Skírnir - 01.09.2017, Side 70
lega ekki hluti af fólkinu. Við þéttbýlismyndun og tilurð verka lýðs-
stéttar varð til „nýtt fólk“, líkt og Ragnheiður Kristjánsdóttir (2008)
orðar það, fólk sem þurfti bæði að rétta við lagalega stöðu sína og
skilgreina sig ekki síður sem hluta af þjóðinni.
Deilur um það hverjir tilheyrðu fólkinu eða þjóðinni leiddi víða
um lönd til aukinnar togstreitu milli pólitískrar eða frjálslyndrar
þjóðernishyggju og þjóðernishyggju sem lagði ofuráherslu á ein-
ingu og hreinleika þjóðarinnar (Alter 1989: 37–40; Schulze 1998:
234–240).4 Í ljósi upphafningar margra á franskri þjóðernishyggu
er það kannski kaldhæðni örlaganna að frægasti talsmaður þessarar
tegundar af þjóðernishyggju var Frakkinn Charles Maurras (1868–
1952). Einingarþjóðernishyggja byggist að mörgu leyti á hug mynd-
um Herders um lífrænar þjóðir, en gefur þeim hvassari og and -
lýðræðislegri tón. Sumpart var hin mikla áhersla á einingu viðbrögð
við tilurð þjóðríkja, samkeppni þeirra um völd og áhrif á tímum
heimsvaldastefnu, auknum kröfum um lýðræði og stéttastjórn-
málum. Í nafni einingar þjóðarinnar voru stjórnmálaflokkar for-
dæmdir, sérstaklega stéttaflokkar á borð við jafnaðarmenn og
verka lýðshreyfinguna, en verst úti urðu þó Gyðingar. Einingar -
þjóðernishyggja hafði mikil áhrif á þróun fasismans, og ýmis ein-
kenni hennar má sjá í þjóðernispopúlisma samtímans.
Íslendingar voru auðvitað ekki ónæmir fyrir þjóðernishyggju af
þessu tagi, brigsl um landráð, svik og óþjóðhollustu eru býsna mörg
í íslenskri stjórnmálasögu. Á hinn bóginn má segja að ráðandi hug-
myndir Íslendinga um hina „for-pólitísku“ íslensku þjóð, byggða á
menningu, einkum tungumáli, og jafnvel líffræðilegum uppruna,
geri ráð fyrir mikilli einsleitni og einingu, ekki síst gagnvart er-
lendum áhrifum af öllu tagi. Íslenskir vinstri menn, jafnt kommún-
istar sem jafnaðarmenn, og frjálslyndir menntamenn af ýmsu tagi
höfðu á millistríðsárunum fyrirvara við kröfuna um einsleitni og
einingu í nafni einstaklingshyggju og/eða stéttasamfélags. „Land,
þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“, svo notað sé orðalag Snorra
Hjartarsonar skálds, varð á fyrstu árum lýðveldisins ekki síður
334 birgir hermannsson skírnir
4 Einingarþjóðernishyggja vísar til þess sem á ensku er oftast kallað „integral
nationalism“.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 334