Skírnir - 01.09.2017, Page 4
Frá rit stjór a
Á síðasta ári fagnaði Hið íslenska bókmenntafélag 200 ára afmæli sínu og vakti með
myndarlegum hætti athygli á sinni merku sögu og mikilvæga starfi. Í ár eru sömu-
leiðis 200 ár frá því félagið hóf útgáfu Íslenskra sagnablaða, tímarits er var í raun for-
veri Skírnis, sem að bestu manna yfirsýn er talið elsta menningarrit á Norðurlöndum
sem enn kemur út. Það er ekki lítill áfangi og ber að fagna því að þjóðin hafi borið
gæfu til að styðja við menningarútgáfu af þessu tagi, og vonandi verður svo enn.
Lengsta grein Skírnis að þessu sinni færir fram nýtt sjónarhorn á sígilt um-
ræðuefni síðustu hefta, Íslendingasögurnar og höfunda þeirra. Jón Karl Helgason,
Sigurður Ingibergur Björnsson og Steingrímur Páll Kárason hafa í krafti nýrra
aðferða, sem reistar eru á tölfræði, ráðist í stílmælingu fornsagna, m.a. í þeim tilgangi
að greina samsvaranir milli sagna. Slíkt gæti fært okkur nær svari við því hvort til
dæmis Snorri Sturluson hafi skrifað Egils sögu eða Sturla Þórðarson Njálu, svo dæmi
sé tekið. Enginn vafi er á því að grein þremenninganna mun vekja mikla athygli og
leiðir vonandi til frjórra og skemmtilegra umræðna og skoðanaskipta.
Annað efni Skírnis er af ýmsu tagi. Hér birtist síðari hluti greinar Kristínar Ing-
varsdóttur um samskipti Íslands og Japan; Birgir Hermannsson skrifar um hinar
ýmsu gerðir þjóðernishyggju; Sveinn Yngvi Egilsson fjallar um ljóðabréf Benedikts
Gröndal og einkanlega bréf hans til Sigríðar Magnúsdóttur, „dóttur hjóna úr Brekku-
bæ“; Helgi Skúli Kjartansson á hér skemmtilega grein sem er svolítið í anda Hvað ef?
sagnfræðinnar – um flutning Íslendinga til Jótlandsheiða í kjölfar Skaftárelda 1793.
Að vanda er grein um stöðu íslenskrar tungu, þar sem Jón Sigurðsson fyrrum skóla-
stjóri og ráðherra skrifar um ís-enskuna.
Þegar sú stefna var tekin að leggja af sérstaka ritdóma var ákveðið að efna frekar
í stærri greinar um einstaka rithöfunda og verk þeirra. Slíkar greinar hafa síðan birst
í heftum síðustu ára. Af þessu tagi er grein Kjartans Ómarssonar um Bergsvein Birgis-
son og eitt lykilverka hans, Handbók um hugarfar kúa. Og í framhaldi af merkum
greinum um íslam í fyrri heftum skrifar Sigurjón Árni Eyjólfsson nú um pólitískan
rétttrúnað — og mætti bæta við að gefnu tilefni.
Skáld Skírnis er að þessu sinni Kristín Ómarsdóttir og í myndlistarþættinum
fjallar Friðrik Sólnes um hinn unga en magnaða málara, Þránd Þórarinsson.
Páll Valsson
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 268