Orð og tunga - 01.06.2016, Page 165
Ritdómur 155
6 Um flettuval, millivísanir og afbrigði
Um val á flettum er það að segja að yfirleitt virðist valið aðalorð í
málshætti. Í wellerismum er mælandinn ekki valinn sem aðalorð, t.d.
í Öll erum vér brotleg, kvað abbadís, hún hafði brók ábóta undir höfði (bls.
69) þar sem orðið brotlegur er fletta. Ekki er tilvísun frá orðinu abbadís
eins og gert er í Íslenzkum málsháttum. Hins vegar er málshátturinn
Vér eplin með, sögðu hrossataðskögglarnir (bls. 121). Þar er epli fletta
en hrossataðsköggull er einnig fletta (bls. 263) með tilvísun í epli. Í
málshættinum Brák er að bera í bakkafullan lækinn (bls. 65) er tilvísun
frá læk til brákar. Ekki er millivísun frá orðinu brandur til málsháttarins
Bráður er sá er á bröndum skal síns of freista frama (bls. 65) sem er undir
flettunni bráður lo.
Undir hverri flettu er málsháttum raðað eftir stafrófsröð og gerir
það greiðan aðgang að þeim.
Flettur bókarinnar eru yfirleitt í samræmi við venjur málsins.
Undan tekningar eru þó: Fjöld er það er fira tregar ‘margt er það sem
mæðir menn’ (bls. 148). Fletta þessa málsháttar er firi kk. Mér vitanlega
er eintala þessa orðs ekki til staðfest, aðeins ft. firar. Nefnifallsmynd
þess í eintölu gæti allt eins verið *fir.
Höfundur lætur nægja að tilgreina kyn orðs með flettu en tilfærir
ekki fleirtölu orða sem standa sem slík. Það kann að vera lítilsvert
atriði en víkur þó frá venju í orðabókum.
Ýmis afbrigði eru af málsháttunum í bókinni og verður seint öllu
til haga haldið. Dæmi um þetta er málshátturinn Aftur gengur/hverfur/
rennur lygi þá sönnu mætir (bls. 370). Af tilviljun rak á fjörur þess sem
þetta ritar afbrigðið Afturrekst lygi er sönnu mætir, í texta eftir Boga Th.
Melsteð (Jón Þ. Þór 2015:77).
Skammstafanir heimilda eru ótalmargar í bókinni eins og gefur
að skilja. Þær er auðvelt að finna í heimildaskrá á 20 blaðsíðum í lok
bókar, m.a. skammstafanir mannanafna. Þar er m.a. „ÁSigg“ (bls.
708), sem er skammstöfun fyrir Áslaugu Siggeirsdóttur, en hún er
skammstöfuð „ÁslSigg“ á bls. 19.
7 Lokaorð
Þegar á heildina er litið er Orð að sönnu feikigagnlegt verk og unnið af
mikilli elju og vöndugleik. Það er að mörgu leyti frumverk þar sem eru
skýringar á málsháttunum og er eðlilegt að þar megi eitthvað bæta um.
Skilningur á þeim mun líka breytast að einhverju leyti frá kynslóð til
tunga_18.indb 155 11.3.2016 14:41:20