Skírnir - 01.09.2017, Side 28
Í millitíðinni færði Skúli Guðmundsson (1862−1946), bóndi á
Keldum á Rangárvöllum, rök fyrir því að Hálfdán Sæmundarson
(d. 1265), sem einnig hafði verið bóndi á Keldum, væri höfundur
Njálu, meðal annars með vísan til þess hve lýsingar sögunnar á
landslaginu meðfram Rangá væru nákvæmar. Að auki hefði Hálfdán
notið aðstoðar ættingja sinna; hann hefði verið
merkismaður, spakur og gætinn, og átti stórlega mikilhæfa konu, og að
sama skapi vitra, Steinvöru Sighvatsdóttur […]. Dóttir þeirra, Sólveig, átti
Þorvarð Þórarinsson, er var á Keldum öðru hvoru (og bjó þar sennilega 2
ár), Odda og Arnarbæli (d. 1296, nálega 70 ára). Þorvarður hefur verið gáfu-
maður og haft ríkar tilfinningar. Hann var sjerstaklega kunnur á Aust-
fjörðum, einkum föðurleifð sinni, en þar er höfundur Njálu vel kunn -
ugur.23
Helsti Njálusérfræðingur landsins á tuttugustu öld, Einar Ólafur
Sveinsson (1899–1984), hafnaði því aftur á móti í doktorsritgerð
sinni, Um Njálu (1933), að höfundur sögunnar gæti verið frá Rang-
árvöllum, þar sem almennri staðfræðilegri þekking hans á svæðinu
væri ábótavant. Hins vegar hefði höfundur þekkt vel til í Skafta-
fellssýslum og á Austurlandi. Taldi Einar Ólafur líklegra að höf-
undurinn hefði búið einhvers staðar suðaustan- eða jafnvel austan-
lands og aðeins riðið um Rangárþing á leið sinni til og frá Alþingi á
Þingvöllum (sjá Einar Ól. Sveinsson 1933: 373). Í greininni „Njála
og Skógverjar“ (1937) nefndi Einar Ólafur að Þorsteinn Skeggja-
son (d. 1297), bóndi á Skógum, gæti hafa samið söguna en ekki
virðist sterk sannfæring hafa búið þar að baki.24
Sama ár birti sagnfræðingurinn Barði Guðmundsson (1900–
1957) fyrstu ritgerð sína af mörgum þar sem hann færði fjölbreytt
rök fyrir því að Þorvarður Þórarinssonar (d. 1296), umræddur
tengdasonur Hálfdánar á Keldum, væri höfundur Njálu. Þessar rit-
gerðir vöktu verulega athygli og hafa mótað umræðu um efnið allar
292 jón, sigurður, steingrímur skírnir
23 Skúli Guðmundsson 1937−1939: 67−68. Sjá einnig Skúli Guðmundsson 1928.
24 Eftir að hafa nefnt nafn Þorsteins sló Einar Ól. Sveinsson (1937: 36) nokkra var-
nagla: „Ekkert er vitað um bókmenntastörf Þorsteins, en á hinu er enginn vafi,
að allur þorri íslenzkrar höfðingjastéttar á þeim tíma var læs og skrifandi. Eftir
er þó að telja eitt atriði, sem mælir móti því, að þessi maður hafi ritað söguna, en
það er hin ófullkomna staðfræði í Rangárþingi“.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 292