Orð og tunga - 01.06.2016, Page 17
Þorsteinn G. Indriðason: Á mörkum afleiðslu og samsetningar? 7
(4) a. rit-ari, stofn-andi, lækn-i-r, ek-ill, könn-uð-ur
b. hlust-un, send-ing, les-ning
c. kæl-i-r, hreyf-ill
Viðskeyti, sem mynda lýsingarorð af nafnorðum, eru m.a. eftirfarandi:
(5) aldurs-leg-ur, sköll-ótt-ur, íslen-sk-ur, snjó-ug-ur, svik-
ul-l
Svonefnd núllafleiðsla (e. conversion) felur í sér að hvorki er notað for-
skeyti né viðskeyti við afleiðsluna (sjá nánar í 3.3). Grunnorðið getur
haldist óbreytt, sbr. koma (so.) og koma (no.), það getur verið stytt,
sbr. kalla (so.) og kall (no.) og orðmyndunin getur komið fram með
hljóðbreytingu, sbr. brjóta (so.) og brot (no.).12
Í íslensku eru nokkur dæmi um viðskeyti sem áður voru sjálfstæð
orð en urðu viðskeyti eftir kerfisvæðingu (sjá Halldór Halldórsson
1976). Viðskeyti, sem hafa þróast á þennan veg frá sjálfstæðum orð-
um, eru t.d. -dóm, -skap, -leik og -átt. Þessi viðskeyti mynda nafnorð af
nafnorðum og lýsingarorðum og afleiddu nafnorðin merkja oft eitt-
hvað sértækt eða lýsa eiginleikum:
(6) sjúk-dómur, vin-átta, dreng-skapur, sann-leikur
Einnig koma fyrir fjölmargir bundnir seinni liðir sem mynda nafnorð.
Þessir liðir líkjast sjálfstæðum orðum að mörgu leyti eins og minnst
var á í inngangi en viðskeytum að öðru leyti, t.d. því að þeir geta ekki
staðið sjálfstæðir. Í Töflu 3 er að finna liði sem mynda nafn orðs sam-
setningar, í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni, en yfirlitið er auðvitað
ekki tæmandi:13
12 Hér má líka nefna að til eru afl eidd orð sem eru afsprengi lærðrar orðmyndunar.
Gerðar hafa verið ýmsar tilraunir til að koma gömlum viðskeytum á framfæri á
ný eft ir að þau hafa fallið úr notkun. Viðskeytið -ald er gamalt verkfærisviðskeyti.
Til þess að endurvekja það var reynt að koma á framfæri afl eidda orðinu mót-ald
(e. modem). Fleiri afl eidd orð af þessu tagi mætt i nefna, svo sem ferjald ‘breytir’,
hjólald ‘vinda’ og rafald ‘útvarp’, sjá Baldur Jónsson (1985:6), sbr. einnig Þorstein G.
Indriðason (2008:111).
13 Liðunum í Töfl u 3 hefur verið safnað héðan og þaðan yfi r töluverðan tíma. Meðal
annars komst ég yfi r nokkuð ítarlegan lista við vinnslu íslensk-skandinavísku
orða bókarinnar ISLEX og hef bætt við hann síðan en listinn er þó á engan hátt
tæm andi. Hann gefur hins vegar góða mynd af því sem við er að fást.
tunga_18.indb 7 11.3.2016 14:41:08