Skírnir - 01.09.2017, Síða 12
Það kann að skýra hvers vegna menn hófu um líkt leyti að leita
uppi höfunda íslenskra fornsagna, einkum Íslendingasagna, með því
að greina texta þeirra. Dæmi um slíka táknfræðilega túlkun á Njálu
er umfjöllun danska textafræðingsins Kristians Kålund (1844–1919)
frá 1882 um örnefnið Fiskivötn. Þau eru nefnd í lýsingu sögunnar
á ferðalagi Flosa Þórðarsonar og manna hans frá Svínafelli í Ör -
æfum vestur til Rangárvalla. Riðu þeir frá Kirkjubæ á Síðu „upp á
fjall og svo til Fiskivatna og riðu nokkru fyrir vestan vötnin og
stefndu svo vestur á sandinn,“ segir þar.6 Kålund benti á að ekki
væru nein Fiskivötn nærri þjóðleiðinni yfir Mælifellssand norðan
jökla. Hins vegar væru Fiskivötn norðan við Tungnaá (þau sem
oftar eru nefnd Veiðivötn). Þetta misræmi benti, að mati Kålunds,
til þess að höfundur Njálu væri úr Vestur-Skaftafellssýslu en um
leið lítill fjallagarpur.
Varla hefði neinum öðrum dottið í hug að nefna þessi vötn, sem hafa verið
ókunn næstum alls staðar annars staðar á landinu; aftur á móti hafi menn
sennilega farið þangað árlega úr Skaftártungu og næstu sveitum og lagt úr
byggð einmitt sömu leið og þegar farið var yfir Mælifellssand, en sú leið hefur
sennilega verið fremur sjaldan farin. Maður sem hafði ekki farið sjálfur þessar
fjallaleiðir, gat auðveldlega álitið að Fiskivötn væru nær Mælifellssandi en
þau eru í raun og veru. Ónákvæmnin sjálf í umfjöllun Fiskivatna virðist því
benda til Vestur-Skaftfellings, sem hafði ekki tekið þátt í löngum fjallaferðum
sjálfur, t.d. klerklærður maður. Sagan, eins og við höfum hana nú, er talin frá
miðri 13. öld eða síðara helmingi hennar, og gætu menn því freistast til að
nefna Brand Jónsson ábóta sem líklegan höfund eða a. m. k. verið skráð vegna
bókmenntaáhuga er hann vakti í klaustrinu. (Kålund 1986: 99–100)
Vanþekking á staðsetningu Fiskivatna er hér greind sem mögulegt
„sjúkdómseinkenni“ ábótans Brands Jónssonar (d. 1264). Ári eftir
að Kålund setti fram þessa kenningu hafnaði Sigurður Vigfússon
(1828–1892) fornfræðingur henni reyndar afdráttarlaust og sagði
liggja „í augum uppi, að þau Fiskivötn, sem höfundur Njálu talar
um, hlutu að hafa verið austnorðan undir Eyjafjallajökli, og þar er
þeirra að leita“ (Sigurður Vigfússon 1883: 115). Taldi Sigurður
276 jón, sigurður, steingrímur skírnir
6 Brennu-Njáls saga 1996: 252. Fiskivötn eru líka nefnd í þeim kafla sögunnar sem
lýsir leit manna að Flosa og brennumönnum eftir Njálsbrennu, Sama heimild: 268.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 276