Skírnir - 01.09.2017, Blaðsíða 85
349„ef að jeg fengi frá þér blað …“
Sigríður er elskuð af sjálfum Appolló, hinum bjarta guði tónlistar og
skáldskapar, og blómagyðjan Flóra fylgir henni, enda er afmælið á
þeim tíma árs þegar stutt er í vorið. Þessi fallega vormynd Gröndals
er fremur hefðbundin. Hana má t.d. bera saman við La primavera,
alþekkt málverk endurreisnarmálarans Sandros Botticelli, að því leyti
að vorkoman er kvengerð að klassískum hætti; hin „blómstrandi
Flóra“ svífur yfir sviðið og ást og birta umlykja allt. Þannig rennur af-
mælisbarnið saman við þekktar táknmyndir tónlistar, skáldskapar,
ástar og vorgróðurs. Gröndal virðist einnig víkja að unnusta Sigríðar
og verðandi eiginmanni, Eiríki, þegar hann segir í kvæðinu: „það eru
tvö, sem að haldast í hönd, / heimurinn fagnar og allir sem skilja“
(Benedikt Gröndal 1948: 90). Þau trúlofuðu sig á þessu ári og giftu sig
á því næsta, 1857, eins og áður segir. Gröndal fór um sama leyti af
landi brott og við það fækkaði afmæliskveðjunum en við tóku
ljóðabréf sem hann sendi Sigríði af og til næstu árin.
Ljóðabréfin til Sigríðar
Ljóst er að Gröndal hefur skrifað Sigríði fleiri bréf en þau sem
varðveist hafa. Í bréfi sem hann skrifar henni frá Danmörku í maí
1858 vísar hann t.d. í nokkur bréf sem nú eru glötuð.9 Í varðveittu
bréfunum skiptist gjarnan á laust mál og bundið. Gröndal gefur
skiptin til kynna með þessum hætti í bréfinu frá því í maí 1858:
Nú verð jeg að láta fjúka í nokkrum hendíngum, því mér leiðist
að skrifa prósa — það er komin nótt.
Nú hnígur sól af himinbaug
og húmið vekur álf og draug,
og hæst á eikum laufin ljóma
í logagyltum sólar-blóma … (Benedikt Gröndal 1974: 176)
skírnir
9 Benedikt Gröndal 1974: 172, sbr. athugasemd Sverris Tómassonar aftan við bréfið
(182): „Í Landsbókasafni eru nú varðveitt þrjú bréf Benedikts Gröndals til Sigríðar;
hið yngsta þeirra (í eftirriti Stefáns Einarssonar) er frá árinu 1901. Annað er skrifað
í Louvain 1859; hið þriðja er ódagsett og ártalslaust, en sennilega skrifað í Kaup-
mannahöfn 1860–61. Auk þess er í Landsbókasafni, Lbs. 1316 4to, ljóðabréf, sem
gæti verið stílað til Sigríðar. Þau bréf sem Gröndal minnist hér á hafa enn ekki komið
í leitirnar.“ Eiginhandarrit ljóðabréfsins sem Sverrir gaf út er í Lbs. 4925 4to.
Skírnir HAUST 2017 (13.10.2017).qxp_Layout 1 20.10.2017 13:46 Page 349