Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2018 ✝ Halldór Krist-insson gull- smíðameistari fæddist á Húsavík 10. janúar 1931. Hann lést á Vífils- stöðum 24. janúar 2018. Foreldrar hans voru Kristinn Jóns- son kaupmaður og Guðbjörg Óladótt- ir. Halldór ólst upp á Húsavík ásamt systkinum sín- um. Þau eru Kristjana, fulltrúi hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ari, sýslumaður á Patreksfirði, Óli, bakari í Vest- mannaeyjum og kaupmaður á Húsavík, Jón, bóndi og listamað- ur í Lambey í Fljótshlíð, Páll, bæjarstjóri og síðar fram- kvæmdastjóri á Húsavík. Þau eru öll látin. Var Halldór yngst- ur þeirra systkina. Halldór kvæntist 26. júní 1958 Hrafnhildi Höllu Sigurðardótt- ur, f. 27.4. 1936, d. 2015. Hrafn- hildur var fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Sig- urðar L. Þorgeirssonar húsa- smíðameistara og Huldu Þ. Ottesen bankastarfsmanns. Halldór og Hrafnhildur hófu bú- skap sinn í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Þau eignuðust þrjár dætur, fyrir átti Hrafnhildur dótturina Guðrúnu af fyrra hjónabandi, sem Halldór gekk í föðurstað. Guðrún, maki hennar er Hörður Sigfússon. Kristín Hulda, fv. maki er Guðmund- ur Brynjólfsson. Þau eiga fjögur börn. Hrafnhildur Lóa, maki hennar er Þorsteinn Ágústsson, börn þeirra eru Guð- mundur Kristinn, Ágúst Atli og Ari. Brynjólfur, maki hans er Aðalheiður Svav- arsdóttir, börn þeirra eru Na- talía Ósk og Svava Lind. Halldór Kristinn og Brynhildur. Sigríð- ur, maki hennar er Björn Haa- ker, börn þeirra eru Thea, Anna Hedda og Thor. Guðbjörg, f. 1964, d. 1966. Halldór lærði gullsmíði hjá Guðmundi Eiríkssyni, á verk- stæði Jóns Sigmundssonar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en síðan nám til meistararéttinda í Reykjavík. Starfaði Halldór alla tíð í Reykjavík. Víða er að sjá gripi eftir Halldór, s.s. í Húsavík- urkirkju, Helgafellskirkju, Bjarnarhafnarkirkju og Dóm- kirkjunni í Reykjavík sem skart- ar altarisskreytingu eftir Hall- dór. Útför Halldórs fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 1. febrúar 2018, klukkan 13. Undanfarin ár hef ég verið reglulega spurð að því hvernig hann pabbi hafi það. Og svarið hefur yfirleitt verið á þá leið að hann sé svona og svona eða mislé- legur. Og þannig var það bara. Allir eru þó sammála um að hann hafi verið alveg ótrúlegur. Reis upp úr hverju áfallinu af öðru. Það er eins og hann hafi bara verið að taka pásur og þá hrakaði honum allverulega. Ég hef ekki tölu á því hve oft við höfum verið kallaðar til því nú væri stutt eftir. Ef það ætti að setja pabba í einhvern flokk þá mundi ég velja einhvers konar kattartegund því hann virtist eiga óteljandi líf. Alltaf reif hann sig upp og hló að öllu saman. Kannski voru það hans helstu persónuein- kenni. Ekki að taka hlutunum of alvarlega þó vissulega hefði hann áhyggjur af heilsufari sínu. Undir það síðasta vildi hann vita hvert planið væri. Hvernig allt yrði þeg- ar hann færi að fara. Við ræddum það heilmikið. Einnig dauðann. Og hvers konar ævintýri það yrði að upplifa hann. Hann var ekki hræddur en kannski ekki alveg tilbúinn. Svo kom að því að hann nennti þessu ekki lengur og fór. Búinn að fá nóg af baráttunni við að viðhalda lífi en eiga ekki þá til- veru sem hann hefði óskað sér. Það var komið nóg. Sem ungur maður hafði hann gaman af að ferðast og hann gerði það. Til að mynda kynntist hann mömmu í lest í Rússlandi. Það er einstakt. Hann hafði gaman af bridds og spilaði það í mörg ár. „Strákarnir“ komu heim og borðið með græna dúknum var sett upp, spilastokk- ar lagðir á borðið og þeir reyktu vindla. Ég mátti sniglast í kring- um þá og horfa á en alls ekki tala. Allt mjög spennandi og leyndar- dómsfullt. Sem faðir var hann al- gjörlega ófær um að skamma okk- ur Siggu en gerði það þó samt eftir fyrirmælum mömmu. Og við tókum ekkert mark á því. En við gegndum mömmu, það borgaði sig. Honum fannst gott að fá sér kríu í stól og ekki var verra ef Sigga nennti að fikta í hárinu á honum. Hann kippti sér ekki einu sinni upp við það þó hún næði sér í skæri, snyrti vel á honum hvirf- ilinn og klippti af honum hárin á fótunum. Bringuhárin voru þó heilög. Hann var skapgóður og hafði gaman af að segja alls konar sögur frá því í gamla daga. Flest- ar frá æsku hans á Húsavík. Alls konar skammarstrik sem hann hafði gert, bæði með bræðrum sínum og einn. Það er greinilegt á okkur Siggu að slíkir hæfileikar liggja í ættum. Húsavík var pabba hjartfólgin, það er ekkert annað orð til yfir þær tilfinningar sem hann bar þangað. Sem og alls fólksins hans. Og ég veit að fólkið hans bar til hans sterkar taugar. Það sýndi sig í alúð þeirra við að halda sambandi við hann. Sem gamall maður var pabbi nokkuð „kjútt“ karl, hann gat verið skemmtilegur, orðheppinn og fyndinn. Hann hefði orðið góður bóhem. Með alla sína listrænu hæfileika og léttu lund hefði hann smellpassað inn í hringiðu lista- heims veraldar. Kannski næst. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Farðu í friði og hafðu þökk fyr- ir allt. Þangað til næst. Þín Kristín Hulda. Í dag kveðjum við elsku Hadda, skemmtilegan og glað- lyndan afabróður. Ég fæddist á 37 ára afmælisdeginum hans, Haddi föðurbróðir fékk nafnið hans og sonur minn fæddist á fertugsaf- mælisdegi Hadda yngri. Hall- dórsnafnið var því sjálfgefið sem annað nafn drengsins. Við Haddi tengdumst sterkum böndum þegar hann lá alvarlega veikur á hjartadeild þar sem ég var læknir fyrir allmörgum árum. Hann hélt því hátíðlega upp á 67 ára afmælið sitt þar sem hann hélt að hann myndi aldrei ná ellilífeyr- isþegaaldri. Það eru ófáar heim- sóknirnar þar sem við héldum að þetta væri síðasta skiptið sem við hittum hann, en hann hristi alltaf allt af sér, rétti úr sér og hló og stuttu seinna lenti bréf með lýs- ingum á bridgekvöldum og gönguferðum. Hann átti fleiri líf en meðalköttur þessi jákvæði, glaði maður. Hann fylgdist vel með okkur Svíþjóðarbúum og sérstaklega nafna sínum. Hringdi stundum og sendi gamaldags fagurlega hand- skrifuð bréf í frímerktum umslög- um. Það var hátíðarstund þegar bréfin komu. Hann sendi okkur báðum fallega gjöf þegar Sveinn Halldór varð stúdent. Hann var mjög flinkur gull- smiður og ég heimsótti hann oft á verkstæðið við Hallveigarstíg. Við erum heppin að eiga marga fína hluti sem minna á hann. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa náð að hitta Hadda föstu- daginn áður en hann kvaddi. Hann var þreyttur en með líf í augum, stutt í hláturinn, góða skapið og skemmtilega húmorinn. Hann spurði eftir nafna sínum, fékk fréttir af náminu hans og skoðaði myndir. Takk fyrir 50 ára vinskap og frændsemi, elsku Haddi. Við Kristbjörg og Sveinn Halldór minnumst þín í dag sem alla daga. Við eigum ekki heimangengt í út- förina og kveðjum þig því héðan frá Svíþjóð og Noregi. Dætrum og nánustu fjölskyldu vottum við innilega samúð, missir ykkar og söknuður er mikill. Helena Sveinsdóttir. „Ef þið hafið nennu til,“ sagði Haddi frændi í sumar eftir að hafa hringt og spurt frétta af ferðum okkar til Eyja og í Fljótshlíðina og við sögðumst kíkja til hans þegar við kæmum í borgina. Þessi brýn- ing hans um nennuskort okkar varð til þess að við fórum beina leið til hans og komum ekki að tómum kofanum frekar en fyrri daginn. Margt hægt að spjalla um ferðir og fólk. Haddi var kær öllum sem hon- um kynntust. Jákvæður, gaman- samur, heilsteyptur og hagleiks- maður eins og sést á mörgum munum sem eftir gullsmiðinn liggja og afburðaflinkur og eftir- sóttur leturgrafari. Hann hafði áhuga á að vita hvernig ættingj- um vegnaði og fylgdist vel með öllu sínu fólki. Hann hringdi stundum með einhvern gamlan fróðleik og pantaði svo prósaljóð hjá frænda sínum. Við ætlum því að hafa hinstu kveðju til þessa góða drengs og frænda í því formi. Fyrir margt löngu voru fuglar himinsins í sínum hefðbundnu leikjum. Þá bar svo við að eitt parið tók sig út úr og flögraði um í dansi tilhugalífsins. Þau stungu saman nefjum, sungu og létu vel hvort að öðru og sátu síðan sæl saman á grein og í tímans rás eignuðust þau unga. Hann sendi frá sér gullna birtu sem lýsti umhverfið eins og glóandi gull meðan hún sá um að ungviðið hefði næga fæðu og þjónustu. Þannig liðu árin og þau flugu til annarra landa líkt og fuglar gera en alltaf komu þau aftur settust á greinina sína og sungu saman. Skyndilega var sem greinin hyrfi og hann féll til jarðar en með aðstoð góðra afla komst hann á sama stað og áður. Einkenni haustsins sýndu sig og skær litur hennar dofnaði. Hún drúpti höfði og hafði misst löngun til flugs. Þrátt fyrir góða umönnun kom að því að hún sofnaði. Hann sat áfram á greininni og horfði til himins með söknuði en taldi sig eiga ólokin verkefni og tók nokkurn tíma að ljúka þeim. Síðla janúar að loknum bóndadegi hafði hann merkt við þau öll. Lét vita að nú væri hann tilbúinn, stakk höfði undir væng um leið og hann kvaddi og hélt til eilífðarlandsins þar sem frið er að finna og almættið sem geymir allt hið góða. (S.A.) Við hittum hann í síðasta skipti á Vífilsstöðum á bóndadag. Það var af honum dregið líkamlega en hugsunin skýr sem fyrr. Það var gott „að hafa haft nennu,“ í þá heimsókn. Við kveðjum Hadda með þökk- um fyrir samfylgdina og minn- umst vinar og frænda með hlý- hug. Sveinn Arason Jóna Möller. Margs er að minnast og margt er að þakka þegar kvaddur er kær föðurbróðir eftir langa og heilla- ríka ævi. Halldór fæddist og ólst upp á Húsavík á stóru og annasömu heimili. Faðir hans var kaupmað- ur og móðir hans skapandi og fé- lagslynd atorkukona. Snemma komu í ljós listrænir hæfileikar Halldórs og eftir gagnfræðipróf frá MA fór hann suður til Reykja- víkur og stundaði þar gullsmíð- anám í fjögur ár. Hann fór síðan í framhaldsnám í iðninni og í let- urgreftri í Kaupmannahöfn og í Stokkhólmi. Hann vann að gull- og silfursmíði og rak eigið verk- stæði í áratugi, síðast að Hallveig- arstíg í Reykjavík. Hann sat í prófnefnd og sýningarnefnd á vegum Félags íslenskra gull- smiða. Þá sat hann í stjórn félags- ins og var ritari þess um skeið. Halldór hafði alltaf mikla unun af starfi sínu og skemmtilegast fannst honum að ráða alveg ferð- inni um hvernig hluturinn varð. Gerði hann þá gjarnan nokkrar skissur til að velja úr þegar um sérsmíði var að ræða. Hann smíð- aði, auk hefðbundinna skartgripa, margs konar aðra hluti. Oft komu óskir um verk til gjafa við hátíðleg tækifæri innan lands og utan. Hann smíðaði kirkjumuni og má þar nefna listasmíð á altari Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. Hann gerði einnig t.d. veggmyndir úr silfri á eirplötur, vasa úr silfri á grásteini og þannig mætti lengi telja. Hann tók þátt í sýningum, til dæmis fyrir rúmum tveimur árum í Hönnunarsafni Íslands í tilefni af 90 ára afmæli Félags ís- lenskra gullsmiða. Halldór var einnig fær letur- grafari og var gaman að fylgjast með því hve hratt og örugglega hann gróf hið fegursta letur. Ég veit að oft var leitað til hans sem leturgrafara þegar sérstaklega þurfti að vanda til verka. Það vita kannski færri að Halldór málaði einnig myndir og vann verk sín með olíu, akríl og vatnslitum. Halldór var félagslyndur mað- ur og frændrækinn. Það var mér mikils virði að njóta vináttu hans og fjölskyldu hans. Þrátt fyrir erf- ið veikindi síðustu ára var hann alltaf hress í tali, fylgdist vel með mönnum og málefnum og hélt sínu góða minni til hinstu stundar. Hann var vel lesinn og fróður um margvísleg málefni. Minnisstætt er þegar hann hitti nýlega kvæða- mann að norðan og ég varð vitni að því þegar þeir þuldu, til skiptis, kvæði og vísur eftir minni. Þar var ekki komið að tómum kofan- um hjá Halldóri þrátt fyrir háan aldur hans. Fór hann þá meðal annars með margar vísur eftir móðurbróður sinn Kristján Óla- son. Halldór spilaði golf og hafði mikla ánægju af að spila brids eins og margir í hans ætt, bæði fyrr og síðar. Hann spilaði brids reglulega allt fram á síðustu ár. Efst í huga mér á þessum tíma- mótum er ljúfmennska hans, tryggð, jafnaðargeð og húmor sem skapaði einatt gleði og góða nærveru. Hrafnhildur eiginkona Hall- dórs lést árið 2015. Við, systkinin frá Lambey, þökkum margar ánægjulegar samverustundir og sendum dætrum þeirra Sigríði, Kristínu Huldu, Guðrúnu og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðj- ur. Guðbjörg Jónsdóttir. Nafni minn og föðurbróðir er nú allur, blessaður öðlingurinn. Stoltur hef ég borið nafn hans enda líkaði okkur ágætlega hvor- um við annan, kannski vorum við með svipað lundarfar. Ég missti pabba snemma á minni lífsleið og ég veit að innra með mér fann ég föðurtengsl við Hadda frænda. Hann var ávallt kærleiksríkur og tók jafnan vel og hlýlega á móti mér þegar við hitt- umst; fyrir það er ég honum þakk- látur. Haddi missti Haddý sína frá sér fyrir nokkrum árum og er gaman að segja frá því að í gegn- um tíðina var nánast aldrei á mín- um heimilum talað um þau sitt í hvoru lagi, heldur var alltaf talað um bæði Hadda og Haddý þegar annað hvort þeirra bar á góma. Haddi var alla tíð frændrækinn og fylgdist vel með ættingjum sín- um auk sinna afkomenda. Það var öruggt að hann hringdi í mig á af- mælisdögum foreldra minna, gift- ingardegi þeirra og á afmælisdegi mínum. Þess utan lét hann vita af sér og spurði frétta af fjölskyldu minni en á fyrrnefndum dögum var víst að ég fengi ánægjuleg símtöl frá honum. Haddi var listamaður og ekki bara í sínu fagi sem gullsmiður og leturgrafari heldur lék einnig málningarpensillinn vel í hendi hans sem og skriffæri. Þeir sem til þekkja muna eftir ákaflegri fal- legri rithönd hans og ekki síður var leturgröftur hans á hina ýmsu gull- og silfurmuni fallegur. Hann var líklega með síðustu handlet- urgröfurum á Íslandi. Haddi smíðaði fyrir pabba stórglæsilegt armband úr gulli, handa mömmu, þar sem hann hafði handletrað á armbandið nöfn okkar átta systk- ina og sett rúbínsteina milli nafnanna. Þetta armband er mikil meistarasmíði og mér ofarlega í minni. Þegar Helga mín var fer- tug færði ég henni armband úr gulli, smíð Hadda, með nöfn okk- ar þriggja dætra handgrafin á armbandið og setti Haddi þá gim- steina milli nafnanna. Annað meistaraverk hjá þessum snjalla gullsmið. Síðast heyrði ég í Hadda frænda á afmælisdegi hans, 10. janúar sl. Þann dag varð hann 87 ára gamall. Í símtalinu óskaði ég Hadda til hamingju með daginn og spurði um líðanina. Hann sagði daginn hafa verið góðan, margir komið, aðrir hringt, en nú væri hann þreyttur. Mín túlkun á svör- unum er sú að hann hafi þar verið að fara yfir líf sitt, sem var gott, vina- og fjölskylduvænt en nú væri komið að leiðarlokum sem síðan urðu stuttu síðar. Haddi náði því að verða elstur af systk- inunum sex sem sum féllu frá allt, allt of snemma. Elsku Haddi minn, takk fyrir allt og innilegar samúðarkveðjur til dætra þinna, tengdasona og allra afkomenda. Halldór Arason. Halldór Kristinsson Mikilli ævi er lok- ið. Rétt fyrir klukk- an tvö mánudaginn 8. janúar 2018 kvaddi faðir minn, Kristján Ólafsson, þessa jarðvist, nokkrum mánuðum áður hann náði 95 ára aldri. Hann dó í hárri elli, eins og sagt er. Hin langa ævi hans spannar tímabil sem markað er mörgum helstu áföngum í vexti nútímasamfélags á Íslandi. Hann skildi við þessa jarðvist Kristján Ólafsson ✝ Kristján Ólafs-son fæddist 4. ágúst 1923. Hann lést 8. janúar 2018. Útför Kristjáns fór fram 22. janúar 2018. með þeirri hógværð sem einkenndi alla hans framgöngu, allt hans viðmót í gegnum árin. Þegar pabbi og mamma hófu sam- búð við lok seinni heimsstyrjaldar settu þau sér það markmið að þurfa ekki að láta aðra borga fyrir sig. Þau bjuggu um nokkurra ára skeið í litla steinbænum sem stóð á mót- um Klapparstígs og Hverfisgötu, og greiddu fyrir leiguna með því að annast gamla konu sem átti húsið. Næsti kafli ungra hjóna með fjögur börn árið 1950 hefði eflaust verið að leigja kjallaraíbúð eða flytja inn í bragga. Foreldrar mínir kusu hvorugan þessara kosta, en fjárfestu þess í stað í litlu húsi á Selásbletti 13 rétt austan við meginbyggðina í Reykjavík. Í því húsi fæddist undirritaður. Við upphaf sjötta áratugar tuttugustu aldarinnar gáfu borg- aryfirvöld kost á því að menn reistu sín eigin einbýlishús á reitnum sem nú afmarkast af Hæðargarði, Grensásvegi, Soga- vegi og Tunguvegi. Pabbi og mamma tóku tilboðinu og fluttu litla húsið úr Selásnum á palli vörubíls niður í Smáíbúðahverfi og byggðu Mosgerði 17, þar sem undirritaður átti sín bestu bernskuár. Pabbi var fáorður um margt það sem stóð hjarta hans næst, en hann deildi fúslega með mér end- urminningum af þessum árum milli 1951-1958, þegar gamli sum- arbústaðurinn úr Selásnum breyttist úr 36 fermetra, einnar hæðar húsi í tveggja hæða hús með þreföldum upphaflegum gólffleti. Verkefnið var ekki árennilegt. En pabbi botnaði sína upprifjun á þessu tímabili með orðunum: „Þetta var bara gaman.“ Pabbi og mamma bjuggu svo á Unnarstíg 6 á Landakotshæð þegar þau luku sínu jarðlífi. Stíg- urinn frá örbirgð til allsnægta lá frá Klapparstíg að Unnarstíg. Þegar leið að ævikvöldi komu í ljós aðrir eiginleikar pabba, sem komu ekki á óvart. Mamma missti starfsorku þegar leið á áttunda áratug ævi hennar. Þá brá svo við að harðjaxlinn, sem aldrei lét sér verk úr hendi falla, tók að sér umönnun makans í fullu starfi. Við, börn þeirra hjóna, metum þá umönnun að fullu. Mamma tjáði sig, með sínum hætti á síðustu mánuðunum og lét í ljós aðdáun sína á makanum: „Ja, ef fleiri væru eins myndarlegir og þessi!“ Og nú dregur að leiðarlokum. Lýkur þessu hér? Nei, pabbi lifir með okkur, með sínum hætti, svo lengi sem einhver ber nafn hans, er Kristjánsson, heitir Kristján, er Kristjánsdóttir. Lífið sem kviknaði í lítilli bað- stofu í Flóanum í ágúst 1923, slokknaði á nýbyrjuðu ári þegar Íslendingar minnast 100 ára af- mælis fullveldis Íslands. Sá sem bar þann lífsneista í brjósti sér sá íslenska lýðveldið verða til, vaxa og eflast. Við leiðarlok þökkum við af innstu hjartarótum fyrir framlag hans og óskum honum velfarnað- ar á þeim ókönnuðu stígum sem liggja framundan. Flosi Kristjánsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.