Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 14
hlutanum féll það niður í 23%. Vildi Hallberg skýra þetta svo að
síðari hluti sögunnar hefði bjagast í meðförum afritara (Hallberg
1963: 10–11, 1968: 46 og 200–202). Sú skýring veikir hins vegar þá
ályktun að „en er“ sé fingrafar Snorra Sturlusonar sem höfundar.
Líkt og Haukur Þorgeirsson (2014: 65) hefur bent á mætti með
sömu rökum rekja háa tíðni „en er“ í Heimskringlu og fyrri hluta
Eglu til stílvitundar eins eða fleiri afritara.
Sú aðferð sem oftast hefur verið beitt við leit að höfundum ein-
stakra fornsagna felst í greiningu á persónuleika viðkomandi (e. aut-
horship characterization). Textinn er túlkaður sem vitnisburður um
kyn, menntun, starfsreynslu, skaphöfn og aldur viðkomandi, reynt
er að kortleggja þekkingu hans eða hennar á öðrum ritum, sögu,
lögum og staðháttum, sem og listræn og pólitísk markmið með
skrifunum (sjá m.a. Love 2002: 119−131). Glöggt dæmi um þessa
aðferð má finna í bók Hermanns Pálssonar (1921–2002), Uppruni
Njálu og hugmyndir (1984). Í fyrri hluta verksins rakti Hermann
hvernig vísað er í Njálu í fjöldamörg önnur rit sem þekkt voru á Ís-
landi á miðöldum, til að mynda Þiðreks sögu af Bern, Gyðinga sögu,
og Alexanders sögu. Með hliðsjón af þessum „bókaskáp“ taldi Her-
mann ljóst að höfundurinn hefði verið hámenntaður klerkur, hugs-
anlega úr hópi nemenda Brands ábóta sem er m.a. talinn hafa þýtt
Alexanders sögu. Í lokakafla bókar sinnar færði Hermann síðan rök
fyrir þeirri tilgátu að Árni prestur Þorláksson (1237–1298), síðar
biskup, væri höfundurinn. Af Árna sögu biskups má ráða að hann
hafi þekkt að minnsta kosti sum þeirra verka sem höfundur Njálu
vísar til. Hermann ræddi einnig um ættir og staðháttaþekkingu
Árna sem var afkomandi Síðu-Halls, alinn upp á Svínafelli í
Öræfum og nemandi í klaustrinu í Þykkvabæ. Þá lagði Hermann
áherslu á að Árni hefði, líkt og höfundur Njálu, „haft sérstakan
áhuga á því að leysa deilur og önnur vandamál“ (Hermann Pálsson
1984: 110).7
278 jón, sigurður, steingrímur skírnir
7 Þess má geta að Torfi H. Tulinius (2004: 167−228) setur fram hliðstæða túlkun á
tengslum Egils sögu við persónuleg og pólitísk atriði úr ævisögu Snorra Sturlu sonar
í riti sínu Skáldið í skriftinni.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 278