Skírnir - 01.09.2017, Side 68
á hinum náttúrlega, lifandi rjetti, sem vjer höfum til að eiga með okkur
sjálfir, þar sem vjer erum og höfum frá ómunatíð verið sjerstök þjóð, með
sjerstöku máli, sjerstökum bókmentum og sjerstakri menningu. Og síst ætti
að beita þessum sáttmála, sem first varð til að reira að okkur böndin, sem
vopni gegn þeim mönnum, sem nú berjast firir því að losa bönd þau, sem
enn eru á sjálfstæði Íslendinga. (Björn M. Ólsen 1908: 122)
Þó að Björn hafi farið halloka í deilunum um uppkastið má segja
að hann hafi hér talað fyrir nýjum tíma. Sú róttæka þjóðernishyggja
sem felldi uppkastið ýtti einnig til hliðar orðræðu og hugmynda-
heimi Jóns Sigurðssonar. Hugtökin voru önnur, kröfurnar róttæk-
ari. Orðræða landsréttindanna lét undan síga fyrir orðræðu hinnar
menningarlegu þjóðernishyggju.
IV
Eins og áður sagði mótaðist íslensk þjóðernishyggja af evrópskum
hugmyndastraumum og upplausn einveldis. Þetta tvennt kom
saman í einni mikilvægustu spurningu nútímans: Ef fullveldið hefur
flust frá hinum einvalda konungi til fólksins, hvaða fólk erum við þá
að tala um? Þegar svara á þessari spurningu koma upp ýmis vanda-
mál sem við tengdum innri og ytri sjálfsákvörðunarrétti, pólitískri
og menningarlegri þjóðernishyggju og samspili frjálslyndis, lýð -
ræðis og þjóðernishyggju. Ólíkar skilgreiningar á „fólkinu“ eða
„lýðnum“ eiga sér langa sögu á Vesturlöndum. Til einföldunar talar
breski stjórnmálafræðingurinn Margaret Canovan (2005: 49) um
rómverska hefð og rómantíska hefð til að nálgast það mál. Hin róm-
verska hefð er nátengd lýðveldishyggju, þar sem borgríkið er grunn-
eining og fyrirmynd. Borgir voru byggðar, búnar til og byggðar á
lögum og borgararéttindum. Föðurlandsást þýddi ást á lögum og
frelsi borgarinnar, í henni fólst skylda til að viðhalda frelsinu og
verja borgina. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að Íslendingar
hafi átt erfitt með að ímynda sér „fólkið“ með þessum hætti, enda
rótgróin tortryggni í garð þéttbýlis á Íslandi. Þetta má einnig sjá í
orðavali: Íslendingar tala enn um þegna og þegnréttindi, fremur en
borgara og borgararéttindi. Á nítjándu öld hafði hugmyndin um
lýðveldi að nokkru losað sig undan fyrirmynd borgríkisins, hin
332 birgir hermannsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 332