Orð og tunga - 01.06.2016, Síða 165

Orð og tunga - 01.06.2016, Síða 165
Ritdómur 155 6 Um flettuval, millivísanir og afbrigði Um val á flettum er það að segja að yfirleitt virðist valið aðalorð í málshætti. Í wellerismum er mælandinn ekki valinn sem aðalorð, t.d. í Öll erum vér brotleg, kvað abbadís, hún hafði brók ábóta undir höfði (bls. 69) þar sem orðið brotlegur er fletta. Ekki er tilvísun frá orðinu abbadís eins og gert er í Íslenzkum málsháttum. Hins vegar er málshátturinn Vér eplin með, sögðu hrossataðskögglarnir (bls. 121). Þar er epli fletta en hrossataðsköggull er einnig fletta (bls. 263) með tilvísun í epli. Í málshættinum Brák er að bera í bakkafullan lækinn (bls. 65) er tilvísun frá læk til brákar. Ekki er millivísun frá orðinu brandur til málsháttarins Bráður er sá er á bröndum skal síns of freista frama (bls. 65) sem er undir flettunni bráður lo. Undir hverri flettu er málsháttum raðað eftir stafrófsröð og gerir það greiðan aðgang að þeim. Flettur bókarinnar eru yfirleitt í samræmi við venjur málsins. Undan tekningar eru þó: Fjöld er það er fira tregar ‘margt er það sem mæðir menn’ (bls. 148). Fletta þessa málsháttar er firi kk. Mér vitanlega er eintala þessa orðs ekki til staðfest, aðeins ft. firar. Nefnifallsmynd þess í eintölu gæti allt eins verið *fir. Höfundur lætur nægja að tilgreina kyn orðs með flettu en tilfærir ekki fleirtölu orða sem standa sem slík. Það kann að vera lítilsvert atriði en víkur þó frá venju í orðabókum. Ýmis afbrigði eru af málsháttunum í bókinni og verður seint öllu til haga haldið. Dæmi um þetta er málshátturinn Aftur gengur/hverfur/ rennur lygi þá sönnu mætir (bls. 370). Af tilviljun rak á fjörur þess sem þetta ritar afbrigðið Afturrekst lygi er sönnu mætir, í texta eftir Boga Th. Melsteð (Jón Þ. Þór 2015:77). Skammstafanir heimilda eru ótalmargar í bókinni eins og gefur að skilja. Þær er auðvelt að finna í heimildaskrá á 20 blaðsíðum í lok bókar, m.a. skammstafanir mannanafna. Þar er m.a. „ÁSigg“ (bls. 708), sem er skammstöfun fyrir Áslaugu Siggeirsdóttur, en hún er skammstöfuð „ÁslSigg“ á bls. 19. 7 Lokaorð Þegar á heildina er litið er Orð að sönnu feikigagnlegt verk og unnið af mikilli elju og vöndugleik. Það er að mörgu leyti frumverk þar sem eru skýringar á málsháttunum og er eðlilegt að þar megi eitthvað bæta um. Skilningur á þeim mun líka breytast að einhverju leyti frá kynslóð til tunga_18.indb 155 11.3.2016 14:41:20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.