Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  27. tölublað  106. árgangur  Í SKUGGA SVEINS Í GAFLARA- LEIKHÚSINU FYRIRHEIT UM 15 MILLJARÐA TEKJUAUKA FEGRUNARAÐ- GERÐIR ÚLFALDA BANNAÐAR VIÐSKIPTAMOGGINN ÚLFALDAHÁTÍÐ 47MENNING 80 Annað fulla tungl ársins varð aðfaranótt 31. janúar. Vegna nálægðar sinn- ar kallast það „ofurmáni“, en ofurmáni varð einnig 2. janúar síðastliðinn. Seinna fulla tungl sama mánaðar er gjarnan kallað blátt tungl, segir á Stjörnufræðivefnum. Tunglmánuðurinn, tíminn milli tveggja fullra tungla, er 29,5 dagar og því verður ekkert fullt tungl í febrúarmánuði, sem aðeins telur 28 daga. Það gerðist síðast árið 1999 og gerist næst árið 2037. Blár ofurmáni vakti yfir landsmönnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Barna- vernd Reykjavíkur tilkynnt um meint eldri kyn- ferðisbrot starfsmanns stofnunarinnar sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segist ekki hafa neinar upplýsingar um að stofnuninni hafi borist kvörtun en nú sé verið að velta öllum steinum við til að at- huga hvort slíkt reynist rétt. Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður skammtímaheimilis fyrir börn og unglinga í Hraun- bergi, þar sem maðurinn starfaði, segir skamm- tímaheimilið ekki hafa fengið að vita af málinu fyrr en seinni part miðvikudags 18. janúar. „Það verður að bæta þessa verkferla, að koma upplýsingum til skila. Það virðist að upplýsingar hafi borist fyrir 2010 og ég ræð hann í vinnu í maí 2010 þannig að það hefði kannski verið gott að vita af þessu,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar, segir að lögreglan rann- saki feril málsins hjá sér frá upphafi en 5 mánuðir liðu frá kæru og þar til maðurinn var handtekinn. Starfaði hann áfram með börnum á því tímabili. Leita að eldri kvörtunum  Barnavernd Reykjavíkur athugar hvort tilkynning hafi borist um meint eldri brot starfsmanns  „Verður að bæta þessa verkferla,“ segir fyrrverandi vinnuveitandi MBarnavernd veltir ... »6 Flutningafyrirtækið Cargow sem þrír Íslendingar og einn Norðmaður stofnuðu árið 2012 hefur nú tekið við fyrsta flutningaskipinu af fjórum sem það hefur látið smíða í Kína. Hlaut skipið nafnið Frigg við hátíð- lega athöfn í Rotterdam síðdegis í gær. Skipin verða notuð til flutninga á áli frá verksmiðjum Alcoa á Reyð- arfirði og í Mosjøen í Noregi. Gera má ráð fyrir að skipin fjögur muni flytja um milljón tonn af vörum og aðföngum fyrir Alcoa á ársgrund- velli. Heildarfjárfestingin í skip- unum fjórum nemur ríflega 8 millj- örðum íslenskra króna. Íslendingarnir sem standa að baki fyrirtækinu sem skráð er í Hollandi eru Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, sem er stjórnar- formaður þess, Karl Harðarson sem átti frumkvæðið að stofnun fyrir- tækisins ásamt Norðmanninum Øy- vind Sivertsen, og Stefán H. Stef- ánsson sem er framkvæmdastjóri þess. Skipin, eru smíðuð eftir sömu teikningu, þau bera 834 gámaein- ingar og eru 138 metra löng. »ViðskiptaMogginn Ljósmynd/Cargow Skip Frigg, eitt skipa Cargow. Ný skip fyrir átta milljarða  „Umferð einkabíla mun ekki minnka jafn mikið og ferðum með einkabílum fækkar.“ Þetta segir Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Vísar hann m.a. til rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum borgar- lína í öðrum borgum heimsins. Þær sýna að fyrrverandi bílstjórar einkabíla hafi aðeins verið fjórð- ungur eða þriðjungur af nýjum not- endum. Í besta falli segir hann til- komu borgarlínu munu minnka umferð einkabíla um 5%. »52 Segir áhrif borgar- línu ofmetin MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.