Orð og tunga - 01.06.2016, Page 82
72 Orð og tunga
handriti frá því um 1300 væri sjálfsagt talið skrifaravilla.6 Þó er ekki
óhugsandi að þarna sé komið fram tilbrigði við hinn hefðbundna
for setningarlið. Ekki er fyllilega ljóst hvernig það hefði þá orðið til.
Veik karlkynsorð, sem enda á -ja í aukaföllum eintölu (t.d. þgf. vilja,
ættingja), eru fá og varla líkleg til að hafa haft þessi áhrif. E.t.v. er
sennilegra að menn hafi gert úr forsetningarliðnum nafnhátt sagnar
en nafnháttur kemur fyrir í föstum orðasamböndum (t.d. að kalla, á að
giska, eftir því að dæma, vel að merkja).
2.5 Yfirlit um varðveitt dæmi
Þegar hér er komið sögu er vert að draga saman til glöggvunar heim-
ildir um no. sekja og ósekja sem fundust við framangreinda leit í hand-
bókum og gagnasöfnum. Þar leit út fyrir að engin dæmi væru varð-
veitt um no. sekja (óforskeytt og ósamsett) í fornu máli. Orð sifja bækur
Ásgeirs Blöndal Magnússonar og Jans de Vries tilgreindu þó no. sekja
‘deila’. Ef það er ekki draugorð hefur færslan e.t.v. verið byggð á no.
frændsekja í kvæði Sighvats Þórðarsonar sem hefur verið túlkað sem
‘frændadeila’ en ekki ‘brot gegn frændum, frændvíg’. Orðið frændsekja
hjá Sighvati er stakyrði og telja má líklegt að skáldið hafi smíðað það
sam setta orð. Físl. -sekja á skyld orð í hinum germönsku forntungun-
um sem merkja einmitt ‘deila’ og eru leidd af frumgermönsku sögn-
inni *sakan. Það getur því átt forsögulegar rætur (< frg. *sakjōn-).
Frá síðari öldum á Ritmálssafn eitt dæmi frá 19. öld um no. sekja
í merkingunni ‘það að vera sekur’ og eitt þar sem það er fyrri liður
lo. sekjulaus. Þessi ungu dæmi um no. sekja þarf ekki að túlka sem
trausta staðfestingu þess að hið forna nafnorð hafi lifað óslitið fram á
19. öld. Merking dæmanna bendir til náinna tengsla við lo. sekur og
vera kann að nafnorðið hafi verið leitt af lýsingarorðinu, jafnvel mjög
seint. Þó er ekki beinlínis hægt að eigna þeim sem settu fyrrnefnd
dæmi á blað þá nýbreytni. Eins og jafna (12) sýnir ætti sú orðmyndun
sér fyrirmynd í nafnorðinu frekja.
(12) lo. frekur : no. frekja
lo. sekur : no. X; X = sekja
Ekkert dæmi um no. ósekja fannst frá forníslenskum tíma nema í for-
setningarliðnum at ósekju ‘án þess að baka sér sök’. Það orðasamband
6 Skrifari Jónsbókarhandritsins GkS 3268 4° (um 1300) hefur ritað usekia með -a í
þessu orðasambandi (Ólafur Halldórsson (ritstj.) 1904:44).
tunga_18.indb 72 11.3.2016 14:41:13