Ráðunautafundur - 15.02.2000, Blaðsíða 218
210
Takist vel til með fóðrun og uppeldi, ættum við að geta náð sambærilegum vexti hér-
lendis.
ÁRSHRINGRÁSIN Á BÚINU
Það dæmi sem hér skal tíundað er frá búi i Danmörku, þar sem feldkanínumar eru hafðar í
loðdýraskála. Læðumar em í refabúrum með hálm sem undirburð. Fyrsta got er í janúar og
læðan pöruð aftur 17 dögum eftir gotið. Hvolpamir eru svo færðir frá fjögurra vikna gamlir
og settir í búr eins og þeir fæddust í en án hálms, þó er þar kassi eins og þeir fæddust í með
hálmi. í botn refabúrsins er sett venjulegt hvolpanet íyrir mink. Þegar hreinsa þarf er auðvelt
að taka kassann út. Hvolpahópurinn er hafður saman til tveggja mánaða aldurs. Læður em
paraðar fyrst sex mánaða og notaðar til undaneldis í um eitt ár, á þeim tíma gjóta þær 4-5
sinnum. Hvolparnir úr fyrstu 4 gotunum ættu að ná feldþroska á pelsunartíma ársins, en
seinasta gotið er þá til að framleiða lífdýr, eða kynbótadýr til sölu.
Sú hringrás sem viðgengst á þessu búi er fær í Danmörku, sé fóðrun dýranna mjög góð.
Dýrin þar fá heilfóður, en hey og hálm sem viðbótarfóður. Hvolpamir em færðir frá 28 daga
gamlir, eða nokkm áður en læðan geldist alveg upp, til að stytta tímann í næsta got. Við okkar
aðstæður verður tíminn að leiða í ljós hvort þetta gengur, með hey sem stóran hluta uppeldis-
fóðursins. Einnig er hugsanlegt að það reynist of kalt hjá okkur í loðdýrahúsunum í janúar,
þannig að við náum kannski ekki eins mörgum gotum og Danir. Hugsanlega þurfum við að
leyfa hvolpunum að vera lengur hjá læðunum svo að þeir fái alla mjólkina, það breytir því þó
ekki að skynsamlegt er að reyna hvort framangreind leið sé fær.
S.1ÚKDÓMAR H.TÁ KANÍNUM
Við erum heppin því fáir sjúkdómar herja á kanínur á Islandi. Það á að fyrirbyggja kanínu-
sjúkdóma, því erfitt og dýrt getur verið að lækna þá. Flesta þeirra má rekja til lélegrar hús-
vistar, lélegrar umhirðu eða rangrar fóðrunar. Séu umhverfisþættir og aðbúnaður kanínanna
eins og best verður á kosið er oftast lítið um kvilla.
LÍFDÝRAVAL
Velja skal dýrin með dekksta og þéttasta feldinn. Kviður skal vera bjartur og skilin milli
brúna og hvita litarins sem skörpust. Velja skal stærstu og ffjósömustu læðumar og þess gætt
að hafa skyldleika ekki of mikinn. Dýr sem para skal saman mega ekki vera skyldari en svo
að þau eigi einn sameiginlegan afa eða ömmu. Velja skal til ásetnings dýr sem hafa hrausta
fætur, en það er eiginleiki sem erfist sterkt. Sá eiginleiki tengist bæði beinabyggingu afturfóta
og hárafari þar, svo og hve róleg dýrin eru. Rólegar og gæfar kanínur eru ákjósanlegar.
FELDKANÍNUSKINN
Eins og gefur að skilja eru feldkanínur ræktaðar m.t.t. skinngæða. Skinnið er silkimjúkt og
fallegt og er markaðurinn fyrir þau vaxandi, skv. heimildum frá danska uppboðshúsinu. Margt
kemur til álita við mat á skinngæðum. Mikilvægast er að kanínan hafi verið pelsuð á réttum
aldri og árstíma svo feldurinn sé þroskaður og hárin föst í hársekknum. Rex kanínur hafa
þroskaðan feld 7,5-8 mánaða gamlar og þurfa hvolparnir a.m.k. að ná þeim aldri á tímabilinu
ffá 1. nóvember til 15. mars. Á þeim tíma ættu feldgæði að geta orðið mest. Misstór skinn
hafa flokkast saman í búnt, bara ef þau hafa samskonar litaráferð. Það mun þó væntanlega
breytast þegar meira magn fer að koma á markað af þessum skinnum.