Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 6

Morgunblaðið - 01.02.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Vordagar í Dublin sp ör eh f. Vor 7 Spennandi ferð til Dublin á Írlandi þar sem við kynnumst höfuðborg eyjunnar grænu ásamt næsta nágrenni hennar. Við förum í dagsferð suður af borginni, skoðum Wicklow fjöllin, smábæinn Avoca og kastalaþorpið Glendalough. Við heimsækjum bæinn Waterford og margfrægar kristalverksmiðjur og ökum um einstaklega falleg héruð. 9. - 13. maí Fararstjóri: Gísli Einarsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 139.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Almennt hefur farið vel með veður og illviðri hvorki mörg né langvinn. Hálka hefur sett svip á mánuðinn enda talsvert frost í jörð en hiti í lofti oft í kringum frostmarkið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur þegar hann er beðinn að gera upp nýliðinn janúarmánuð. Að tiltölu hefur verið kaldast inn til landsins um landið vestan- og norðvestanvert, en hlýjast á Aust- fjörðum, hiti þó alls staðar undir meðallagi síðustu tíu ára. Þegar einn dagur var eftir af mánuðinum var meðalhiti í Reykjavík -0,2 stig, +0,4 stigum ofan meðallagsins 1961-1990, en -1,5 neðan meðaltals sömu daga síðustu tíu ár. Á Akur- eyri er meðalhitinn -1,3 stig, +0,9 ofan 1961-1990 meðaltalsins, en -1,2 neðan meðaltals síðustu tíu ára. Þetta verður þriðji eða fjórði kaldasti janúar á öldinni nýju, en hann er í miðjum hópi sé miðað við lengri tíma, segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík hefur mælst rúmir 100 millimetrar og er það nokkuð ofan meðallags. Á Akureyri er úrkoma í meðallagi. Sólskinsstundir hafa verið fleiri en í meðalári í Reykja- vík. Nýliðinn janúar er mun kaldari en janúar í fyrra. Þá var tíð lengst af hagstæð og samgöngur greiðar. Fremur hlýtt var í veðri og með snjóléttara móti á láglendi. Úr- koma var ekki fjarri meðallagi. Minna var um illviðri en venjulegt er á þessum tíma árs. Meðalhiti í Reykjavík mældist 1,4 stig og var það 2,0 stigum ofan meðallags ár- anna 1961 til 1990, en 0,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára á undan. Á Akureyri var meðalhitinn 0,2 stig, 2,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára þar á undan. Morgunblaðið/Hari Reykjavík Nýliðinn janúar er mun kaldari en janúar í fyrra. Fallegt vetrarveður var í höfuðborginni í gær. Illviðri hvorki mörg né langvinn í janúar  Hitinn í nýliðnum mánuði undir meðallagi um land allt Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Ég hef engar upplýsingar um það að okkur hafi borist kvörtun um þennan einstakling áður. Ég mun hins vegar velta við öllum steinum til að komast að því hvort svo hafi verið,“ segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, spurð hvort stofnun- inni hafi borist kvörtun vegna stuðn- ingsfulltrúa barnaverndar sem er grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um slíkt en maðurinn hefur áður verið kærður til lögreglunnar fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Mér skilst að þetta mál sem átti að hafa verið tilkynnt til okkar 2008 hafi snúið að tveimur drengjum sem þá voru orðnir fullorðnir og væntan- lega hefur fólkinu verið vísað beint á lögreglu, því það var ekki barna- verndarmál í sjálfum sér. Svo veit maður ekki hvort þetta var nafn- leyndartilkynning og hvernig þessu var komið til okkar. Þetta er ég bara að reyna finna út, hver mögulega tók þessi símtöl og hvernig voru þau af- greidd,“ segir Halldóra og bætir við að hún muni að sjálfsögðu skoða mál- ið til hlítar og hefur Barnavernd haf- ist handa við að spyrja þáverandi starfsmenn stofnunarinnar um málið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákvað í gær að fara af stað með at- hugun á ferli málsins hjá sér en málið var kært til lögreglu 22. ágúst og var maðurinn ekki handtekinn fyrr en 19. janúar. „Það er bara verið að skoða feril þessa máls og afgreiðslu þess frá upphafi,“ segir Árni Þór Sig- mundsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar, sem vildi ekki tjá sig frekar við fjölmiðla fyrr en slíkri athugun væri lokið. Verður að bæta verkferla Frá því að maðurinn var kærður og þar til hann var handtekinn starf- aði hann áfram með börnum sem stuðningsfulltrúi hjá skammtíma- heimili fyrir börn og unglinga í Breiðholti. „Við erum náttúrulega bara í áfalli hérna. Ég og allir aðrir starfsmenn,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, forstöðumaður skamm- tímaheimilis fyrir unglinga í Hraun- bergi. „Það verður að bæta þessa verkferla, að koma upplýsingum til skila, það virðist að upplýsingar hafi borist fyrir 2010 og ég ræð hann í vinnu í maí 2010 þannig að það hefði kannski verið gott að vita af þessu,“ segir Sigurður sem fékk að vita af málinu seinni part miðvikudags 18. janúar. Hann segir að skammtíma- heimilið hafi brugðist við samstundis. „Það fer strax í gang vinna við það að ræða við börnin. Það eru ýmist sál- fræðingar sem þau eru að hitta hvort sem er og svo eru það ráðgjafar hjá Barnavernd. Það eru bara 4 börn hér í einu og eru búin að vera mislengi, sum bara í nokkra daga. Svo fer í gang líka ferli til að hafa samband við forráðamenn þeirra einstaklinga sem eru ennþá börn og hafa verið hér.“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður drengsins, segir spurður að það sé mögulegt að skaðabótaskylda hafi myndast vegna óhóflegs dráttar málsins. „Það er hugsanlegt að það hafi myndast skaðabótaskylda en það þarf að kanna og það er ekki hægt að full- yrða það,“ segir Sævar. „Ef það er hægt að sýna fram á að brot hafi átt sér stað eftir að kæra liggur fyrir, það hafi orðið dráttur á málinu og ef það hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir brotið ef lögreglan hefði gripið rétt inn í, þá er hugs- anlega skaðabótaskylda. Það þarf bara að skoða þetta mál þegar niður- staða liggur fyrir í rannsókn máls- ins.“ Ferill málsins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 19. Janúar7. september Lögreglan úthlutar málinu September, október og nóvember Réttargæslumaður og fulltrúar hringja í lögreglu og ýta á eftir málinu 18. desember Skýrslutaka hjá lögreglu Maðurinn er handtekinn 22. ágúst Málið kært til lögreglunnar 2017 20185. desember Réttargæslumaður drengsins sendir aftur tölvupóst á lögreglu 1. desember Réttargæslumaður drengsins sendir tölvupóst á lögreglu Barnavernd veltir öllum steinum  Barnavernd Reykjavíkur athugar nú hvort tilkynning um fyrri kynferðisbrot starfsmanns hafi borist stofnuninni  Ferill málsins hjá lögreglunni athugaður  Grunlausir samstarfsmenn geranda í áfalli Morgunblaðið/Eggert Kynferðisbrot 5 mánuðir liðu frá kæru þar til maðurinn var handtekinn. Auður Jónsdóttir hefur verið sýknuð af meiðyrðakæru Þórarins Jónssonar, eiganda Laxness hestaleigu í Mos- fellsdal, vegna greinar sem hún skrifaði og birt var á Kjarnanum í júní árið 2016. Greinin var skrifuð í tilefni af forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar og gróður- mál í Mosfellsdal rædd sérstaklega. Þórarinn fór fram á að þrenn ummæli í greininni væru dæmd dauð og ómerk. Auður hafði skrifað að hann stundaði dýraníð og náttúruníð, að hann væri með dollaraseðlana upp úr rassskorunni og að hann hugsaði ekki um náttúruna heldur bara peninga. Í dómi héraðsdóms segir að um- stefnd ummæli hafi verið liður í almennri þjóðfélagsumræðu og eigi stoð í fyrri umfjöllun um ástand gróðurs. Telur dómurinn að Auður hafi ekki við- haft móðgun eða ærumeiðandi aðdróttun í garð Þórarins. Rithöfundur sýknaður af meiðyrðakæru Auður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.