Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 11
275fingraför fornsagnahöfunda
litlum fjólubláum blekbletti, sem er á vísifingursþumli á hanska
konu sem leitar til hans, að hún hafi „skrifað bréf áður en hún fór
að heiman, en þó eftir að hún var ferðbúin“ (Doyle 1980: 53). Í
gegnum saumsprettu á hanskanum sér Holmes að blekið hefur
einnig litað fingurgóminn. „Hún hefur skrifað bréfið í skyndi,“
útskýrir hann, „dyfið pennanum of djúpt í blekbyttuna, og þetta
hefur hún gert í morgun, þar eð bletturinn var enn á fingurgómi
hennar“ (Doyle 1980: 53).5 Þar sem dæmið vísar í senn til skrifa og
þeirrar aðferðar sem lögreglan notar gjarnan við söfnun fingrafara
má heimfæra það yfir á þær leiðir sem eru færar til að bera kennsl á
höfunda verka sem ekki er víst hver hafi samið. Takmark slíkra
rannsókna er að finna óumdeild fingraför viðkomandi á verkinu,
einkenni sem hægt er að tengja við einn og aðeins einn einstakling.
Á þessum vettvangi vísa menn stundum til svonefndar „Mor-
elli-aðferðar“ sem þróuð var af ítalska listfræðingnum Giovanni
Morelli (1816−1891). Líkt og Doyle var Morelli læknismenntaður
en hans er einkum minnst fyrir að hafa umbylt hugmyndum fólks
um höfundareinkenni listmálara sem hann taldi birtast í „smá-
atriðum, einkum þeim sem skipta minnstu fyrir þann stíl sem ein-
kennir skóla viðkomandi málara: eyrnarsneplum, nöglum eða lögun
á fingrum og tám“(Ginzburg 1983: 82). Árið 1968 vakti ítalski rit-
höfundurinn Enrico Castelnuovo (1920–2014) athygli á að aðferð
Morellis væri hliðstæð þeirri sem Holmes beitir í sögum Doyles en
áratug síðar víkkaði þriðji Ítalinn, sagnfræðingurinn Carlo Ginz-
burg, út þann samanburð með því að benda á að Doyle og Morelli,
rétt eins og austurríski sálgreinandinn Sigmund Freud (1856–1939),
væru undir áhrifum „læknisfræðilegrar táknfræði eða sjúkdóms-
einkennagreiningar — þess fags sem að leyfir, þó að sjúkdómurinn
sé ekki sýnilegur, greiningu á grundvelli yfirborðskenndra einkenna
eða tákna, sem oft fara framhjá þeim sem ekki er fagmaður, og jafn-
vel dr. Watson“ (Ginzburg 1983: 87). Ginzburg fullyrti raunar að á
síðari hluta nítjándu aldar hefði slík táknfræðileg túlkun veruleik-
ans orðið að ríkjandi viðmiði í mannvísindum.
skírnir
5 Dæmið er eitt af mörgum úr sögunum um Holmes sem Thomas A. Sebeok og
Jean Umiker-Sebeok (1983) ræða í greininni „“You Know My Method”: A Juxta-
position of Charles S. Peirce and Sherlock Holmes“.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 275