Skírnir - 01.09.2017, Page 69
333þjóðmenning og lagaleg réttindi
stóru lýðveldi Suður- og Norður-Ameríku urðu að fyrirmynd
þjóðríkja, módel sem aðrir leituðust við að herma eftir. Hin róm-
antíska hefð lagði áherslu á upprunann, hið náttúrulega andstætt
hinu tilbúna og þjóðflokkinn andstætt borginni. Það féll mun betur
að íslenskum (og sumpart norrænum) veruleika að líta jákvæðum
augum á endurreisn miðalda, áður fordæmdar sem myrkar af end-
urreisnar- og upplýsingamönnum, sem merks sögulegs tímabils.
Þessu fylgdi einnig upphafning norðursins sem menningarlegrar
uppsprettu germanskra þjóða. Íslendingar áttu auðvelt með að
ímynda sér „fólkið“ á þessum grundvelli, upphafning hins sérstaka
og upprunalega fremur en hins almenna og sammannlega. Íslend-
ingar voru því „sérstakt fólk“ sem gat ekki orðið hluti af því fólki
sem myndaði hið nýja danska ríki 1849. Það er athyglisvert að Jón
Sigurðsson setti málið upp sem lögfræðilegt álitamál, byggt á sátt-
málum og sögulegum rétti. Það er því látið liggja á milli hluta hvort
„fólkið“ sé sameiginlegur einstaklingur eða samsafn einstaklinga,
svo notuð séu hugtök Durmonts. Áherslan á þjóðina sem sameig-
inlegan einstakling eða lífræna heild sem hefur þroskast með sér-
stökum og einstökum hætti var þó til staðar og óx að mikilvægi.
Vísun í fólkið sem „lagalegan einstakling“ eða „sameiginlegan ein-
stakling ólíkan öðrum“ skilgreinir mörk þeirrar heildar sem ætlar að
stjórna sér sjálf. Þessi skilgreining er óhjákvæmilega útilokandi, en
að sama skapi veitir hún þeim sem eru „innan girðingar“ ákveðna og
í raun upphafna stöðu. Þessi staða felur í sér loforð um jöfnuð og
mannlega reisn sem að mati Greenfeld (1992) skýrir að stórum hluta
aðdráttarafl þjóðernishyggju. Þetta svarar þó ekki öllum okkar
spurningum um fólkið. Er fólkið eitt og ódeilanlegt, eins og oft er
sagt um fullveldið? Líkingin um fólkið sem einstakling felur það
vissulega í sér, enda ekki hægt að skipta einstaklingi upp í hluta.
Þjóðin samanstendur þó af einstaklingum, þessir einstaklingar eru
af ólíkri stöðu og stétt, ólíkir að kyni og aldri og hafa ólíkra hags-
muna að gæta. Þegar talað er um innri sjálfsákvörðunarrétt þá blasir
við skilgreiningarvandi: Hverjir teljast í raun til fólksins sem
myndar sjálfið? Á Íslandi á nítjándu öld voru það augljóslega karlar,
og eingöngu karlar sem töldust bændur. Embættismenn voru á
jaðrinum, en vinnuhjú, þurrabúðarfólk og konur töldust einfald-
skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 333