Skírnir - 01.09.2017, Page 82
(15. mars 44 f. Kr.), sem er tveim dögum fyrir þennan dag (17.).“5
Guðinn Seifur boðar komu Sigríðar og segir að hún muni stökkva
með kæti úr höfði sínu í fyllingu tímans. Guðirnir halda norður til
Íslands svo að Seifur geti fætt Sigríði þar á tilsettum tíma. Gröndal
lætur m.a. guðinn Neptún ganga fjörur í grennd við Reykjavík og
setur þannig hinn suðræna menningarheim í hversdagslegt sam-
hengi, rétt eins og hann gerði í Heljarslóðarorustu nokkrum árum
síðar. Í ljós kemur að hinn frægi þríforkur og klæðnaður sjáv-
arguðsins eru íslenskir að uppruna:
Eitt sinn, þá Neptún áður fór
í Akurey í beitifjöru,
þá fann hann gamla fjárhúshjöru,
forkur var úr því gerður stór.
Það var einmitt í sama sinn,
að sjótreyjan var líka rekin;
bara í hné var báran stinn,
brátt var svo mussan krækt og tekin.6
Seifur heldur síðan langa ræðu um sögulegt hlutverk Sigríðar sem sé
ætlað að syngja og kveða niður leiðindin á Íslandi: „„Óttaleg þögn
og ekkert hljóð / er þar um svæði, og enginn hljómur; / þar eru
aldrei leikin ljóð, / landvætta er þar helgidómur. … Því skal hin
gamla Garðars ey / gott af loforði mínu hljóta; / þiggi hún af oss
mæra mey, / sem megi leiðindin niður brjóta!““7 Sigríður stekkur
svo fullsköpuð og alklædd úr höfði Seifs eins og Pallas Aþena:
Gullsalir skærir glumdu við,
gjörvallur dundi himinbogi,
sem af fegursta fuglaklið;
fagrahvels brosti reginlogi.
346 sveinn yngvi egilsson skírnir
5 Benedikt Gröndal 1948: 531, sbr. það sem segir í kvæðinu sjálfu: „Tveim dögum
eftir dauðadag / dýrðlegs Cæsars skal meyjan fæðast“ (62) og „Fimmtánda martsi
frægur dó / fylkir Cæsar á Rómaláði“ (71).
6 Benedikt Gröndal 1948: 65. Í eiginhandarritinu í Þjóðminjasafni er orðaröðin
önnur í fyrstu línunni (stuðlasetningin er þá ekki regluleg): „Eittsinn, þá áður
Neptún fór…“ og í næstsíðustu línunni er orðið „klof“ fyrir „hné“.
7 Benedikt Gröndal 1948: 68; í eiginhandarritinu í Þjóðminjasafni stendur „leiðindi“
fyrir „leiðindin“.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 346