Skírnir - 01.09.2017, Síða 79
343„ef að jeg fengi frá þér blað …“
dóttir] kona hans gerði allt og vann fyrir búinu; börn þeirra voru Sigríður,
sem átti Eirík Magnússon og fór til Englands; Soffía, sem átti Sigurð Gunn-
arsson prest og varð fyrirtaks kona eins og bóndinn; Einar, féll í drykkju-
skap og fór til Ameríku og dó þar. Sigríður var þá fyrir þeim öllum, fjörug
og gáfuð, lék mæta vel á gítar og söng vel; hún var þá aldavina Guðrúnar
Thorstensen, og voru þær alltaf saman. Guðrún þótti þá bera af öllum
stúlkum hér. Sigríður giftist Eiríki í Reykjavík, og bjuggu þau fyrst í einu
herbergi í Davíðshúsi við þröng kjör. Þá var Brekkubær lítið kot, og dálítið
hús eða stofa niðri, þar komum við oft saman unga fólkið, og var þá glatt
á hjalla. Nú er Brekkubær horfinn, en „Vinaminni“ komið í staðinn, en í
hinum stóru herbergjum þar hefur ekki verið eins mikil gleði og ekki þær
hugmyndir vaknað sem í litlu stofunni í Brekkubæ.2
Sigríður lét síðar endurbyggja Brekkubæ í Grjótaþorpi og nýja
húsið við Mjóstræti 3 var kallað Vinaminni eins og Gröndal segir.
Þar rak hún kvennaskóla veturinn 1891–1892. Forveri Iðnskólans í
Reykjavík (1904) var í þessu húsi og einnig Verslunarskóli Íslands
(1905). Sigríður var í samstarfi við frú Morris um að koma íslensku
handverki á framfæri erlendis, enda voru Morris-hjónin miklir
áhugamenn um handverk og vildu efla það með ýmsum hætti.
William Morris var forsprakki þeirrar hreyfingar sem kölluð er Arts
and Crafts Movement og teflt var fram gegn iðnvæðingunni (Bla-
kesley 2009). Segja má að mikil mannrækt sé fólgin í slíku menn-
ingarstarfi og er þar einkum litið aftur í aldir, til handverkshefða og
skírnir
2 Benedikt Gröndal 1965a: 169–170. Í lýsingu sinni á Grjótaþorpinu í ritgerðinni
„Reykjavík um aldamótin 1900“ segir Gröndal: „Þá er vér komum fyrir hornið á
bökunarhúsinu, tekur sú gata við, er Mjósund nefnist, þverbeint á þessum þrem
síðast nefndu götum; þar er til vinstri handar „Vinaminni“, er Sigríður Einars-
dóttir lét byggja, kona Eiríks Magnússonar meistara í Cambridge; það er stór
bygging og hvergi eins hátt undir loft í nokkru prívathúsi í bænum; þar eru stórir
salir og allt mikilmannlegt og byggt upp á ensku. Þar rétt fyrir neðan var áður
„Brekkubær“, þar sem Sigríður var fædd, og lét hún byggja þetta mikla hús til
minningar um hinn forna og horfna æskustað, þar sem hún hafði skemmt með
söng og gleði oss og mörgum, sem segir í „Tólf álna kvæðinu“. Annars býr eng-
inn í Vinaminni að staðaldri nema María Einarsdóttir, systir frú Sigríðar, en þar
hefur Kristján assessor búið, og þar býr Jón Vídalín konsúll á sumrin“ (Benedikt
Gröndal 1951: 517–518). Um Sigríði er ort í þekktum húsgangi: „Sigríður dóttir
hjóna í Brekkubæ / sú kann að gera skóna / ha ha ha hæ / eintómar rosabullur /
ha ha ha hæ / alltaf er Gvendur fullur í Brekkubæ.“
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 343