Ráðunautafundur


Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 311

Ráðunautafundur - 15.02.2000, Page 311
303 mátti telja reitina gott tún. Norðmenn höfðu ekki fundið yfirburði þessa númers. Þetta sýnir að það getur verið árangurs að vænta af kynbótum á fjölæru rýgresi fyrir íslenskar aðstæður. Vorið 1999 virtist rýgresið dautt á Möðruvöllum. en það náði sér á strik líkt og gerst hefur annars staðar. Mat á þekju frá 12. júlí virðist endurspegla mat frá vorinu 1998 og því hefur vart verið um nýtt dauðkal að ræða hjá hinum þolnari yrkjunum. REYNSLA BÆNDA Góður árangur tilrauna með rýgresisyrki tvo fyrstu vetuma spurðist út og vildu ýmsir bændur prófa. Þetta voru fremur mildir vetur og því þótti rétt að fara hægt í sakimar og hefur reynslan seinni vetuma tvo sýnt að efasemdirnar áttu nokkurn rétt á sér. Þó var ákveðið í ársbyrjun 1998 að flytja inn nokkurt magn af rýgresisfræi svo að áhugasamir bændur gætu kynnst þessu grasi. Svea, sem hefur reynst þolnast, var ekki fáanlegt nema í takmörkuðu magni. Rala flutti inn 100 kg af Svea og 100 kg af Baristra. Þessu fræi var skipt í 12 staði, þar af tvær tilrauna- stöðvar Rala, og keyptu bændurnir það fræ sem í boði var á kostnaðarverði. Enn fremur hafði Mjólkurfélag Reykjavíkur Baristra á boðstólum bæði 1998 og 1999 og má ætla að því hafi verið sáð í nokkra tugi hektara. Sú reynsla sem af því fæst verður þó e.t.v. ekki svo hagstæð sem skyldi því að Baristra stendur þolnustu yrkjunum nokkuð að baki hvað endingu varðar (4. tafla). Því rýgresi, sem Rala dreifði, var sáð á níu stöðum í tún þetta sumar og fengu a.m.k. sumir ágætar nytjar af rýgresinu þegar á fyrsta ári. Tíundi staðurinn er svo Korpa þar sem rýgresi var sáð í tilraunir. Veturinn var nokkuð harður og má segja að það hafi aukið gildi þessarar athugunar, það kom þá betur í ljós hvar rýgresið á erfitt uppdráttar. I stuttu máli sagt þá lifði rýgresið vel eða ágætlega á 5 stöðum, að hluta til á 2 og illa eða ekki á 3 stöðum. Það var á Selparti í Gaulverjabæjarhreppi, Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, Steinsholti í Gnúp- verjahreppi og Stóru-Ökrum í Blönduhlíð auk Korpu sem rýgresið lifði vel. Á Þorvaldseyri og í Stóra-Armóti lifði það að verulegu lejúi, en á Tannstaðabakka í Hrútafirði, Efra-Ási í Hjaltadal og Möðruvöllum í Hörgárdal (Miðmýri) lifði það illa eða ekki. Líklega var á þessum þrem stöðum sáð í land sem blotnar um of að vetrinum, og ekki er víst að fullreynt hafi verið hvort nægilegt líf leyndist í sverðinum svo að grasið kæmi til ef beðið væri fram í júlí. Á Efra-Ási var einnig vetrarrúgur sem kól minna, e.t.v. vegna þess að hann var á öðru landi. Þótt rýgresi lifði nokkuð vel á Korpu var greinilegt að það hafði beðið hnekki af hörðum vetri, var seint til, seinna en t.d. vallarfoxgras gagnstætt venju. í Steinsholti er það á vel framræstri mýri. Þar var það líka seint til, en hafði alveg náð vallarfoxgrasi þegar það var slegið 29. júní og þríslegið i allt og hefur því líklega farið betur af stað en á Korpu. Ljóst er að i Hildisey, Selparti og á Stóru-Ökrum varð rýgresið ekki fyrir sambærilegum hnekki og á Korpu. í Selparti var rýgresið dautt i lautum og á Stóru-Ökrum var kal á skurðbökkum undan snjóalögum eða svelli en það náði sér þó. Á Þorvaldseyri lifði rýgresið og var grænt fram eftir vetri, þverhandargras og nokkuð þétt í janúar, en snemma í apríl, upp úr páskum, gerði harða norðanátt með miklu frosti á auða jörð. Þá gisnaði rýgresið allt og drapst á blettum, virðist ekki hafa verið nógu kuldaþolið eftir milda tíð. Það spratt þó og var slegið þrisvar. I Stóra-Ár- móti var rýgresinu sáð á tún með hrauni undir. Túnið var nokkuð blautt á köflum, en það þolir rýgresi ekki og lifði því fremur illa, einkum Baristra. Af þeirri reynslu, sem fengist hefur, má álykta að þolnum rýgresisyrkjum megi sá með ágætum árangri þar sem jarðvegsskilyrði eru góð og ekki er að vænta harðra frosta á auða jörð. Sennilega hentar það síður á mýrarjörð, en það sem skiptir máli er að framræsla sé góð og jarðvegur verði ekki mjög blautur. Það er þekkt í Noregi að gras nær ekki að harðna sem skyldi ef jörð er mjög blaut að hausti, enda minnkar vatn i plöntum þegar þær harðna fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340
Page 341
Page 342
Page 343
Page 344
Page 345
Page 346
Page 347
Page 348

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.