Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 297
289
I-IVAÐ BREYTIST?
í legubásafjósum eru kýmar lausar og að miklu leyti frjálsar að því að gera það sem þeim
sýnist, þegar þeim sýnist. Það er fyrst og fremst það sem er megin breyting á þeirra högum.
Nú er ekki lengur þörf á því að gera sömu hlutina allar í einu. Þær ættu þá að geta legið í
legubás þegar þær vilja og fengið sér að éta þegar þær vilja. Þá kemur að því hvernig þjónusta
við kýmar hefur breyst. Til þess að þær geti étið þegar þær vilja, þá þarf alltaf að vera að-
gangur að fóðri, og alltaf að jafn góðu fóðri. Krafan sem gerð er til bóndans er sem sagt sú, að
tryggja það að kýmar hafi aðgang að fersku fóðri allan sólarhringinn.
Rannsóknir hafa sýnt að kýr era eldcert mjög háðar því að fara allar á fætur á sama tíma
og allar „í háttinn11 á sama tíma. Hver kýr kemur sér upp sínum vanagangi, sem getur verið
öðravísi en hjá öllum hinum. Þannig kemst á ákveðið jafnvægi þar sem alltaf er einhver hluti
kúnna sem er í bás, einhver hluti að éta og einhver hluti að gera eitthvað annað. Kýr sem era
lágt settar í virðingaröð geta t.d. séð sér hag í því að haga sinni stundaskrá þannig að hún
skarist sem minnst við þær hæst settu, til þess að fá meiri frið fyrir þeim. Það skiptir ekki
höfuð máli í því sambandi hvort að ijöldi átplássa eða legubása er nægur. Ef kvígan Huppa
fer í taugamar á frekjunni Skjöldu, þá rekur Skjalda hana í burtu óháð því hvort pláss er fyrir
báðar eða ekki. Rétt er að taka fram að þó að svona atburðir virki svolítið fráhrindandi þá era
þeir alls ekki það tíðir að það réttlæti t.d. að hafa allar kýr alltaf bundnar, og reyndar hefur
ekki tekist að sýna fram á að þetta hafi neikvæð áhrif á þær sem lægra era settar. Þetta er hluti
af náttúrulegri hegðan hópsins, og það er margt sem bendir til þess að allar kýmar séu jafn
ánægðar með þessa skipan mála.
RAUNVERULEG ÞÖRF FYRIR ÁTPLÁSS
Þegar svo er komið að atferlisþættirnir era orðnir vel dreifðir yfir sólarhringinn, er í raun auð-
velt að koma við samnýtingu á flestum stöðum, þó háð því hversu miklum tíma kýmar verja
hlutfallslega á hverjum stað. Það þykir sjálfsagður hlutur að hafa sameiginleg drykkjarker, t.d.
eitt á hveijar 10 kýr, það þykir nóg að hafa einn kjamfóðurbás fyrir hverjar 20-25 kýr, ein
klóra getur dugað fyrir talsvert margar o.s.fh'. Sama gildir auðvitað um átpláss við gróffóðrið.
Það er svolítið misjafnt hversu miklum tíma kýrnar verja til áts á gróffóðri, háð gerð og
gæðum fóðursins, átþörf kýrinnar o.s.frv., en gróflega má reikna með að kýmar verji að með-
altali um fjórðungi af tímanum við gróffóðurát, sem þýðir að ef skipulagið innan hópsins væri
fullkomið og hægt væri að nýta átplássin 100% þá þyrfti ekki nema eitt átpláss fýrir hverjar
ijórar kýr. Það er auðvitað til of mikils ætlast að skipulagið sé svo fullkomið, og alltaf eru
einltverjar sveiflur, t.d. á milli dags og nætur og eins dregur það kýrnar svolítið að þegar fóðri
er bætt á, þannig að til þess að mæta því þarf að hafa heldur fleiri átpláss, og er oft miðað við
að nýtingin á átplássunum sé um 75% (3/4) sem þýðir að það passar að hafa eitt átpláss fyrir
hverjar þrjár kýr. Það er einmitt sú tala sem notuð er í reglugerðum flestra nágrannalanda
okkar, að því gefnu að það sé aðgangur að fóðri allan sólarhringinn. Auðvitað má segja sem
svo að til að tryggja að kýr hafi alltaf mjög greiðan aðgang að gróffóðri, megi hugsa sér að
gera kröfu um eitt átpláss fýrir hverjar tvær kýr, en það er engu að síður mjög ríflegt og allar
kröfur um átpláss umfram það era í raun og veru byggðar á misskilningi.
Á nákvæmlega sama hátt má segja að krafan um að hafa einn legubás fyrir hverja kú sé
óþörf líka þar sem hver kýr ver um 2/3 af tíma sínum i legubás og þó að nýtingin þar væri
bara 75% myndi samt duga að hafa 8 bása fyrir hverjar 9 kýr. Það er mjög nálægt þeim við-
miðunum sem stundum eru notuð, þ.e.a.s. að það sé óhætt að hafa 10-15% fleiri kýr í fjósinu
heldur en legubásarnir eru.