Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 GRAN CANARIA 6. febrúar í 7 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 99.995 Sólarferð til Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tignarlegt þótti að sjá þegar haförninn sem fannst við Staðarbakka í Miðfirði um síðustu helgi hóf sig til flugs að nýju í gærmorgun. Þegar örninn, sem Þórarinn Rafnsson á Staðarbakka gaf nafnið Höfðingi, fannst þótti ástand fuglsins athugunarvert og því var farið með hann til sér- fræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands sem veittu honum aðhlynningu. Örninn var nokkuð grútugur og svangur en braggaðist að öðru leyti skjótt. Því var ekkert annað í stöðunni en að fara með örninn aftur á heimaslóðir sínar fyrir norðan og var hann frelsinu feginn. „Krafturinn í erninum var mikill, hann var bókstaflega að springa af orku og þó mátti alveg búast við einhverju þrekleysi eftir flæking síð- ustu daga. Örninn var borinn til sleppingar vaf- inn inn í teppi en um leið og því hafði verið svipt af og takinu sleppt var fuglinn kominn á flug og ekki lengi að hverfa okkur sjónum þegar hann sveimaði suður á heiðar,“ segir Höskuldur B. Erl- ingsson lögregluvarðstjóri á Blönduósi sem var í Miðfirðinum í gær og fylgdist með hverju fram fór. Talið er að þetta sé elsti örn sem komist hef- ur undir manna hendur á Íslandi; fæddur árið 1993 en það ár var hann merktur í hreiðri við Breiðafjörðinn. Að sögn Kristins Hauks Skarp- héðinssonar fuglafræðings er íslenski arnarstofn- inn í ágætu horfi um þessar mundir. Telst nú vera 76 pör og er viðkoman á hvert par að jafnaði einn ungi annað hvert ár. Mest heldur örninn sig við Breiðafjörðinn en þar er óðal þessa konungs ís- lenskra fugla sem nú sést æ oftar til dæmis við Húnaflóann og á nærliggjandi slóðum þar, eins og sagan af Höfðingja - sem gerst hefur síðustu daga - vitnar vel um. Ljósm/Höskuldur B. Erlingsson Haförninn Höfðingi tók flugið að nýju Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það var mat okkar að ekki væri tímabært að taka þátt í þessu núna,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. PISA-prófið verður lagt fyrir 15 ára nemendur hér í mars. Eins og fyrr verður prófað í lestri, stærð- fræði og náttúrufræði auk þátta á borð við samskiptafærni og sam- vinnu nemenda. Nú ber hins vegar svo við að einnig verður prófað í um- burðarlyndi og skilningi á annarri menningu undir nýjum lið sem kall- ast „Global Competences“. Íslensk börn munu hins vegar ekki gangast undir þennan hluta prófsins. Þar með feta yfirvöld í menntamálum hér í fótspor kollega sinna á Norður- löndunum og flestra landa í Vestur- Evrópu. „Það er jákvætt að prófið sé þróað til að taka á víðari hæfni en okkur fannst þessi þáttur ekki kominn nægilega vel á veg til að taka þátt í honum. Það má vel vera að við tökum hann upp síðar. Það eru reyndar einhver atriði sem verða lögð fyrir á prófinu hér sem koma inn á umburðarlyndi og svipaða hluti,“ segir Arnór Guðmundsson. Alls taka yfir 70 þjóðir þátt í PISA-rannsókninni í ár, þar af 34 aðildarríki OECD. Menntamála- stofnun sér um framkvæmd rann- sóknarinnar hér á landi fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. Byrjað verður að prófa hér á landi 12. mars. Tveggja klukkustunda löng skrif- leg könnun er lögð fyrir hvern nem- anda og spurningarnar eru blanda af krossaspurningum og opnum spurn- ingum. Nemendur svara einnig 20- 30 mínútna löngum spurningalista þar sem aflað er ýmissa grunn- upplýsinga um þá sjálfa. Íslensk börn ekki prófuð í umburðarlyndi á PISA-prófi  Ekki tímabært, að mati Menntamálastofnunar Morgunblaðið/Eyþór PISA-próf Hefjast í næsta mánuði. Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið hefur fall- ist á að veita Strætó undan- þágu frá banni við því að dýr séu flutt í almennum farþegarýmum samgöngutækja. Kemur þetta fram í frétta- tilkynningu frá Strætó. Bréf frá ráðuneytinu þar sem til- kynnt er að fallist hafi verið á tíma- bundna undanþágu sem gildir í eitt ár verður tekin fyrir og rædd á næsta stjórnarfundi Strætó og næstu skref ákveðin. Fundurinn verður næstkomandi föstudag. Á undanförnum árum hafa ítrekað komið fram óskir um að fólk fái að taka gæludýrin með í strætisvagna. Vinnuhópur á vegum Strætó taldi það gerlegt en strandað hefur á því að það er bannað samkvæmt gild- andi reglugerðum. Höfundar um- ræddrar skýrslu greindu áhættu- þættina sem fylgja því að heimila gæludýrum veru í strætisvögnum. Hætta var talin á að gæludýr gætu ráðist á manneskju eða annað dýr og að fólk fengi ofnæmis- eða asmakast. Gæludýr í strætó? Strætó Stjórnin fjallar um gæludýr.  Ráðuneytið veitir undanþágu í eitt ár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þeir einstaklingar sem eru með athyglisbrest, of- virkni og skyldar raskanir lenda oftar en aðrir í fjár- hagserfiðleikum. Það skýrist meira af því að skipulag og rétt utanumhald skortir, að sögn Þrastar Emils- sonar, framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, en að fólkið eigi ekki fyrir reikningunum. Minni til fram- kvæmda virkar ekki eins og til er ætlast. Gleymið og hvatvíst Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun, segir að rannsóknir sýni að fólk með ADHD lendi frekar í fjárhagserfiðleikum en aðrir. Það eigi erfitt með að halda sig við skipulag og sé auk þess gleymið og hvatvíst. Í erindi sem hann flutti á spjallfundi ADHD-sam- takanna um ADHD og fjármál í gærkvöldi kom fram að tekjur einstaklinga með ADHD væru gjarnan lægri en annarra. Við það bætist skortur á fjárhags- legu skipulagi, ekki er sparað og því ekki hægt að bregðast við ófyrirséðum útgjöldum, óúthugsuð og hvatvís kaup, reikningar ekki greiddir á réttum tíma, vanskil og yfirskuldsetning af ýmsu tagi. Þessar aðstæður og fleiri kosta aukagjöld og dráttarvexti. Það er dýrt að vera í vanskilum, eins og Þröstur Emilsson bendir á. Draga aðra inn í fjármálin Þröstur segir misjafnt hvað hentar fólki. Hægt sé að láta snjallsímann minna sig á og skrifa minnis- miða. Haukur segir að fólk þurfi að átta sig á því hvaða áhrif ADHD getur haft á fjármál heimilisins. Það geti verið liður í lausninni á vandanum að hafa samvinnu við fólk sem ekki er með ADHD, til dæmis maka, draga það með inn í fjármálin. Ekki sé ráð að taka fjármálin af fólki með ADHD eða gera ráð fyrir að það breytist heldur að laga sig að þeim hindrunum sem það býr við. Það gerist oft með betra skipulagi, yfirsýn og þekkingu á því hvernig fjármálin virka og að fólk venji sig á að hafa hlutina í lagi. Það sama eigi í raun við alla sem eigi í fjárhagsörðugleikum. ADHD hefur áhrif á fjármálin  Fólk með ADHD lendir oftar í fjárhagserfiðleikum en aðrir  Gleymir kannski að greiða reikninginn þótt peningurinn sé til  Vanskil eru dýr  Lausnin er yfirsýn og skipulag og að fá hjálp annarra Skipulag Mikilvægt er að vita hvernig fjármálin virka og hafa yfirsýn yfir þau. ADHD-samtökin halda spjall- fundi fyrir fullorðna einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og jafnoft fyrir foreldra barna með ADHD. Fræðslufundirnir eru jafnan vel sóttir. Í gærkvöldi var haldinn fundur um ADHD og fjármál. Haukur Hilmarsson, ráðgjafi í fjármálahegðun sem heldur úti vefsíðunni skuldlaus- .is, hélt erindi. Vel sóttir spjallfundir FRÆÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.