Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 30
Árið 1954 gaf Einar Ólafur Sveinsson Brennu-Njáls sögu út í
ritröðinni Íslenzk fornrit með ítarlegum formála, þar sem hann
fjallaði meðal annars um staðháttaþekkingu höfundar. Hafnaði
Einar Ólafur þar þeirri tilgátu Barða að sagan hefði verið skrifuð í
Árnesþingi með þeim rökum að áttaviðmið byggðust á því hvert
væri aðalsögusvið verksins.27 Ennfremur taldi hann að Þorvarður
Þórarinsson hefði verið kunnari í Rangárþingi og í Noregi en höf-
undur Njálu virtist vera. Eins hlyti Þorvarður að hafa haft betri
þekkingu á lögum en Njáluhöfundur sýndi í riti sínu. Í kjölfarið á
útgáfu Einars Ólafs flutti Helgi Haraldsson útvarpserindi sem
seinna birtist á prenti undir titlinum „Njála og höfundur hennar“
(1955). Hann efaðist þar, líkt og Einar Ólafur, um þá kenningu
Barða að Þorvarður hefði skrifað söguna en rifjaði upp þá tilgátu
þeirra Magnúsar Sigurðssonar að Snorri Sturluson væri höfundur-
inn. Rökstuddi Helgi hana m.a. með því að mágur Hallgerðar Hö-
skuldsdóttur, Þórarinn Óleifsson, er sagður búa á Varmalæk án þess
að tekið sé fram að bærinn sé í Borgarfirði. Þetta og fleiri áþekk
atriði bentu til að sagan væri skrifuð á Vesturlandi, á heimaslóðum
Snorra. En Helgi ræddi jafnframt þann möguleika að fleiri en einn
höfundur hefðu komið að verkinu: „Njála er þannig tilkomin, að
hún er skrifuð í Reykholti á síðustu árum Snorra Sturlusonar. Hún
er skrifuð af tveimur mestu snillingum þrettándu aldarinnar í sam-
einingu, þeim frændunum Snorra Sturlusyni og Sturlu Þórðarsyni.
Hvorugur þeirra hefði getað leyst þetta afrek af hendi einn sér.“28
Skrefið frá Snorra til Sturlu var síðan tekið til fulls af Matthíasi
Johannessen í allmörgum greinum og pistlum sem hann birti í
294 jón, sigurður, steingrímur skírnir
27 Einar Ól. Sveinsson (1954: xcix−c) skrifar: „Miðsvæði sögunnar eru aðalsögu -
staðirnir Hlíðarendi, Bergþórshvoll og þar í kring. Eðlilegt er, að talað sé um
austr þaðan, og jafnvel má við því búast, að höfundi séu þessir staðir svo ríkir í
huga, að oft standi austan þangað (innan héraðs), en sjaldan vestr (þangað), en
raunar er skylt að geta þess, að það kemur þó sjaldnar fyrir en ætla mætti (tvis-
var) […] Eftir verða þó fáeinir staðir (a. m. k. 4), þegar búast hefði mátt við vestr.
Vera kynni, að höfundur hefði vitað, að í héraðinu hafi ævinlega verið sagt út í
þessum samböndum, og hafi það dregið úr honum að hafa nokkra áttamiðun“.
28 Helgi Haraldsson 1955: 26–27.Helgi hélt áfram að þróa þessa kenningu um sam-
starf þeirra Snorra og Sturlu á næstu árum og nefndi fleiri mögulega samverka-
menn þeirra til sögunnar, svo sem Ólaf Þórðarson hvítaskáld (d. 1259). Sjá m.a.
Helgi Haraldsson 1965 og 1966.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 294