Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 VIÐTAL Atli Rúnar Halldórsson atli@sysl.is Mömmumatstofan varð bara til si svona fyrr í vetur og flokkaðist framan af sem þokkalega varðveitt leyndarmál í veitingabransanum á Akureyri. Orðsporið aflétti leynd- inni smám saman og umsvifin juk- ust, enda sýndi sig fljótt að maturinn hennar mömmu á sér marga, dygga formælendur. Staðurinn er Norðurslóðasetrið að Strandgötu 53 á Akureyri og stund- in er hádegið alla sjö daga vikunnar. Arngrími Jóhannssyni, stofnanda og eiganda Norðurslóða, og Aðalsteini Bergdal staðarhaldara datt í hug í fyrrahaust að bjóða upp á í hádeginu það sem þeir kalla einfaldlega mömmumat: fisk, bollur úr fiski, farsi eða kjöti, grjónagraut, svikinn héra og fleira álíka kunnuglegt úr heimaeldhúsum landsmanna. Einn ákveðinn rétt í hvert sinn. Einfalt mál. Þetta spurðist brátt út og starfsfólk í fyrirtækjum á Eyrinni fór að mæta og mætir enn. Á Þorláksmessu komu 160 manns í skötu og þá var þrísetið í salnum. Þrjú fyrirtæki hafa nú samið við Norðurslóð um hádegismat handa starfsmönnum sínum. Þarna mæta því daglega fastir kostgangarar og svo hinir og þessir, ferðamenn á Akureyri og fastbúandi. Þverskorna ýsan gekk ekki Mesta annríkið er að jafnaði á föstudögum. Þá er til skiptis á mat- seðlinum saltkjöt og baunir eða kjöt og kjötsúpa. Máltíðin kostar 1.500 krónur alla daga, súpa og kaffi inni- falið. Ekki fælir verðlagið frá. Viðbrögðin hafa orðið til þess að í bígerð er að selja líka mat tvö kvöld í viku til að byrja með. Matstofan er að sjálfsögðu með öll tilskilin leyfi til veitingahúsareksturs, þar með talið vínveitingaleyfi. „Við prófuðum að vera með þver- skorna ýsu á matseðli einn dag í viku en það gekk ekki,“ segir Arngrímur. „Á daginn kom að yngra fólkið kunni ekki að beinhreinsa fiskstykkin og vildi fá eitthvað annað á diskinn sinn. Þannig er nú komið fyrir sjávarútvegsþjóðinni!“ Eldskírn sem kokkur til sjós Aðalsteinn Bergdal sér um mat- reiðsluna. Hann hefur hingað til ver- ið þekktari fyrir leiklist en matarlist. Á daginn kemur að staðarhaldarinn kann meira fyrir sér í eldamennsku en margan grunar. „Ég neyddist til þess að læra að búa til hafragraut sjálfur áður en ég fór í skólann á Akureyri forðum daga. Mamma vann við hreingern- ingar hjá Jóni G. Sólnes í Lands- bankanum og fór að heiman snemma á morgnana. Sonurinn varð þá ein- faldlega að bjarga sér. Þetta vatt upp á sig, reyndar svo mjög að síðar var ég kokkur til sjós um hríð og kröfuharðari kostgangara er vart hægt að finna. Ég hef alltaf haft gaman af því að elda og tek mér góð- an tíma til að búa til mat handa mér einum heima. Föndra við réttina og nýt þess mjög,“ segir Aðalsteinn. Viðhafnarveisla við sjóndeildarhringinn Norðurslóðasetrið var opnað í jan- úar 2017 og fagnaði því eins árs af- mæli á dögunum. Það hvarflaði hvorki að Arngrími né öðrum þá að ári síðar yrði veitingarekstur orðinn sá vaxtarsproti setursins sem raun ber vitni. Hann segir að viðtökurnar komi sér þægilega á óvart. „Vænst þykir mér um að sjá fleiri og fleiri sveitunga mína, heimamenn á Akureyri, hérna í hádeginu. Við höfum hvergi auglýst matsöluna, heldur látið umtalið annast kynn- inguna út á við. Fljótlega förum við að selja líka mat á kvöldin en byrjum rólega með því að hafa eingöngu opið í fyrstu á föstudags- og laugardagskvöldum. Sjáum svo til. Við höfum ekki tíma- sett upphafið en alla vega liggur fyr- ir að byrja með stæl. Valinkunnir snillingar munu sjá um elda- mennsku og umsjón með tímamóta- veislunni fyrsta kvöldið: Friðrik V. og Adda (Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir) og Axel Jóns- son, eigandi Skólamatar í Keflavík. Hvað sem öðru líður hugsum við fyrst og fremst vel um kúnnana í há- deginu, enda vinir okkar sem koma hingað dag eftir dag til að hylla mat- inn hennar mömmu,“ segir Arn- grímur. Mömmumatur laðar og lokkar  Matstofan á Norðurslóðarsetrinu á Akureyri nýtur sívaxandi vinsælda  Fastir kostgangarar mæta daglega  Þrjú fyrirtæki hafa samið við Norðurslóð um að elda mat fyrir starfsmenn sína Ljósmyndir/Atli Rúnar Halldórsson Matstofa Aðalsteinn Bergdal og Arngrímur Jóhannsson í matstofu Norðurslóðasetursins á Akureyri. Fars Gjörðu svo vel! Aðalsteinn með farsbollur með soðnu káli, kartöflum og bræddu smjöri í hádeginu á mánudögum. Skíðaslys, HM í Rússlandi og útitón- leikar í Viðey eru meðal viðfangsefna sem 300 framhaldsskólanemar víða af landinu fást við í hinum árlega Há- skólahermi sem fram fer í Háskóla Íslands í dag og á morgun. Háskólahermirinn er nú haldinn í þriðja sinn en þar gefst framhalds- skólanemum tækifæri til að taka virkan þátt í háskólasamfélaginu og kynnast námsframboði skólans með lifandi og oft óvæntum hætti, segir í fréttatilkynningu. Markmið verkefnisins er að efla frekar samstarf Háskóla Íslands við framhaldsskóla landsins og gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast starfsemi háskólans af eigin raun og um leið styðja það í að taka upplýsta ákvörðun um nám og starf í framtíð- inni. Öll fimm fræðasvið skólans hafa undirbúið fjölbreytta dagskrá sem bæði kennarar og nemendur Háskól- ans standa að en lögð er áhersla á að dagskráin á sviðunum gefi mynd af hagnýtingu námsins að því loknu. Skráning í Háskólaherminn fór fram í gegnum vef verkefnisins fyrr í janúar og reyndist áhugi framhalds- skólanema svo mikill að öll 300 sætin fylltust á innan við klukkustund. Morgunblaðið/Ómar Háskóli Framhaldsskólanemar glíma við ýmis verkefni í dag og á morgun. Háskólahermir framhaldsskólanna  Skíðaslys og HM meðal viðfangsefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.