Skírnir - 01.09.2017, Page 49
313þjóðmenning og lagaleg réttindi
ingur við sjálfstæði nýlendna var meginmarkmið þessara sáttmála,
en hið alþjóðlega samfélag hefur fyrst og fremst viðurkennt sjálfs-
ákvörðunarrétt stjórnsýslueininga eða ríkja sem nýlenduveldin sjálf
bjuggu til, eða upplausn sambandsríkja á grundvelli þeirra eininga
sem mynda það. Hugtakið þjóð er hér pólitískt fremur en menn-
ingarlegt, enda oft spurning hvert það leiðir að draga landamæri
eftir menningarmun.2 Einingar af þessu tagi má síðan, eins og
dæmin sanna, „hreinsa“ eftir á og tryggja framgang hinnar menn-
ingarlega skilgreindu þjóðar. Á síðari árum fylgja því kröfur um
verndun minnihlutahópa oftast viðurkenningu á sjálfsákvörðunar-
rétti. Fram hjá því verður þó ekki litið að hinn pólitíski kraftur á
bak við hugmyndina um sjálfsákvörðunarrétt felst ekki síst í því að
storka landamærum í nafni menningar. Hugmyndir Íslendinga um
sjálfsforræði féllu mjög vel að hugmyndum um sjálfsákvörðunarrétt
stjórnsýslueininga innan stærri heilda og því ekki um það að ræða
að endurskoða viðtekin landamörk í nafni menningar eða þjóðar.
Hér naut Ísland þess að vera fremur afskekkt eyja, en deilur og stríð
Dana og Þjóðverja snerust um það hvar landamæri hinna nýju
þjóðríkja ættu að liggja. Íslensk þjóðernishyggja var því ekki
„hlaðin dýnamíti“ með sama hætti og þjóðernishyggja Dana og
Þjóðverja. Að sama skapi er rétt að hafa í huga að kröfur Íslendinga
um sjálfsforræði voru settar fram á blómaskeiði nýlenduvelda
Evrópu og sóttu því augljóslega ekki réttlætingu sína í andúð á
nýlendustefnu eða upplausn nýlenduvelda. Woodrow Wilson taldi
augljóst að sjálfsákvörðunarréttur ætti aðeins við um Evrópu, eða af-
komendur Evrópubúa, en ekki óæðri kynstofna og nýlendur. Ís-
lenskir þjóðernissinnar litu því ekki á Ísland sem nýlendu, eða settu
málstað sinn í slíkt samhengi.3 Á hinn bóginn stóðu jaðarsvæði
skírnir
2 Gellner (1983: 43) fjallar um veikleika þjóðernishyggju í þessu samhengi. Líkt og
hundurinn sem ekki gelti kom Sherlock Holmes á sporið, ættum við að beina
sjónum að þeim fjölmörgu menningar- og tungumálasamfélögum sem ekki hafa
krafist sérstaks ríkis athygli í stað þess að líta aðeins til þeirra sem það gera.
3 Fræðimenn, stjórnmálamenn og aðrir hafa í gegnum tíðina endurtúlkað samskipti
Dana og Íslendinga og þá sérstaklega sjálfstæðisbaráttuna í ljósi nýlendustefn-
unnar. Um kosti þess og galla verður ekki fjallað nánar hér, en sjá Guðmundur
Hálfdanarson (2014) um nánari umfjöllun.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 313