Orð og tunga - 01.06.2016, Side 87

Orð og tunga - 01.06.2016, Side 87
Guðrún Þórhallsdóttir: Tvíræða orðasambandið að ósekju 77 sem ‘að því verandi óseku, þannig að það er ósekt, þ.e. ekki dæmt til refs ing ar’. Sú skýring kemur vel heim við orðin ‘án sakar, án þess að baka sér sök, lat. immerito, da. ustraffet, e. with impunity’ sem birst hafa í ís lensk um og erlendum handbókum (sjá 1. og 2. kafla). Síðar hefur merk ing ar víkkun orðið þannig að fram kom merkingin ‘að ástæðu- lausu, án tilefnis’. Í þeirri víðari merkingu er að ósekju ekki bundið við laga mál, þ.e. merkinguna ‘án sakar í lagalegum skilningi’. 3.3 Var no. ósekja þá ekki til? Ef orðmyndin ósekju í orðasambandinu at ósekju er túlkuð sem hvorug- kynsmynd lo. ósekr er fótunum kippt undan forníslenska nafnorðinu ósekja. Eins og fram kom hér að framan virðast engin dæmi varðveitt um það utan þessa forsetningarliðar og líkur benda til að það hafi verið lesið út úr orðunum at ósekju. Það gerðu þeir fræðimenn á 19. öld sem skráðu kvenkynsorðið ósekja í orðabækur að ástæðulausu (sjá grein 2.1). Á hinn bóginn hafa fundist tvö nýleg dæmi um no. ósekja utan for- setn ingarliðarins sem birtust í sömu þjóðsagnaútgáfu á 20. öld (sjá dæmi (10) í grein 2.4). Þau staðfesta þó ekki að no. ósekja hafi verið til að fornu. Orðin að ósekju eiga sér óslitna sögu og menn hefðu hvenær sem er getað túlkað þau þannig að þar væri kvenkynsnafnorð. Jafnan hér að neðan (18) er allt sem þurfti til að mynda no. ósekja. Hún á bæði við um ályktun orðabókahöfunda og hugsun hvaða Íslendings sem er sem tæki að nota no. ósekja utan forsetningarliðarins. (18) að venju : no. venja að ósekju : X; X = no. ósekja Tilefnið til þessarar umtúlkunar orðanna at ósekju hefur sjálfsagt verið sú breyting sem varð á beygingu lo. sekr þegar víxlum stofnbrigðanna sek- og sekj- var útrýmt. Meðal annars tók þgf.et.hk. seku við af eldri myndinni sekju. Við þetta rofnuðu tengslin milli lýsingarorðsins og orðasambandsins at ósekju. Þágufallsmynd, sem endaði á -ju, leit ekki lengur út eins og hvorugkynsmynd lýsingarorðsins, heldur eins og þágufall af veiku kvenkynsorði. Ef no. sekja í merkingunni ‘sekt’ (sjá grein 2.4) hefur verið þekkt áður en til þessarar umtúlkunar kom hefur það líka getað stuðlað að henni (lo. sekur : no. sekja ‘það að vera sekur’; lo. ósekur : X; X = no. ósekja ‘það að vera ósekur’). Fræðimenn hafa auðvitað þekkt hina fornu beygingu lo. sekr og því tunga_18.indb 77 11.3.2016 14:41:14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.