Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Margir fengu uppreisn æru í fyrra Höfundur er öryrki í endurhæfingu. Hefur m.a. lokið meistaranámi erlendis á sviði fötlunarfræði. » Góðar umbætur hafa átt sér stað í þessum málaflokkum, í kjölfar leiðréttingar á umrædd- um málum. Umbæt- urnar ættu að hafa auk- ið traust þjóðarinnar í þessum efnum. Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson Líka er þörf fyrir ýmsar úrbætur í málefnum fatlaðra, svo sem sér- hæfðan opinberan eftirlitsvettvang fyrir þann fjölbreytta veruleika sem viðgengst í fötlunarþjónustu hér- lendis. Þetta er víst í vinnslu hjá ráðuneyti. Öryrkjar eru hér nú um 19 þúsund, sem þýðir vaxandi þörf fyrir þjónustu hér, sem verður von- andi mætt með viðeigandi úrræð- um, til að mæta aukinni eftirspurn. Síðan væri notendavænt að opin- berir aðilar sinntu eftirliti og mætu líka afraksturinn. Þá væru þessi málefni á Íslandi samanburðarhæf við álíka fyrirmyndarþjónustu er- lendis. Stuðlum að farsælli framrás Ljóst er af ofangreindu að góðar umbætur hafa átt sér stað í þessum málaflokkum, í kjölfar leiðréttingar á umræddum málum. Umbæturnar ættu að hafa aukið traust þjóðar- innar í þessum efnum. Ýmsu á þó eftir að breyta og bæta, eins og nefnt hefur verið. Margir geta stuðlað að farsælli framrás mála af þessu tagi. Lærum af reynslunni, en eins og mætur maður sagði: Fest- umst ekki í fortíðinni. Að fallvaltri fortíð skal þó hyggja þegar farsæla framtíð skal byggja. hefur aukist og svokölluð NPA- þjónusta færist í vöxt (notendastýrð persónuleg aðstoð). Útlit er fyrir umbætur í menntamálum fatlaðra. Meiri kröfur virðast nú gerðar til vandaðrar fötlunarþjónustu og not- endur eru sjálfir að kynna mál sín í auknum mæli. Meginumsjón mála- flokksins er nú í höndum sveitar- félaga og því tilvalið fyrir hlutað- eigandi að marka stefnu og miðla upplýsingum á kosningaári. Unnið er nú að endurskoðun laga um málefni fatlaðra. Til rannsókna sakamála og vinnu- bragða dómstóla þekki ég lítið. Af fréttum undanfarinna mánaða mætti þó ætla að vandvirkni hefði aukist í þeim efnum. Tengsl lögreglu- yfirvalda og almennings hafa tekið góðum framförum. Fjölga þarf þeim sem starfa við löggæslu hér á landi og bæta hag þeirra, svo þeim málum sé nú haldið til haga. andi íbúa, og skortur á manneskju- legri sýn á líf þeirra og æru, hafi or- sakað að þau voru vanrækt og jafn- vel beitt ofbeldi. „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ virðist ekki hafa virkað á þeim vettvangi! Hefðu þessir íbúar notið meiri virðingar hefði það vafa- laust skilað sér í betri lífskjörum. Litið var líka á sakafólkið sem ut- anveltu ólánsfólk sem verðskuldaði ekki betri meðferð í sínum málum og var dæmt fyrir rangar sakir. Ein ástæðan fyrir að fjallað er um þessi mál hér er að vert er að nefna félagslega vegferð fram undan á svipuðum slóðum. Sé líking notuð væri viðeigandi að lokaniðurstöður þessara mála væru eins og hlaðnar vörður á vegaslóð sem minna okkur á villigötur sem við forðumst í samtíð og framtíð. Þessar vörður eru þó nokkuð nýjar og vert að skoða þær aðeins og læra af þeim. Staða og þróun Við hæfi er á þessari vegferð að virða fyrir sér stöðu mála og þróun á þeim sviðum sem umrædd mál falla undir. Fötlunarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var fullgiltur hérlendis fyr- ir rúmu ári og hagsmunasamtök og fleiri vinna að því að koma honum betur á framfæri. Hann er umfangs- mikill og á vonandi eftir að virka bet- ur hérlendis, en eftir er að ganga lagalega frá viðaukum. Þjónusta við mikið fatlað fólk sakamönnunum í hag. Afrakstur þessara mála þýddi í raun mann- eskjulegra mannorð fyrir þetta fólk en áður á lífsleiðinni, jafnvel uppreisn æru. Svo er bara að vona að viðhorf samfélagsins í þeim málum hafi breyst í sama stíl. Niðurstaðan var sem sagt sú að æra og ímynd fólksins var hreinsuð af öllum for- dómum og dómum sem urðu til þess að búsetu- aðstæður þessara íbúa og önnur lífs- gæði þeirra voru talin vítaverð. Beð- ist var afsökunar og bætur greiddar. Svipað gilti um sakamennina; þeir voru metnir saklausir af sökum í málinu, sem þeir höfðu reyndar verið dæmdir og fangelsaðir fyrir. Segja má að allt þetta fólk hafi verið fórnarlömb misskilnings og fordóma, sem var svo loks leiðrétt í fyrra. Þá var sumt af þessu fólki reyndar fallið frá. Hér er að sjálfsögðu verið að fjalla um svonefnt Geirfinns- og Guð- mundarmál og Kópavogshælismálið, sem voru tímabundið til umfjöllunar í fyrra. Margir samverkandi þættir leiddu til þessara mistaka. Líklegt er að vanmat á færni og skilningi fyrrver- Uppreist æra var nokkuð til umfjöllunar á liðnu ári, svo sem í tengslum við stjórnar- slit. Hún kom við sögu í nokkuð umdeildri um- sögn sem var með laga- stoð. Slíkar umsagnir, ef þær eru útfylltar af öruggum aðilum og síð- an samþykktar, geta eflt samfélagsþátttöku fyrrverandi saka- manna, svo sem í at- vinnumálum. Um það verður ekki fjölyrt heldur bara nefnt hér til að opna umræðu um tvö önnur og kannski mikilvægari mál, sem af- greidd voru með tilþrifum í fyrra. Hins vegar verður mjög svipað heiti síðar notað hér, en það lýsir þó meiri réttarbót. Gömul mál gagnrýnd og endurmetin Í þeim málum voru nokkrar gaml- ar sakir gerðar upp. Hagur hælisbúa á síðustu öld var endurmetinn og ástand mála þeirra skoðað rækilega. Einnig var farið í saumana á gömlu sakamáli og vinnubrögð og dómar ígrunduð á ný. Þetta var um- fangsmikil og vönduð vinna sem lauk með niðurstöðu hælisbúunum og Ævar Halldór Kolbeinsson Samkvæmt skýrslu verkfræðistofunnar Cowi um borgarlínuna (janúar 2017) er skipt- ing á ferðamáta í dag þannig að hlutur ferða með strætó er 4%, gangandi og hjólandi 20% og ferðir með einkabíl 76%. Í sömu skýrslu er áætlað að ár- ið 2040 verði hlutur ferða með strætó 12%, gangandi og hjólandi 30% og ferðir með einkabíl 58%. Ferðir með einka- bíl eiga samkvæmt þessu að minnka um 18 prósentustig eða nákvæmlega jafn mikið og áætluð aukning á ferð- um gangandi, hjólandi og með strætó. Áhrif borgarlínu á umferð einkabíla Það stenst engan veginn að fjölgun ferða með strætó um 8 prósentustig leiði til þess að ferðum með einkabíl fækki um 8 prósentustig. Reynslan sýnir að þegar farþegum fjölgar í strætó vegna bættrar þjónustu, þá hefur hluti nýrra farþega hjólað eða gengið áður, eða þá að nýir farþegar hefðu hreinlega ekki ferðast neitt, ef ekki hefði komið til bætt þjónusta strætó. Með öðrum orð- um, nýir farþegar eru ekki eingöngu fyrrver- andi bílstjórar eða far- þegar í einkabíl. Ef farþegi í einkabíl fer að nota strætó, en bílstjórinn heldur áfram að nota einkabílinn sinn, þá hefur það lítil sem engin áhrif á umferð einkabíla. Bílstjórinn sparar í besta falli krók á leið sinni, í þeim til- vikum sem hann hefði þurft að taka á sig krók til að skutla fyrrverandi farþega á áfangastað. Þetta segir okkur að um- ferð einkabíla mun ekki minnka jafn mikið og ferðum með einkabíl fækk- ar. Við getum áætlað áhrif borgarlínu á minnkun einkabílaumferðar út frá annars vegar áætlun um aukningu á hlut strætó í heildarferðafjölda á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar áætlun um hversu hátt hlutfall af nýj- um farþegum með strætó verður fyrrverandi bílstjórar í einkabíl. Erlendar reynslutölur Í Ástralíu hefur verið komið á „borgarlínum“ (Bus Rapid Transit, BRT) í borgunum Adelaide, Sydney og Brisbane. Upplýsingar um fjölgun farþega með strætó eftir tilkomu „borgarlínanna“ og einnig hve hátt hlutfall af nýjum farþegum hafði áður verið bílstjórar í einkabíl má finna á þessari slóð: http://bic.asn.au/information-for- moving-people/bus-rapid-transit Farþegum með strætó fjölgaði að meðaltali um ca. 45% með tilkomu „borgarlínanna“. Fyrrverandi bíl- stjórar í einkabíl reyndust vera að meðaltali aðeins 25% af nýjum far- þegum með strætó. Upplýsingar um fjölgun farþega með tilkomu borgarlína í Los Angel- es, Miami, Vancouver, Boston, Leeds og Sheffield má finna á slóðinni: www.transit.dot.gov/sites/ fta.dot.gov/files/BRTBrochure.pdf Þetta eru allt stórborgir, þar sem tiltölulega auðvelt er fyrir strætó og lestir að keppa við einkabílinn. Samt er fjölgun farþega með tilkomu „borgarlínanna“ aðeins ca. 60% að meðaltali. Upplýsingar um hlutfall nýrra farþega sem notuðu einkabíl áður eru tilgreindar fyrir „borgar- línur“ í Boston og Pittsburgh. Í Pitts- burgh (West Busway) notaði 1/3 hluti farþega einkabíl áður, en minna en ¼ hluti nýrra farþega í Boston (Silver Line Phase I) notaði einkabíl áður. Má styðjast við erlendu reynslutölurnar? Ef við áætlum fjölgun farþega strætó með tilkomu borgarlínu út frá þessum erlendu reynslutölum, þá mun hlutur strætó aðeins aukast úr 4% í rúmlega 6% af öllum ferðum, eða um rúmlega tvö prósentustig. Um- ferð einkabíla myndi aðeins minnka um ca. hálft prósent, þar eð fyrrver- andi bílstjórar yrðu aðeins um fjórð- ungur af nýjum farþegum. Þar eð borgirnar eru aðeins níu er tölfræði- leg óvissa mikil, auk þess sem óvíst er hversu vel má yfirfæra erlendar reynslutölur yfir á höfuðborgar- svæðið. Að mínu mati eru þessar töl- ur þó sterk vísbending og það er slá- andi að fjölgun farþega (50-60%) í þessum erlendu borgum er miklu minni en áætluð fjölgun strætófar- þega með tilkomu borgarlínunnar (200%). Áhrif á uppbyggingu þjóðvega Rétt er að benda á að fyrirhuguð þétting byggðar mun stuðla að því að hlutur strætó muni aukast með tímanum. Það er hugsanlegt, þó að ég telji það afar ólíklegt, að það mark- mið náist, að hlutur strætó verði 12% af öllum ferðum á höfuðborgarsvæð- inu árið 2040. Í skýrslu Cowi „Borgarlína Recommendations – Screening Report“, gefin út í septem- ber 2017, er nefnt að hugsanlega þurfi að setja vegtolla og hækka bíla- stæðagjöld til að ná þessu markmiði. Hvort tveggja er pólitískt erfitt. Það gildir sérstaklega um vegtolla, ef þeir yrðu settir á til að draga úr umferð einkabíla. Jafnvel vegtollar sem settir eru á til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu vega eru umdeildir. Ef við leyfum nú borgarlínunni að njóta vafans og ákveðum að vera það bjartsýn að trúa því að hlutur strætó verði 12% af öllum ferðum árið 2040 og fyrrverandi bílstjórar verði helm- ingur af nýjum farþegum (rausnar- lega áætlað), þá myndi tilkoma borgarlínu í besta falli leiða til þess að umferð einkabíla yrði um 5% minni en ella. Það er því deginum ljósara að tilkoma borgarlínu myndi ekki spara neitt að ráði í uppbyggingu þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2018-2040. Áhrif borgarlínu á umferð einkabíla ofmetin Eftir Þórarin Hjaltason » Sláandi er að fjölgun farþega (50-60%) í þessum erlendu borgum er miklu minni en áætl- uð fjölgun strætó- farþega með tilkomu borgarlínunnar (200%). Þórarinn Hjaltason Höfundur er umferðar- verkfræðingur, MBA. thjaltason@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.