Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.05.2018, Blaðsíða 74
74 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2018 Í þessum töluðum orðum erum við hjónin hér á gangi í miðborgKaupmannahafnar. Það er ljúft að skreppa svona og njóta þessað vera til. Maímánuður fer reyndar allur í ferðalög, því fljótlega eftir þessa Danmerkurferð ætlum við til Tenerife í sólina. Þetta er bara skemmtilegt,“ segir Benedikt Kolbeinsson, bóndi á Votumýri á Skeiðum, sem er sjötugur í dag. Benedikt er frá Selfossi, er vélvirki að mennt og með meistarabréf upp á vasann. Hann tók þó snemma stefnu í sveitina. Þau Sigurlín Grímsdóttir kona hans hófu búskap á æskuslóðum hennar á Neðra- Apavatni í Grímsnesi árið 1972. Fluttu svo árið 1975 að Votumýri þar sem Benedikt á rætur – og byggðu þar upp myndarlegt bú. „Mig langaði til þess að prófa búskap í sveit og sú tilraun stendur enn. Við vorum hér lengi með stórt bú á Votumýri, oft um fjörutíu kýr og ársnytin var þegar best lét um 7.000 mjólkurlítrar. Allt í tilverunni hefur þó sinn tíma og við hættum með kýrnar í fyrravetur og seldum mjólkurkvótann. Núna er ég bara með eldi á kálfum og nautum sem ég sel í sláturhúsið. En lífið er ekki bara búskapur og auðvitað á ég áhugamál; mér hefur alltaf fundist gaman að taka ljósmyndir, skreppa á hestbak og ferðast, hvort sem það er innanlands eða til út- landa,“ segir Benedikt. Þau Benedikt og Sigurlín eiga tvær dætur, Þórunni Selmu og Ingibjörgu Ebbu, sem báðar eru uppkomnar og búa í Reykjavík. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndinn Mér hefur alltaf fundist gaman að ferðast, segir Benedikt. Vélvirki sem varð bóndi á Skeiðunum Benedikt Kolbeinsson er 70 ára í dag G ísli Viggósson fæddist í Reykjavík 3.5. 1943, ólst fyrstu árin upp á Leifsgötu 10, en 1948 flutti fjölskyldan að Mávahlíð 24, þar sem Gísli átti heima fram á unglingsár: „Hlíðarnar voru skemmtilegar bernskuslóðir. En skugga bar á þegar ég missti móður mína er ég var átta ára. Sem betur fer eignuðumst við systkinin stjúpu sem reyndist okkur af- skaplega vel. Ég var í sveit á sumrin. Fyrst hjá frændfólki á Ausu í Borgarfirði, síð- an hjá frændfólki í Öxl í Húnaþingi, þá á Flóðatanga í Stafholtstungum og síðasta sumarið á Vallá á Kjalar- nesi, þá orðinn 14 ára. Ég á mjög góðar minningar frá þessum sumr- um. Í Öxl var ég hjá öldruðum bónda sem hafði brugðið búi en hafði unun af verklagi gamla tímans, að slá með orfi og ljá og hlaða torfhleðslur, sem ég fékk að taka þátt í.“ Gísli var í Austurbæjarskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, lauk stúdentsprófi frá ML 1964, fyrri- hlutaprófi í byggingarverkfræði frá HÍ 1967 og MSc-prófi frá Tækni- háskólanum í Þrándheimi (NTH) 1970. Gísli fór ungur til sjós á togara með föður sínum, sem og með Jón- mundi Gíslasyni, föðurbróður og skipstjóra. Á sjónum heillaðist hann af haföldunum og brotöldum en glíman við öldurnar hefur orðið meginstarfsvettvangur hans. Í framhaldsnámi í Þrándheimi kynntist Gísli þeim manni sem mót- aði hann hvað mest sem verkfræð- ing, prófessor Per Bruun, sem var alþjóðlegur ráðgjafi í hafnargerð og gerð sjóvarna. Hann var lærifaðir Gísla í faginu og þeir urðu mjög nán- ir samstarfsfélagar í áratugi og Per mikill vinur þeirra hjóna alla tíð. Gísli var lengst af verkfræðingur hjá Hafnamálastofnun, síðar Sigl- ingastofnun, þar sem hann stýrði rannsóknar- og þróunarsviði stofn- unarinnar 1986-2013. Hann átti frumkvæði að líkantilraunum af höfnum og rannsóknum á hreyf- ingum fiskiskipa í höfnum og notkun og þróun nýrrar gerðar brimvarn- argarða úr stórgrýti hér á landi og víðar, svonefndum bermugörðum. Dæmi um slíka garða er að finna við ýmsar erfiðar innsiglingar fyrir opnu hafi, s.s. um Hornafjarðarós, Grindavíkurhöfn og Landeyjahöfn. Gísli hafði umsjón með tveimur al- þjóðlegum ráðstefnum á Hornafirði 1994 og 2005 og hefur ritað fjölda fræðigreina í erlend fagtímarit. Hjá Siglingastofnun leiddi Gísli þróun upplýsingakerfis um veður og sjólag til að auka öryggi sjófarenda. Hann hafði einnig umsjón með „Áætlun um öryggi sjófarenda“. „Það hefur verið einstaklega áhugavert og krefjandi að starfa á þessum vettvangi, við rannsóknir og líkantilraunir af mörgum höfnum landsins, og að öryggismálum sjófar- enda. Ótrúlegur árangur hefur náðst Gísli Viggósson verkfræðingur – 75 ára Stórfjölskyldan Gísli og Kristín með sonum sínum, tengdadætrum og barnabörnunum á Ítalíu, árið 2015. Glímt við brotsjói Ægis Hafið bláa hafið Gísli og Kristín í siglingu úti á Flórída um páskana. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.