Skírnir - 01.09.2017, Síða 27
291fingraför fornsagnahöfunda
hlutum myndarinnar en það, ásamt því að blálituðu stöplarnir eru
jafn yfirgnæfandi og raun ber vitni, sýnir hve mikið samræmi er í
stílnum í þessum þremur sögum. Mælingin styrkir enn frekar þá til-
gátu að Heimskringla og Egla séu verk eins og sama höfundar.
Sakbendingar
Í kaflanum um rannsóknaraðferðir hér að framan voru kynntar
stuttlega þrjár tilgátur sem fram hafa komið um höfund Njálu
(Brandur ábóti Jónsson, Árni biskup Þorláksson og Grímur prestur
Hólmsteinsson). Ýmsir fleiri þrettándu aldar menn hafa komið þar
til álita. Á þriðja áratug síðustu aldar hélt Magnús Sigurðsson
(1856−1945), bóndi á Storð í Nýja Íslandi í Kanada, til dæmis nafni
Snorra Sturlusonar á lofti; hann hefði: „verið talinn mestur ritsnill-
ingur er uppi hefir verið á Norðurlöndum fyr eða síðar; en sem er
sannað með rökum að verið hafi höfundur Egilssögu og Heims-
kringlu. Mætti hann vel hafa verið höfundur Njálu, hvað sögulega
afstöðu snertir.“21 Benti Magnús einnig á að Snorri hefði verið alinn
upp í Odda, nærri meginsögusviði Njálu, hjá Jóni Loftssyni (1124−
1197) sem var af ætt Flosa Þórðarsonar. Þessari kenningu hefur þó
almennt verið hafnað, líkt og kenningunni um Brand ábóta, með
vísan til þess að Njála hafi ekki verið samin fyrr en í kringum 1280,
alllöngu eftir að þeir félagar söfnuðust til feðra sinna. Á sjötta ára-
tugnum tók Helgi Haraldsson (1881−1984), bóndi á Hrafnkelsstöð -
um í Hrunamannahreppi, engu að síður undir tilgátu Magnúsar og
færði áþekk rök fyrir máli sínu. Lagði hann m.a. sérstaka áherslu á
að Njála væri verk mikils ritsnillings: „Ég veit, að fræðimennirnir
vilja ekki viðurkenna Snorra sem höfund Njálu. En það er annað,
sem þeir hafa oft viðurkennt, og það er, að Snorri hafi borið höfuð
og herðar yfir alla snillinga á Norðurlöndum á sinni tíð. Ef hann er
ekki höfundur Njálu, þá er þetta ekki rétt, því að þá er annar, sem
stendur honum fyllilega jafnfætis.“22
skírnir
21 Magnús Sigurðsson 1926: 2, sjá einnig Magnús Sigurðsson 1928.
22 Helgi Haraldsson 1948: 4 og 6. Skrif Helga um höfund Njálu voru endurbirt í
Helgi Haraldsson 1971.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 291