Skírnir - 01.09.2017, Side 67
331þjóðmenning og lagaleg réttindi
lagalegu réttindum er haldið til haga, en áherslan er á siðferðilegan
rétt (eða „eðlilegan rétt“ eins og það var oft kallað í merkingunni
„náttúrlegur réttur“) þjóðarinnar til sjálf stæðis.
Íslenzka þjóðin hefur ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu tungu,
er um öll Norðurlönd gekk fyrir 900–1000 árum, svo lítið breytta, að hver
íslenzkur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar bókmennta-
fjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annarra Norðurlanda þjóða. Með
tungunni hefur sérstakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menn ing
varðveitzt. Og með tungunni hefur einnig meðvitundin um sér stöðu lands-
ins gagnvart frændþjóðum vorum ávallt lifað með þjóðinni. Þessi atriði, sér-
stök tunga og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan
rétt til fullkomins sjálfstæðis. Framfarir þær, er íslenzka þjóðin hefur tekið
á síðustu áratugum bæði í verklegum og andlegum efnum, hafa og stórum
aukið sjálfstæðisþarfir hennar og þá jafnframt eðlilega eflt sjálfstæðisþrá
hennar, og hún er sannfærð um það, að fullkomið sjálfstæði er nauðsynlegt
skilyrði til þess, að hún fái náð því takmarki í verk legum og andlegum
efnum, sem hún keppir að. (Björn Þórðarson 1951: 330)
„Sérstök tunga“ og „sérstök menning“ gegna hér lykilhlutverki auk
þess sem hugmyndir um framfarir eru taldar styrkja kröfu Íslend-
inga um sérstakt fullvalda ríki sér til handa.
Fyrir Jón Sigurðsson var það bæði eðlilegt og rökrétt að nota
Gamla sáttmála til að skilgreina stöðu Íslands eftir að einveldi var
afnumið í Veldi Danakonungs. Að sumu leyti er hann hér bundinn
af veruleika einveldisins, þeim löndum eða einingum sem mynduðu
hið samsetta einveldisríki, en að öðru leyti má sjá útlínur þeirra hug-
mynda — og jafnframt takmarkanir þessara hugmynda — sem hann
hafði um sjálfsforræði þjóðarinnar í framtíðinni. Grunnhugtak Jóns
var frjálst sambandsland, en í aðdraganda uppkastsins, og sérstak-
lega í deilunum um uppkastið sjálft, varð hugtakið fullvalda ríki
ofan á. Gamli sáttmáli var oft til umræðu í deilunum um uppkastið,
svo mjög að einum helsta sérfræðingi þjóðarinnar í Gamla sáttmála
og einlægum stuðningsmanni uppkastsins, Birni M. Ólsen, var nóg
boðið:
Það er mín einlæg sannfæring, að Gamli sáttmáli sje sjálfstæðisbaráttu vorri,
sem nú stendur ifir, algjörlega óviðkomandi. Vjer eigum ekki að biggja
sjálfstæðiskröfur vorar á migluðum og vafasömum skjalaskræðum, heldur
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 331