Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Forsvarsmenn þeirra skíðasvæða sem Morgunblaðið ræddi við eru himinsælir með veturinn fram til þessa. Flest hefur haldist í hendur, góður snjór og skíðafæri eftir því, veðrið heilt yfir hagstætt og aðsóknin mjög góð. Ekki þurfti mikið til að bæta síðasta vetur, sem var afspyrnu lélegur til skíðaiðkunar sökum snjó- leysis og leiðindaveðurs. Gönguskíðin hafa átt miklum vinsældum að fagna í vetur og þannig er troðfullt á nám- skeið um hverja helgi á Ísafirði og í Bláfjöllum. Hlíðarfjall „Þetta er allt önnur staða en var uppi síðasta vetur,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíða- svæðisins í Hlíðarfjalli ofan Akur- eyrar, um aðsóknina í vetur. „Síðasti vetur var mjög slæmur og menn byrjuðu varla fyrr en eftir áramót. Núna er aðsóknin á pari miðað við þriggja ára meðaltal. Snjóalögin hafa verið hagstæð í vetur og veðrið einn- ig, sérstaklega um helgar. Ein helgi fauk út í veður og vind hjá okkur,“ segir Guðmundur Karl en opnað var í Hlíðarfjalli í lok nóvember. Síðan þá hefur verið opið flesta daga, að undanskildum um fimm dög- um í janúar. Í það heila eru skíðadag- arnir orðnir hátt í 40 í ár. „Janúar telst jaðartími á skíða- svæðunum og ekki besti mælikvarð- inn á aðsókn. Það var mjög gott hjá okkur um jól og áramót. Við höfðum opið á jóladag og þá komu ótrúlega margir, langflestir Íslendingar. Annars fáum við talsvert marga er- lenda ferðamenn sem koma hingað til að fara á skíði á daginn og skoða norðurljósin á kvöldin. Mesta traffík- in er í kringum vetrarfríin í febrúar og um páska, sem eru í fyrra fallinu þetta árið. Við erum einmitt á fullu að undirbúa þá vertíð,“ segir Guð- mundur Karl. Aðsóknarmetið í Hlíðarfjalli er um 102 þúsund gestir einn vetur fyrir nokkrum árum. Meðaltalið hefur ver- ið 65-70 þúsund manns. Guðmundur segist vera bjartsýnn á mánuðina framundan. Ef tíðarfarið verði áfram gott þá geti vel farið svo að aðsóknar- metið falli. Dalvík Utar í Eyjafirðinum er vinsælt skíðasvæði Dalvíkinga, Böggvis- staðafjall. Gerður Olofsson, stjórnar- maður í skíðafélaginu, er hæstánægð með veturinn. Frá því að svæðið var opnað í byrjun desember hafi náðst um 40 dagar í fjallinu. „Skíðasvæðið hefur sjaldan verið betra, það er snjór úti um allt. Við höfum verið með ýmsar uppákomur og skíðamót, til dæmis stórt bikarmót um síðustu helgi. Svo erum við með ein 120 börn á æfingum reglulega,“ segir Gerður og bendir á að í Dalvíkurskóla séu um 220 börn. Því stundi ansi mörg skíða- æfingar í byggðarlaginu. Þá er Böggvisstaðafjall vinsælt meðal skóla og félagsmiðstöðva annars staðar af landinu. „Hér getum við hýst alla sem vilja og aðstaðan er öll mjög góð.“ Oddsskarð Það eru aðallega austfirskir skíða- unnendur sem hafa fengið að kenna á leiðinlegu veðri í vetur. „Veðrið hefur heldur skánað eftir stórhríð í síðustu viku,“ segir Ómar Skarphéðinsson hjá félaginu Austurríki ehf., sem sér um skíðasvæðið í Oddsskarði. Þar hefur verið opið í ríflega 20 daga síðan í byrjun desember. „Við stefnum að því að hafa hjá okkur Olísdaginn 10. febrúar, þá verður frítt í lyfturnar og gleði í fjallinu. Við fengum kærkomna sendingu af snjó og horfum bjartsýn fram á veginn,“ segir Ómar. Bláfjöll „Við getum svo sannarlega ekki kvartað, höfum verið með bullandi snjó og ekki enn farnir að nota byss- urnar,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, um skíða- veturinn og á þar við snjóbyssurnar svonefndu, sem gripið er til í snjó- leysi. Bláfjöll voru opnuð um miðjan desember og síðan þá hefur verið opið í ríflega 20 daga. „Í fyrra var bara opið í 10 daga, enda leiðindatíð þann vetur. Núna er aðsóknin mjög góð og kortasalan hefur gengið vel,“ segir Einar. Hann merkir líkt og Ís- firðingar stóraukinn áhuga á göngu- skíðunum. Námskeið séu haldin alla laugardaga og þar mæti 50-70 manns í hvert skipti. Að sögn Einars er ætlunin að opna skíðasvæðið í Skálafelli um helgina, líkt og jafnan sé reynt að gera í kring- um 1. febrúar. Um „generalprufu“ sé að ræða. Ísafjörður „Þetta er búinn að vera frábær vet- ur, allt gengið vonum framar. Nægur snjór og við hitt á flott veður,“ segir Hlynur Kristinsson, sem veitir skíða- svæðunum á Ísafirði forstöðu; í Selja- landsdal og Tungudal. Hann segir að- sóknina góða í brekkunum og ekki hvað síst á göngusvæðinu. Í janúar- mánuði komu um 300 manns vestur til að fara á gönguskíðanámskeið um helgar. „Við vorum með 50 manna hóp hjá okkur um síðustu helgi og eigum von á 62 konum á námskeið um helgina. Ísafjörður er orðinn vinsælastur hjá gönguskíðafólki,“ segir Hlynur, kátur með stöðuna. Alpasvæðið á Ísafirði hefur verið opið í meira en 40 daga í vetur, en til samanburðar var opið í 34 daga allan síðasta vetur. Svipaða sögu er að segja af göngubrautunum. „Þetta er allt önnur staða í vetur. Núna búum við okkur undir Skíðavikuna á páskum, en þá höfum við fengið um 1.100 manns á dag.“ Tindastóll Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli í Skaga- firði, hefur svipaða sögu að segja og kollegar hans. Aðstæður hafi verið mjög góðar í vetur, veðrið gott flesta daga þó að vissulega hafi komið leið- indaveður inn á milli. „Auðvitað vill maður alltaf sjá fleira fólk en í samanburði við vetur- inn í fyrra hefur þetta verið mjög gott,“ segir Viggó, en Tindastóll hef- ur verið opinn skíðafólki í kringum 25 daga síðan fyrir jól. „Þetta mun bara batna með hækkandi sól.“ Siglufjörður Egill Rögnvaldsson, umsjónar- maður skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði, segir að opið hafi verið hátt í 40 daga síðan í byrjun desember en á svipuðum tíma í fyrra hafi daga- fjöldinn aðeins verið um 15. „Við erum komin með um 2.500 gesti en það náði ekki þúsund í fyrra. Sá vetur var sérstaklega erfiður. Núna hefur þetta verið allt annað,“ segir Egill. Undanfarin fjögur ár hafa skíða- iðkendur getað keypt vetrarkort sem gilda á fjórum svæðum norðanlands; í Hlíðarfjalli, Böggvisstaðafjalli, á Siglufirði og í Tindastóli. Egill segir þetta hafa gefist ágætlega og aukin notkun hafi verið á kortunum í vetur. Tæknilega segir Egill fátt því til fyr- irstöðu að sama kort geti gilt á öllum skíðasvæðum landsins. Um þetta sé rætt á hverjum vorfundi Samtaka skíðasvæða en engin niðurstaða feng- ist enn. Bullandi snjór og engar byssur  Skíðaunnendur hafa getað tekið gleði sína í vetur  Mjög góð aðsókn á skíðasvæðunum og veður- guðir að mestu til friðs  Allt önnur staða en síðasta vetur  Gönguskíðin njóta aukinna vinsælda Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlíðarfjall Aðsóknin hefur verið mjög góð í vetur fyrir norðan líkt og á flestum öðrum skíðasvæðum landsins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bláfjöll Borgarbúar og nágrannar hafa notið margra góðra daga í vetur. Grundfirðingar hafa á undan- förnum árum endurnýjað búnað og aðstöðu á skíðasvæðinu við bæinn, sem ber heitið Skíða- svæði Snæfellsness. Fyrsti dag- ur vetrarins sem opið er var sl. þriðjudag og sagðist Hólmfríður Hildimundardóttir hjá skíða- deild ungmennafélagsins vona að opið yrði um helgina. „Við höfum fengið til okkar fólk af öllu Nesinu; Hólmara og Ólsara og sveitirnar í kring. Sfellt fleiri íbúar á Snæfellsnesi hafa verið að græja sig upp og vonandi getum við haft lyftuna meira opna í vetur. Allt er þetta háð veðrinu,“ sagði Hólmfríður. Fleiri græja sig upp GRUNDARFJÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.