Skírnir - 01.09.2017, Page 51
315þjóðmenning og lagaleg réttindi
Neuberger (2001) greinir einnig pólitískan, efnahagslegan og
menningarlegan sjálfsákvörðunarrétt sem geta jafnt vísað inn á við
og út á við. Til að einfalda þessar flokkanir talar hann um mikinn
sjálfsákvörðunarrétt sem sé fyrst og fremst ytri sjálfsákvörðunar-
réttur, pólitískur og sækist eftir aðskilnaði; og lítinn sjálfsákvörð-
unarrétt sem sé fyrst og fremst innri sjálfsákvörðunarréttur, efna -
hags legur og menningarlegur. Á Íslandi er oft talað um að sjálf -
stæðisbaráttunni ljúki aldrei, gjarnan með þeim formerkjum að
sjálfstæðisbaráttu smáþjóða ljúki aldrei. Þessa orðræðu má rekja til
Björns Þórðarsonar (1943) fyrrum forsætisráherra (1942–44) og
Sveins Björnssonar fyrsta forseta lýðveldisins (sbr. Þjóðhátíðar-
nefnd 1945: 255). Þeir félagar voru augljóslega með hugann við
kreppuna miklu og höfðu áhyggjur af efnahagslegu sjálfstæði þjóðar -
innar, en hugmyndin hefur verið túlkuð með ýmsum hætti, m.a. að
útfærsla landhelginnar og verndun íslenskunnar væru hluti af
sjálfstæðisbaráttunni. Áhersla á ytri eða mikinn sjálfsákvörðunarrétt
getur átt rétt á sér þrátt fyrir að ríki séu fullvalda, t.d. voru ríki
Austur-Evrópu augljóslega formlega fullvalda eftir heimsstyrjöld-
ina síðari og allt fram til 1989, en sjálfsákvörðunarréttur þeirra (ytri
jafnt sem innri) var afar takmarkaður. Íslensk stjórnmálaumræða
hefur oft haft tilhneigingu til að setja mál upp með svipuðum hætti,
einkum í umræðum um varnarmál (tengslin við Bandaríkin) og Evr-
ópumál. Þessi mál eru sjálfstæðismál í hugum margra Íslendinga þar
sem þau varða ytri sjálfsákvörðunarrétt og vekja spurningar um er-
lend yfirráð.
Hugtakið sjálfsákvörðunarrétt má einnig greina með því að
skipta því í „sjálf“ og „ákvörðunarrétt“. Hver hefur ákvörðunar-
rétt og hvað felst í slíkum rétti? Hans Kohn (1944), einn af frum -
kvöðlum rannsókna á þjóðernishyggju, greindi tvenns konar
áhersl ur á sjálfsákvörðunarrétt. Annars vegar áherslu á samþykki
eða lýðræðislega ákvörðun íbúanna og hins vegar áherslu á þjóðlega
stjórn andstætt erlendri stjórn. Dæmi um fyrra sjónarmiðið taldi
hann sig finna í Bandaríkjunum þar sem áhersla á mannréttindi,
samþykki íbúanna og fulltrúastjórn hefði verið uppspretta sjálfs-
ákvörðunarréttar fremur en hugmyndir um sérstakt þjóðerni og
menningu. Áherslan á þjóðlega stjórn var hins vegar drifkrafur
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 315