Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 58

Morgunblaðið - 01.02.2018, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 mælitækið okkar hjá CEO Huxun og byrjar að mæla ánægju undir- manna sinna og fær þannig stöð- ugt endurgjöf á hæfni sína sem stjórnandi.“ Finndu áhugamál og þá finnur þú vinnu En hvernig finnum við atvinnu sem færir okkur tilgang? „Þú þarft að skoða hverju þú hefur raun- verulega áhuga á og finna leið til að vinna við það. Ef þú átt mjög sértæk áhugamál, þá þekki ég til margra sem fá virkilega ánægju út úr vinnu sinni, því þannig stuðla þeir að því að gera það sem þeir hafa áhuga á. Svo sem spila golf, ferðast og svo framvegis. En við þurfum einnig að horfa til þessara þátta þegar kemur að börnunum okkar. Að líta til þess barns sem hefur áhuga á að elda og sýna því hvernig maður getur gert slíkt að atvinnu sinni. Við megum alls ekki reyna að láta börn okkar lifa okkar drauma, það er vonlaust.“ Gunnhildur færir sig yfir í um- ræðuna um hamingjuna og segist sannfærð um að hana sé að finna í litlu hlutunum. „Mér er svo minni- stæð falleg saga af einum ham- ingjusamasta vinnumanni sög- unnar, sem vann í verksmiðju við að aðstoða fólk í framleiðslu. Hann var ekki með mikla menntun, en fólk þurfti á honum að halda og leitaði til hans stöðugt. Þannig fékk hann endurgjöf á verkefnin sín og ánægju við að aðstoða. Kvöldin nýtti hann til að búa til litla gosbrunna, en hann og konan hans sátu löngum stundum úti og horfðu á gosbrunnana mynda regnboga. Þetta færði þau nær hvort öðru og gaf hamingju og ég er sannfærð um að þetta er það sem við eigum raunverulega að vera að leita eftir.“ Einkalífið verður að vera orkumikið Hvað með íslenska stjórnendur, ertu með skilaboð til þeirra? „Mér finnst margir íslenskir stjórnendur til fyrirmyndar. Þeir setja fókus- inn á starfsmenn sína og bregðast við áskorunum á lipran og mann- eskjulegan hátt.“ Gunnhildur segir meiri metnað hjá stjórnendum en hún hefur séð oft áður og efnahagsástandið og lítið atvinnuleysi útskýri það að stóru leyti. „Tryggð starfsmanna minnkar þegar atvinnutækifærin aukast. Sem dæmi get ég nefnt Spán þar sem er 40% atvinnuleysi, þú getur rétt ímyndað þér áherslumuninn á vinnumarkaðnum þar eða hér,“ segir hún og bætir við að starfsmenn séu sífellt að gera meiri kröfur, láta ekki bjóða sér hvað sem er. „Ég persónulega tel hins vegar tækifæri til að gera betur. Það er alltof lág framlegð hjá íslensku vinnuafli að mínu mati sem segir mér að það vantar fleiri eldhuga sem stjórnendur. Einnig þurfum við að vera með opin augu fyrir því hvort við séum með réttan starfsmann í öllum stöðum. Ég er á því að allir hafa gífurlega hæfileika, svo það er tækifæri fólgið í því að færa fólk til í störfum og finna áhugaverð viðfangsefni fyrir hvern og einn.“ Gunnhildur bætir við að eins sé mikil ábyrgð fólgin í því að vera yfirmaður þegar kemur að vinnu- álagi. „Þú sem stjórnandi þarft að sjá til þess að fólkið þitt lifi ríku einkalífi, að það mæti fullt af orku til vinnu og fari fullt af orku heim. Það gera framúrskarandi stjórn- endur vel að mínu mati,“ segir hún að lokum. Síðustu ár hafa konur keppst við að hafa sem lengst augnhár og farið ýmsar leiðir til þess að augnhárin verði löng og þétt. Álímd augnhár hafa aldrei verið vinsælli og heldur ekki augnháralengingar. En það er líka hægt að fara aðrar leiðir til þess að lengja augnhárin. Eitt áhrifaríkasta efnið á markaðnum í dag er iGlow. Um er að ræða augnháraserum sem lengir, dekkir og þykkir augnhárin svo um munar. En hvernig virkar þetta? Jú, iGlow er borið á augnlokið eða við rætur augn- háranna um það bil þrisvar í viku. Best er að bera iGlow á fyrir svefninn eftir að öll augnmálning hefur verið þvegin af. Best er að leyfa seruminu að vinna á meðan við sofum. Eftir tvær til þrjár vikur sést mikill munur. Undirrituð hefur prófað hinar ýmsu augnháranæringar en engin hefur virkað jafnvel og iGlow. Augnháraserumið fæst á Beautybar.is. mm@mbl.is Fyrir og eftir. iGlow er norskt en framleitt í Þýskalandi. Það fæst á Beauty- bar.is. Fyrir og eftir. Eins og sést er mikill munur á augnhárunum. Töfrastöffið sem virkar Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.