Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 32
skarða í Sturlungu, sem og Kristni sögu, Eyrbyggja sögu og Grettis
sögu.
Á síðustu árum hefur Einar Kárason tekið við af Matthíasi sem
ákafasti talsmaður þess að Njála sé verk Sturlu. Veigamestu skrif
Einars um efnið eru tvær tímaritsgreinar, „Káserí um Sturlu Þórðar-
son, höfund Njálu“ (2010) og „Njáls saga og Íslendingasaga Sturlu
Þórðarsonar“ (2012), en áhugi hans á efninu tengist einnig fjórum
sögulegum skáldsögum hans sem innblásnar eru af Sturlungu. Í
einni þeirra, sem ber titilinn Skáld (2012), er Sturla Þórðarson
höfuðpersóna og er látið í það skína að hann hafi ekki bara samið
Njálu, heldur ýmis fleiri merkisrit þrettándu aldar, svo sem Grettis
sögu, Eyrbyggja sögu og Færeyinga sögu.31 Einar byggir málflutn-
ing sinn að verulegu leyti á skrifum Helga Haraldssonar, Barða
Guðmundssonar og Matthíasar Johannessen en hann vísar einnig í
fyrirlestur norska textafræðingsins Johns Megaard, „Was Njáls Saga
Written by Sturla Þórðarson?“ (2009) þar sem hliðstæðar lýsingar
í Njálu og Íslendinga sögu Sturlu, meðal annars á brununum á
Bergþórshvoli og á Flugumýri, voru túlkaðar svo að um sama höf-
und væri að ræða. Höfuðrök Einars eru að Njála sé snilldarverk
þrautreynds höfundar en fyrir vikið þykir honum ólíklegt að leik-
menn á borð við Þorvarð Þórarinsson hafi komið að sköpun
hennar. Líkt og þeim Matthíasi og Megaard þykir honum einsýnt
að hin margvíslegu líkindi Njálu og Íslendinga sögu, sem Barði
kortlagði að miklu leyti í sínum skrifum, beri þess vott að Sturla
hafi samið bæði verkin. Leggur Einar áherslu á að formgerð beggja
verka sé áþekk; frásögninni megi í báðum tilvikum skipta í hlið-
stæða þrjá hluta sem nái hámarki í „aðför að íslensku stórbýli og
brennu sem fylgir“.32 Ekki hafa þó allir látið sannfærast af þessum
málflutningi. Helgi Ingólfsson rithöfundur er meðal efasemda-
manna:
296 jón, sigurður, steingrímur skírnir
31 Ýmsir fræðimenn hafa rætt hugsanlega aðkomu Sturlu að einstökum Íslend-
ingasögum en nýlegt yfirlit um þá umræðu er að finna í Elín Bára Magnúsdóttir
2015: 69−82. Elín færir sjálf rök fyrir því að Eyrbyggja sé verk Sturlu. Sama heim-
ild: einkum 287−340.
32 Einar Kárason 2012: 296. Í stað þess að sjá Njálu sem lykilsögu þrettándu aldar,
þar sem Þorvarður Þórarinsson vinnur úr dramatískum atburðum sem hann og
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 296