Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.05.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Myndin er ekki af tilboðsdemanti Carat Color Clarity Cut Polish Symmetry Certificate 0.70 G VS2 Very good Good Very good Shape Round brilliant GIA Tilboð á lausum steini: 350.000 kr.* *Tilboðið gildir í tvær vikur Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 demantar@jonogoskar.is I www.jonogoskar.is SÉRFRÆÐINGAR Í DEMÖNTUM Við útvegum allar stærðir og mismunandi slípanir demanta í mörgum gæðaflokkum, veitum ráðgjöf og gefum tilboð í sérsmíði. SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hún er kölluð borgin sem sneri aftur. Endur- reisnarborg Bandaríkjanna. Borgin Detroit í Michigan-ríki í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna, rétt við landamærin að Kanada, hefur sannarlega séð tímana tvenna og íbúar þar hafa fengið að upplifa bæði jákvæðar og nei- kvæðar hliðar ameríska draumsins. Þetta er borgin sem á fyrstu áratugum síð- ustu aldar var kölluð París miðvesturríkjanna, þar var miðstöð bílaiðnaðarins, uppfinninga og nýsköpunar og þarna varð Motown- tónlistarrisinn til, útgáfufyrirtækið sem skaut listafólki á borð við Michael Jackson og Diönu Ross upp á stjörnuhimininn. En síðan tók að halla undan fæti, hluti bílaframleiðslunnar færðist annað og árið 2013 var lýst yfir gjald- þroti Detroit. Það var stærsta gjaldþrot borg- ar í sögu Bandaríkjanna. Um tíma mældist at- vinnuleysi þar þrefalt meira en meðaltalið í landinu, glæpir voru margfalt tíðari en í öðr- um borgum landsins og íbúum fækkaði um þriðjung á 20 árum. Útlitið var ekki bjart, eða eins og blaðamaður tímaritsins Forbes komst að orði fyrir nokkrum árum: „Þetta er öm- urlegasta borg Bandaríkjanna.“ En nú er allt á uppleið í Detroit. Blaða- manni Morgunblaðsins gafst kostur á að sækja borgina heim í síðustu viku í boði ferða- málaráðs Detroitborgar í fyrsta beina flugi WOW air þangað, en félagið flýgur nú þangað frá Íslandi fjórum sinnum í viku. Undanfarið hafa fjölmörg tækni- og nýsköpunarfyrirtæki komið sér fyrir í borginni, ekki síst vegna mikils framboðs af ódýru atvinnuhúsnæði og fyrir tilstuðlan ýmissa ívilnana sem eru til þess ætlaðar að laða að ný fyrirtæki. Það var sama hvar var komið; í miðborgina þar sem framkvæmdir eru á hverju horni og ýmist ver- ið að rífa gamlar byggingar eða gæða þær nýju lífi, í gamalt iðnaðarhverfi sem hefur fengið nýtt líf sem spennandi matarmarkaður eða á einn þeirra fjölmörgu veitingastaða sem hafa verið opnaðir á undanförnum mánuðum; alls staðar var viðkvæðið það sama: hér er allt að gerast! Bílaborgin mikla Detroit á sér mörg viðurnefni. Eitt þeirra þekktasta er bílaborgin, en borgin var miðstöð bílaiðnaðar framan af 20. öldinni og þarna voru höfuðstöðvar „risanna þriggja“; General Motors, Ford og Chrysler. Það var í Detroit sem Henry Ford hóf tilraunir sínar og smíði á bílum og T-Ford hans, sem leit dagsins ljós árið 1908, var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn og þar með sá fyrsti sem aðrir en auðmenn og fyrirmenni höfðu ráð á. Tilkoma hans gjör- breytti lífsháttum fólks og hann varð að nokk- urs konar tákni fyrir hina rísandi millistétt sem lét sífellt meira að sér kveða á þessum ár- um. Verksmiðjan þar sem bíllinn var hann- aður og smíðaður er nú skemmtilegt safn sem vert er að heimsækja, The Ford Piquette Avenue Plant. Þar má fræðast um fyrstu ár Ford-bílaverksmiðjanna og þar er geysimikið safn Ford-bifreiða frá ýmsum tímum, einkum frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Bifreið Kennedys og strætó Rosu Parks Reyndar má sjá merki Henrys Fords víða um borgina; þar eru t.d. sjúkrahús og ýmsar byggingar sem bera nafn hans og Uppfinn- inga- og nýsköpunarsafn Henrys Fords (The Henry Ford Museum of Innovation) í Detroit, sem var opnað árið 1933, er gjarnan talið eitt af bestu söfnum Bandaríkjanna. Þar eru sögu uppfinninga gerð skil á sérlega lifandi hátt og að auki er þar að finna marga merka gripi sem tengjast atburðum úr sögu Bandaríkj- anna; t.d. forsetabifreiðina sem John F. Ken- nedy var farþegi í þegar hann var skotinn í Dallas í Texas árið 1963. Þarna er líka strætisvagninn þar sem Rosa Parks, svört skrifstofustúlka, neitaði að standa upp fyrir hvítum farþega í borginni Montgomery í Ala- bama árið 1955 eins og lög kváðu á um og leiddi atvikið til þáttaskila í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Þarna er einnig stóllinn sem Abraham Lincoln sat í í Ford- leikhúsinu í Washington 14. apríl 1865 þegar John Wilkes Booth skaut hann til ólífis. Enn má sjá blóðblettina í stólnum, sé vel að gáð. Við safnið stendur áhugavert þorp, nokkurs konar Árbæjarsafn Detroit-búa. Það var reist að frumkvæði Fords, það heitir Greenfield Village og er samansafn gamalla húsa úr ýms- um áttum. Safnið byrjaði með æskuheimili hans, sem hann vildi forða frá niðurrifi, og síð- an bættust fleiri byggingar við í safnið sem margar tengdust lífi hans á einhvern hátt. Þá eru í þorpinu æskuheimili þekktra Banda- ríkjamanna, fyrsta rannsóknarstofa Thom- asar Edisons (sem var besti vinur Fords), verkstæði Wright-bræðra þar sem þeir hönn- uðu og smíðuðu flugvél sína og ótalmargt ann- að spennandi og skemmtilegt. Listasafn borgarinnar, Detroit In- Ameríski draumurinn lifnar við í Detroit  Bíla- og tónlistarborgin Detroit í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fór úr gjaldþroti til endurreisnar á örfáum árum  „Hér er allt að gerast,“ segja heimamenn  Var dæmd úr leik, en iðar nú af lífi og fjöri Ljósmynd/visitdetroit.com Detroit Borgin er stærsta borgin í Michigan-ríki og sú 23. stærsta í Bandaríkjunum. Hún stendur við Detroit-á, sem rennur í Stóru vötnin svokölluðu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. 26 Meðal veitingastaða sem blaða- maður snæddi á í Detroit var Traff- ic Jam and Snug. Hluti þess sem þar er boðið upp á er framleiddur á staðnum; þar eru bakarí, brugg- hús, mjólkurbú og ostagerð og uppi á þaki leynist kryddjurta- garður. Vel má mæla með djúp- steiktum súrum gúrkum sem á matseðlinum kallast „Help me Elv- is, I’m in a pickle“ og kom þessi réttur skemmtilega á óvart! Þegar íbúar Detroit-borgar eru spurðir hvort einhverjir réttir ein- kenni borgina öðrum fremur er tvennt oftar nefnt en annað. Ann- ars vegar pítsur, en Detroit-pítsur eru ferhyrndar með þykkum botni og þykja mikið lostæti. Hins vegar pylsurnar. Svokall- aðar Coney dogs, sem er pylsa í brauði með kryddaðri kjötsósu og rúsínan í pylsuendanum er sax- aður laukur og sinnep. Tveir veit- ingastaðir í borginni þykja öðrum fremri í að framreiða þennan rétt; þeir heita American og Lafayette og svo skemmtilega vill til að þeir standa hlið við hlið. Athygli vekur, þegar farið er um stræti og torg Detroit-borgar, hversu alþjóðlegar keðjur á borð við McDonalds, Starbucks og Burger King eru lítt áberandi. Á þessu er býsna athyglisverð skýr- ing. Þegar uppbyggingin í borginni hófst var ákveðið að leggja áherslu á að staðbundnir veitingastaðir í eigu heimamanna fengju að njóta sín sem best. Þessi stefna hefur gengið vel eftir og það er sannar- lega tilbreyting að koma til borgar þar sem sjá má veitingastaði, bæði stóra og smáa, sem ekki eru á hverju götuhorni í hverri einustu borg. Í Detroit eru fáar keðjur og áhersla á það staðbundna DJÚPSTEIKTAR GÚRKUR, PYLSUR OG FERHYRNDAR PÍTSUR Matur Á veitingastaðnum Traffic Jam and Snug í Detroit eru m.a. ostagerð, mjólk- urbú, bakarí og bjórbrugghús og á þaki veitingastaðarins er kryddjurtagarður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.