Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 48
40
Vökvun og áburdargjöf
Markmiðið gæti t.d. verið að bæta vökvun og áburðargjöf innan garðyrkjustöðvarinnar. Ein
ástæða fyrir þessu vali gæti t.d. verið sú að bara einn aðili innan stöðvarinnar kann að blanda
áburðarblönduna, sem getur komið sér mjög illa ef viðkomandi myndi forfallast af ein-
hverjum orsökum.
Fyrstu skrefm til að bæta hér úr gætu t.d. verið eftirfarandi: Að fara vandlega í gegnum
markmiðin með áburðargjöfinni og vökvuninni innan stöðvarinnar, svo og hveijir það eru
sem bera ábyrgð á að vökvun og áburðargjöf virki sem skyldi. Síðan myndu allir þeir sem
málið snertir ræða saman um hvaða þættir það séu sem eru mikilvægastir til að vökvun og
áburðargjöf virki sem best.
í lokavinnunni þyrfti m.a. að huga að eftirfarandi atriðum:
1. Setja saman forskrift að áburðarblöndu, annað hvort sjálfur eða með utanaðkomandi aðstoð. Á
forskriftinni þarf að koma fram fyrir hvaða tegund blandan er ætluð og hvaða þroskastig plantn-
anna. Ennfremur þarf styrkleiki blöndunnar að koma fram.
2. Útbúa leiðbeiningar varðandi blöndun áburðarlausnarinnar. Ihuga þarf vandlega hvernig staðið
er að blönduninni í dag. Að því loknu ætti að prófa leiðbeiningarnar á hentugum starfsmanni,
hvort hann fái skilið leiðbeiningarnar. Einnig þarf að kanna hvort viðkomandi fínni allt það sem
til þarf og að allur áburður sé vel merktur, svo ekki geti komið upp ruglingur.
3. Kanna þarf hvort einhverjir veikir hlekkir séu í vökvunarkerfinu, t.d. síur. Skrifaðar eru niður
leiðbeiningar um notkun búnaðarins og hvernig hann skuli athugaður.
4. íhuga þarf vandlega þá eftirlitsþætti sem eru nauðsynlegir á ræktunartímanum, t.d. mæling á
leiðnitölu og sýrustigi, hvenær æskilegt er að taka sýni o.s.frv. Útbúa þarf eða útvega hentug
eyðublöð, svo auðvelt sé að skrá niður það sem á sér stað á ræktunartímanum.
Hafl maður nú unnið sig í gegnum fyrmefhdar vinnureglur, í hverju mætti þá vænta að
það skilaði sér?:
1. Búið er að safna saman og útbúa góða forskrift að áburðarblöndu fyrir ræktunina.
2. Búið er að draga úr hættunni á skyndilegum sveiflum í sýrustigi og leiðnitölu og öðrum
óvæntum óvæntum uppákomum.
3. Búið er að dreifa þekkingu meðal starfsmanna og þar með auka ábyrgðartilfinningu þeirra.
4. Búið er að afla góðra gagna um gang ræktunarinnar, sem er góður grunnur fyrir greiningu og
áætlanagerð fyrir komandi ræktun.
5. Búið er að draga úr hættunni á mistökum eða óhöppum í stöðinni.
6. Búið er að auka möguleikana verulega á að komast áhyggjulaus í burtu og taka sér smá frí!
Plöntuvernd
Á ræktunartímanum er mjög mikilvægt að leita reglulega að sjúkdómum og meindýrum í allri
ræktuninni. Algengt er að sýkingar verði alvarlegastar þar sem sjaldnast er komið. Uppgötvist
óþrif einhvers staðar verður að grípa umsvifalaust til viðeigandi ráðstafana. Mikilvægt er þá
að ljóst sé hvað hverjum og einum beri að gera, til að koma í veg fyrir hugsanlegan mis-
skilning. Því fyrr sem gripið er inn í, því minna verður vandamálið. Samfara aukinni notkun
lífrænna varna er enn mikilvægara en áður að grípa nógu tímanlega inn í, svo nytjadýrin nái
að fylgja meindýrunum eftir. Þegar búið er að grípa til ákveðinna ráðstafana er í kjölfarið
mikilvægt að fylgjast vel með því að aðgerðimar skili þeim árangri sem til er ætlast. Sé ekki
svo verður að endurskoða aðgerðirnar, þ.e.a.s. fara verður í gegnum málið og leita skýringa á
hvers vegna aðgerðimar mistókust, til að þetta endurtaki sig ekki. Miklar Iíkur eru á að þar
sem upp hafa komið erfið sjúkdóma- og meindýratilfelli að ekki hafi verið fylgt nægilega vel
eftir einu eða fleirum fyrmefndra atriða.
Væri ætlunin að taka upp gæðastjómun varðandi plöntuvemd mætti hafa eftirfarandi at-
riði til hliðsjónar:
J