Skírnir - 01.09.2017, Page 66
greinargerð sem íslenska samninganefndin lagði fram við upphaf
samningaviðræðna um ný sambandslög (síðar kallað uppkastið). Ís-
lenska þjóðin hefur, fullyrtu nefndarmenn
… aldrei að lögum afsalað sjer í hendur nokkurri annarri þjóð fullveldi því,
er Ísland ómótmælt átti við að búa sem allsherjarríki um margar aldir. Að
vísu gekk Ísland frá lýðstjórninni og tók við konungsstjórn þegar landið
með sáttmálanum 1262 (Gamli sáttmáli) gekk á hönd Hákoni Noregskon-
ungi Hákonarsyni, en það var fjarri því, að landið með þessu játaði sig undir
eða innlimaðist í Noregsríki. Það var öðru nær, menn áskildu sjer að halda
frjálsri stjórnskipun með íslenskum lögum og landsstjórn. […] En er ein-
veldið komst á, breyttist að lögum aðeins aðstaða Íslands til konungs-
valdsins, en aftur á móti ekki aðstaða þess til hinna annarra landa, er
konungi lutu. (Álit hinnar dönsku… 1908: 25)
Þessi rök eru í mjög í anda Jóns, með þeirri viðbót að hér er talað
um fullveldi. Lokaorðin eru afdráttarlaus:
Gagnstætt þeirri kenningu, að Ísland hafi engan frekari rjett til sjálfstjórnar
en þann, er hið danska löggjafarvald vill una því, svo lengi og á þann hátt,
er það kveður á um, verðum vjer að halda því föstu sem grundvelli fyrir
samningum um stjórnskipulega stöðu Íslands í veldi Danakonungs, að Ís-
land de jure sje frjálst land undir krúnu Danmerkurkonungs með fullræði
ásamt konungi yfir öllum málum sínum öðrum en þeim, er með samningi
milli Danmerkur og Íslands sjeu eða kynnu að verða Danmörku falin til
sjerlegrar umsjár. (Álit hinnar dönsku… 1908: 26)
Danir höfðu aldrei samþykkt rök Jóns Sigurðssonar og þegar „upp-
kastið“ var fullbúið var ljóst að Danir voru tilbúnir til að koma til
móts við Íslendinga á þeirri forsendu að þeir væru sérstök þjóð.
Þegar sambandslaganefndin tók til starfa 1918 lögðu fulltrúar Íslands
fram greinargerð þar sem helstu rök og kröfur koma fram. Líkt og
áður var Íslendingum kappsmál að árétta á hvaða grundvelli samn-
ingar ættu að byggjast. „Vér lítum svo á, að Ísland sé að lögum (de
jure) í sambandi við Danmörku um konunginn að eins“ segja nefnd-
armenn og bæta við að Dönum sé svo vel kunnugt um þessa skoðun
Íslendinga á réttarsambandi landanna þannig að „óþarft mun að fara
fleiri orðum um það efni“ (Björn Þórðarson 1951: 330). Hér er vísað
í skoðun Jóns Sigurðssonar á sambandi Íslands og konungs. Hinum
330 birgir hermannsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 330