Orð og tunga - 01.06.2016, Page 54

Orð og tunga - 01.06.2016, Page 54
44 Orð og tunga verð ur fræðilegu ljósi á það varpað hvernig það gerist þegar sögn breyt ir um beygingu. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman. Flestar breytingar, sem orðið hafa á beygingum í málinu, hafa aukið á reglufestu þess og um leið gagnsæi og fyrirsegjanleika. Dæmi um það er t.d. þegar sterkar sagnir hafa orðið veikar eins og langfl estar sagnir málsins eru, þ. á m. allar nýjar. Við það fækkaði dæmum um sagnir með „innri beygingu“. Saga sagnarinnar kvíða gæti á hinn bóg- inn verið dæmi um hið gagnstæða þar sem leiðin lægi frá hinu al- menna, ómarkaða til hins sérstæðara, þess sem er markað. Sterka nú- tíðarbeygingin er ung og það er athyglisvert hve langur tími leið áður en öll sterka beygingin hafði skilað sér. Í greininni er saga sagnarinnar kvíða í fyrirrúmi. Til þess að skilja hana verður að setja hana í samhengi við ýmislegt annað úr sögu máls ins, jafnt breytingar á beygingu einstakra sagna sem og stærri og afdrifaríkari breytingu af öðrum toga; er þar vísað til afk ring ing- ar innar. Hún varpar líka ljósi á afstöðu til heimilda og hvernig beri að túlka þær. 2 Uppruni og skyld mál Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:527) tengir sögnina kvíða við sam- stofna sagnir í skyldum málum. Hann nefnir fornensku sögnina qvīð- an og fornsaxnesku quīthean, báðar sterkar. Sitt hvað er þó á huldu. Jan de Vries (1962:338), sem er á sömu slóðum í sínum skýringum og Ásgeir, gerir veiku og sterku sögnina að sitt hvorri fl ett unni. Hjá de Vries kemur fram að sterka sögnin kvíða sé bundin við skáldamálið. Sögn ina kvíða er ekki að fi nna í bók Mailhammers (2007) um sterkar sagn ir í germönskum málum. Seebold (1970:313) er nánast viss um að germanska sagnrótin sé ekki sterk. Bæði Seebold (1970:313) og Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:527) nefna lýsingarorðið (ó)kvíðinn og tengja við sögnina kvíða; Ásgeir segir elstu heimild um lýsingarorðið vera frá 17. öld.2 Dæmi eru um kvíða þegar í elsta máli eins og rakið verður nánar í 3.1. Á hinn bóginn er sögnin ekki í bók Bjorvands og Lindemans (2000) um norsk erfðaorð og orðsifj ar þeirra. Lítum nú til norrænu málanna. Færeyska sögnin kvíða, sbr. kvíða fyri og kvíða sær, er veikrar beygingar eins og fram kemur í Føroysk orðabók. Veiku sögnina kvide, bæði með aft urbeygingu (sig) og for, er að 2 Kvíðinn hefur alltaf verið með -í-. Hefði það verið *kviðinn væri það heimild um sterka beygingu enda orðmyndin þá upprunalegur lýsingarháttur með hvarfstigi. tunga_18.indb 44 11.3.2016 14:41:11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.