Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 42
ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI MORGUNBLAÐSINS Barcelona Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinnings­hafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 F áar borgir eru jafn áþreifan- lega lifandi og Barcelona, hin 2000 ára gamla höfuð- borg Katalóníuhéraðs. Það má næstum finna púlsinn slá þegar maður leggur lófann á gangstéttina á Römblunni – hinni víðfrægu Las Ramblas – og engin leið að standast stemninguna. Heimamenn gera heldur ekki minnstu tilraun til þess og það skyldir þú ekki gera heldur. Mættu bara og láttu berast með straumnum. Heimsborg með heillandi strönd Stundum þarf maður að gera upp á milli þess að heimsækja heillandi borg með öllu tilheyrandi – menn- ingu, listum, veitingastöðum og verslunum – og þess að komast á rúmgóða sandströnd. Barcelona býður upp á hvort tveggja í senn; einn daginn skoðar þú Picasso- safnið við Carrer Montcada, þann næsta flatmagar þú á sólarströnd, hlustar á öldurnar gæla við sandinn og hleður batteríin. Það má! Þegar líkami og sál eru svo klár í frekari landvinninga innan borgar- markanna er nauðsynlegt að skoða nokkur helstu kennileiti hins goð- sagnakennda arkitekts Antoni Gaudí, en fingraför hans munu setja svip sinn á Barcelona um alla fram- tíð. Hinn flæðandi, lífræni og nánast lifandi stíll hans einkennir meðal annars húsin Casa Batlló við Pas- seig de Gracia og Casa Mila við Provença. Þá má ekki sleppa heim- sókn í almenningsgarðinn Parc Gü- ell, rétt utan við miðborgina uppi á Carmel-hæð, né heldur að sjá hina einstöku kirkjubyggingu La Sagr- ada Familía, en bygging hennar hefur staðið yfir síðan 1882 og lýkur að vonum árið 2026, en það ár verð- ur öld liðin frá dánardægri Gaudí. Góður tapas í gotnesku hverfi En það er sitthvað fleira en Gaudí sem gerir Barcelona svo heillandi. Elsti hluti borgarinnar, gotneska hverfið (Barri Gótic), er að finna nálægt höfninni og þar er lag að leggja frá sér leiðarvísinn og ramba um þröngar steinilagðar göt- ur, þvers og kruss, með eldfornum og óhemju fallegum húsum. Mörgum finnst þess hluti borgar- innar mest sjarmerandi og veitinga- staðirnir eiga ekki minnstan þátt í því. Þarna er nefnilega að finna fjöl- marga frábæra tapas staði, þar sem hver smárétturinn er öðrum ljúf- fengari – bragðsinfónía í einum munnbita! Ef göngumóða langar í einfaldari mat þá má fá hina dásam- legu hráskinku, jamón ibérico, víð- ast hvar og þá er góður ostbiti og drykkur með akkúrat málið. Skemmtilegast er að uppgötva stað upp á eigin spýtur en fyrst um sinn má mæla með Piscolabis keðjunni, þar sem ljúffengir tapas-réttir fást á góðu verði, og svo Vila Viniteca við Carrer Dels Agullers, með um 7.500 mismunandi vín á lager ásamt 350 ostum og hráskinku í hæsta gæðaflokki. Gleymdu ekki að næra andann! Maður lifir víst ekki á brauði einu saman, segir í frægri bók, og það er ekki áhyggjuefni í Barcelona. Í borginni eru ótalmörg listagallerí með spennandi verkum, ásamt söfn- um sem hýsa einstök meistaraverk magnaðra listamanna. Fyrst er að nefna Picasso-safnið við Carrer Montcada. Safnkosturinn telur um 4200 verk eftir Picasso, sem einkum varpa ljósi á mótunarár hans sem listamanns og um leið á sérstætt samband hans við borgina. Museu Nacional d’Art de Catalunya, skammstafað MNAC, er aftur á móti hið ómetanlega listasafn Kata- lóníu og er staðsett í Palau Nacional við Parc de Montjuïc. Ekki má gleyma Fundació Joan Miró þar sem verk Miró eru til sýnis ásamt verkum ýmissa spennandi samtíma- listamanna. Loks má benda á að þeir sem þekkja til hins magnaða Barcelona-fjórleiks um grafreit hinna gleymdu bóka (bækurnar eru Skuggi vindsins, Leikur engilsins, Fangi himinsins, og loks Völundar- hús andanna sem kemur út síðar á þessu ári) eftir katalónska rithöf- undinn Carlos Ruiz Zafón, geta fengið tveggja og hálfrar klukku- stundar leiðsögutúr um sögustaði bókanna í Barcelona. Svo er það þessi Messi ... Í framhaldinu er svo ekki úr vegi að minnast á lágvaxinn Argentínu- mann sem skírður var Lionel Andrés Messi Cuccittini, en flestir þekkja líklega sem Leo Messi. Þessi fótboltasnillingur er nefnilega svo hæfileikaríkur í sinni íþrótt að margir segja að hann ætti hreinlega að vera á listamannalaunum. Hann iðkar einmitt galdur sinn í treyju fótboltaliðsins FC Barcelona og þar sem heimavöllur félagsins, Camp Nou, tekur hvorki fleiri né færri en 99.354 manns í sæti er allt eins lík- legt að áhugasamir geti krækt í miða og séð kappann leika listir sínar. Skoðunarferðir um völlinn eru líka í boði til að auka á upplifun- ina og þar sem Messi skorar oftar en ekki þá má vel vera að gestir á vellinum upplifi hinn ótrúlega hljómvegg sem myndast þegar næstum hundrað þúsund áhorf- endur fagna marki snillingsins ein- um rómi. Meira að segja gæsahúðin fær gæsahúð. En það er svosem tilfinning sem oft lætur á sér kræla í Barcelona. Borg lista, til- finninga, tapas og fótbolta Morgunblaðið/Ómar Langtímasmíði Sagrada Família-kirkjan í Barcelona er verk í vinnslu og hefur verið í meira en 135 ár. Engu að síður er ómissandi að skoða snilldina. AFP Listamaður Kunnugleg sjón á Camp Nou; Leo Messi skilur mót- herja sinn eftir í grasinu og heldur áleiðis að marki gestaliðsins hvar hann mun að öllum líkindum skora, einu sinni eða oftar, undir trylltum fagnaðarlátum áhorfenda í alsælu. Draumahús Casa Batlló stendur við Passeig de Gracia og er eitt þekktasta sköpunarverk Antoni Gaudí. Húsið er eiginlega draumkennt að sjá og hefur ýmist verið kallað „Beinahúsið“ eða „Neðansjávarhúsið“. Ástæðan er augljós. Gotneskja Hinar þröngu og á stundum dimmu steinilögðu götur gotneska hverfisins hafa óviðjafnanlegan sjarma, og allir tapas- staðirnir hafa þar ekki minnst að segja. Unaðsreitur í borginni. Morgunblaðið/Ómar Markaður Sælkerar mega alls ekki láta hjá líða að heimsækja matarmarkaðinn La Boqueria sem stendur við Römbluna í Barcelona. Þar má fá nánast alla þá matvöru sem hugsast getur. Veisla Það er engu logið þegar sagt er að vel samansettur tapas- réttur sé bragðsinfónía í einum munnbita. Oft og iðulega kemur hin unaðslega bragðgóða hráskinka jamón ibérico við sögu. Morgunblaðið/Ómar Sólarströnd Það er ómetanlegt að eiga þess kost að taka sér hlé frá borginni og bregða sér á ströndina við Barcelona til að ná sér í nauðsyn- legt D-vítamín, slaka á og safna kröftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.