Skírnir - 01.09.2017, Page 76
rætt um bréfaskáldsögur eða epistolary novels eins og þær eru
kallaðar á ensku (Steingrímur J. Þorsteinsson 1943: 272–285). Þá
áttu skáld það til að senda verk sín bréfleiðis og ortu jafnvel heilu
bréfin þannig að til varð sérstakt bókmenntaform, svokölluð ljóða -
bréf. Meðal þekktra skálda sem ortu slík bréf voru Rósa Guð -
munds dóttir (Skáld-Rósa), Jónas Hallgrímsson og það skáld sem
hér verður fjallað um, Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson.
Gröndal var afkastamikill bréfritari og útgefin bréf hans eru á
fimmta hundrað síður, en þau komu út árið 1954 í V. bindi Ritsafns
Gröndals sem Gils Guðmundsson sá um. Ýmis bréf vantar þó þar,
enda er þetta ekki heildarútgáfa og auk þess hafa komið í leitirnar
bréf sem ekki voru þekkt á þessum tíma. Má þar nefna bréf til Skúla
Thoroddsens sem Jón Guðnason gaf út í Tímariti Máls og menn-
ingar 1965 og bréf til Sigríðar E. Magnússon sem Sverrir Tómasson
gaf út í Skírni 1974. Sigrún Pálsdóttir birti myndir af áður óútgefnu
skrifi Gröndals til Sigríðar og fjallaði um það í Sögu 2015. Skrifin til
og um Gröndal eru mörg þó að ekki séu þau öll í bréfaformi og er
skemmst að minnast skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar,
Sæmdar (2013), sem fjallar um Gröndal og samskipti hans við Björn
M. Ólsen. Árið 1931 voru gefin út valin bréf frá og til Gröndals;
meðal bréfritara eru Steingrímur Thorsteinsson, Gísli Brynjúlfsson,
Jóhann Sigurjónsson og fleiri.
Hér verður einkum fjallað um ljóðabréf og kvæði Gröndals frá
sjötta áratug nítjándu aldar, þegar hann var um þrítugt og skrifaðist
á við ýmsa vini og kunningja sína. Gröndal var fæddur á Eyvindar -
stöðum á Álftanesi 6. október 1826, sonur Sveinbjarnar Egilssonar,
síðar rektors, og Helgu Benediktsdóttur Gröndal. Hann lauk stúd-
entsprófi 1846 og stundaði nám í náttúrufræðum og bókmenntum
við Hafnarháskóla til 1850. Þá sneri hann aftur heim og bjó í
Reykjavík næstu sjö árin. Gröndal var síðan erlendis 1857–1874,
fyrstu árin í slagtogi við Etienne Djunkovsky, kaþólskan trúboða,
og ferðaðist víða um lönd. Dvaldi hann m.a. í Louvain í Belgíu
1858–1859 og átti þar eitt frjóasta skeið sitt sem höfundur (Benedikt
Gröndal 1965a: 182–200). Heljarslóðarorusta varð þar til og fjöl-
mörg bréf sem hann sendi ýmsum vinum sínum. Meistaraprófi í
norrænum fornbókmenntum lauk hann frá Hafnarháskóla 1863.
340 sveinn yngvi egilsson skírnir
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 340