ör-
æfum og á Hálsmelum í Fnjóskadal. Þessi svæði eiga það sameiginlegt að þar eru lúpínu-
breiður sem eru að stækka, en að öðru leyti eru skilyrði þar nokkuð mismunandi (1. tafla).
I. tafla. Lýsing tilraunasvæðanna.
Hálsmelar Heiðmörk Svínafell Þjórsárdalur
Hæð yfír sjó 190-210m 135-145 m Um 90 m 140-155m
Meðalársúrkomal) 490 mm 800 mm 1800 mm 1120 mm
Meðalhiti júní-septemberl) 9,0°C 9,3°C 9,2°C 9,1°C
Lúpínu fyrst komið á legg F>TÍr 1960 1970-1975 Upp úr 1979 Um 1960
Lýsing Jökulöldur með blásnum gróóur- litlum melum, en birki- og víðikjarri í dældum og á gróðurtorfum Að mestu blásnir, gróðurlitlir melar með stöku gróður- torfum á milli Flatlendir ár- og jökulaurar, með grófri möl og sandi í yfirborði Gróðuriitlir vikursandar á hrauni; hraun- grýti áberandi í yfirborði, sandfok algengt
1) Meðaltal áranna 1961-1990 á þeirri veðurstöð sem næst er tiiraunasvæðinu (upplýsingar frá Veðurstofú ís-
lands).
Á hveiju svæði voru skilgreindar 5 aðskildar spildur eða blokkir sem náðu frá
lúpínubreiðu, yfir jaðarinn og út á lítið gróið land þar fyrir utan. í hverri blokk voru lagðir út
tólf 5,5 m x 1,5 m reitir er skiptust jafht á milli lúpínubreiðunnar, jaðarsins og landsins fyrir
utan breiðuna. Helmingur reitanna í jöðrunum og lúpínubreiðunum var sleginn og lúpínu var
sáð í helming reitanna utan lúpínubreiðanna, en aðrir reitir látnir óhreyfðir. Birki var ýmist
sáð eða gróðursett í reitina og var meðferðum deilt tilviljanakennt niður á þá. Reitimir vora
slegnir á tímabilinu frá 29. júní - 8. júlí 1995, en þá var lúpínan í fullum blóma á öllum
svæðunum, nema Hálsmelunum. Þessi sláttutími var valinn með hliðsjón af rannsóknum
Bjama Diðriks Sigurðssonar o.fl. (1995) er sýndu að endurvöxtur lúpínu eftir slátt er mun
minni ef slegið er í síðari hluta júní og ffam í miðjan júlí heldur en sláttur fyrr eða síðar á
vaxtartímanum.
Birki var sáð og gróðursett í tilraunareitina haustið 1995. í hvem reit vora gróðursettar
tuttugu birkiplöntur eða sáð i 20 sáningarreiti með jöfnu millibili. Ástand gróðursettu
plantnanna var metið og hæð þeirra mæld, vor og haust, frá gróðursetningu og fram til 1998.
Þéttleiki og hæð lúpínunnar í tilraunareitunum, tegundasamsetning og svarðhæð vora mæld
1995 og 1997, auk þess sem blaðflatarhlutfall (e: leaf area index ) var mælt síðari hluta
sumars 1995-1997. í erindinu er fyrst og fremst fjallað um þann þátt er snýr að gróðursettum
plöntunum.